Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1972, Side 35

Frjáls verslun - 01.07.1972, Side 35
FV 6-7 1972 BLAÐAUKI I Vesftfirðir: Séð yfir Suðureyri við Súgandafjörð. Húsnæðisskortur eiftft alvarlegasta vandamálið Stórbrotin fegurð og hrika- leiki Vestfjarða fara ekki framhjá neinum, sem eiga þess kost að ferðast landveg og þræða firðina á leið norður Vestfjarðakjálkann. En slíkt ferðalag vekur vegfarendur ó- hjákvæmilega til umhugsunar um líf fólksins, sem á þessum slóðum býr, og þann geysi- mikla mun sem er á því að búa í svo afskekktum byggðar- lögum og í þéttbýlinu í kring- um Reykjavík. Sú hryggilega staðreynd blasir víða við á þessari leið að tiltölulega góðar jarðir inni á fjörðum hafa lagzt í eyði allra síðustu árin. I útgerðar- bæjunum stendur þó mannr fjöldi víðast nokkuð í stað. Fólksflóttinn á sér ýmsar orsakir. Veður gerast oft vá- lynd á vetrum vestra, sam- göngur eru erfiðar og mörgum fellur illa að búa við öryggis- leysi, sem Iæknaskortur veld- ur. Ungt fólk hefur farið til Akureyrar eða Reykjavíkur til mennta og mjög fáir snúið aft- ur til heimabyggðarinnar að starfa, þegar námi er lokið. í sumum tilvikum hafa foreldr- arnir fylgt börnunum í aðra landshluta vegna mismununar, sem viðgengst í menntunarað- stöðunni. Bygging menntaskólans á ísafirði og heimavistar við hann er líkleg til að snúa þess- ari þróun við að einhverju leyti, þó að staðreyndin verði samt sú enn um sinn, að sam- göngur t.d. frá Patreksfirði syðst í Vestfjarðakjördæmi verða betri að vetrarlagi við Reykjavík en nokkru sinni við ísafjörð. Vissulega hafa orðið breyt- ingar á samgöngumálum Vest- firðinga á undanförnum árum. Vegir hafa batnað og til dæm- is var leiðin fyrir Breiðadals- heiði, milli ísafjarðar og Ön- undarfjarðar, einn hæsti fja.ll- vegur landsins, opin um lengra eða skemmra tímabil alla síð- ustu vetrarmánuði en var til skamms tíma lokaður sjö mán- uði af árinu. Ýmsar samgöngu- bætur eru líka fyrirhugaðar. Á þessu ári verður varið 25 milljónum til framkvæmda við veginn inn með ísafjarðardjúpi og einni milljón til rannsókna á brúargerð yfir Dýrafjörð og Önundarfjörð, sem stytta myndi leiðina frá Þingeyri til Isafjarðar um eina 45 kíló- metra þannig að sneitt væri hjá helztu ófærðarköflum sem myndast oft innst inni í fjörð- unum. Flugsamgöngur hafa batnað verulega allra síðustu árin og það er ástæða til að minnast sérstaklega þess þáttar, sem „litlu flugfélögin" svonefndu hafa átt í að halda. uppi sam- göngum við smærri byggðirnar á Vestfjörðum. Það er greini- legt að íbúar þeirra kunna vel að meta þá þjónustu. Vestfirð- ingar hafa líka sjálfir unnið öt- ullega að þessxnn málum sín- um t.d. byggt smærri flugvelli fyrir eigið frumkvæði og rek-

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.