Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1972, Side 45

Frjáls verslun - 01.07.1972, Side 45
lendingar kvörtuðu yfir litlu úrvali á þessum kjötteg- undum. Til úrbóta stendur nú til að flytja hingað inn nautgripasæði til kynbóta, en nokkur ár munu líða áður en þess fer að gæta að ráði. Hins vegar eru engar veruleg- ar stökkbreytingar áformaðar í svínarækt, hún eykst jafnt og þétt. Hrossakjöts- og kjúklinga- framleiðsla er mjög óveruleg þótt hin síðarnefnda færist í vöxt, en hún er öll á höndum einstaklinga og því erfitt að fá hana. Agnar sagði að dilkakjötið hér væri mjög gott, það yrði til við góð skilyrði. Lömbin ælust upp á góðu kjarnfóðri yfir sum- arið, engin mengun væri í hög- unum, vatnið hreint, þau gengu aldrei í hús og svo væri þeim lógað þegar kjötgæðin væru mest. Nokkuð hefur verið flutt ut af dilkakjöti á undanförnum árum, fyrir um 490 milljónir í fyrra, en útflutningsuppbætur eru greiddar á þann útflutning. Aðallega er flutt til Noregs og Sviþjóðar, en þegar ísland fékk aðild að EFTA, stórlækkuðu út- flutningsuppbæturnar því kjöt- ið var þá lægra tollað. Ennfrem- ur fékk ísland ákveðinn kvóta yfir magn, sem leyfilegt er að selja til þessara landa árlega, og vonaðist Agnar til þess að hann héldi sér þótt EFTA kynni að klofna. ÁÆTLUN UM UPPBYGG- INGU SLÁTURHÚSA Nú er í gangi margra ára á- ætlun um uppbyggingu slátur- húsa með hreinlæti fyrir aug- um, og eiga þau að standast all- ar þær hugsanlegu kröfur, sem kunna að verða gerðar til þeirra. Agnar bjóst við að á næstu 15 árum myndi eitt fulí- komið sláturhús bætast við ár- lega, annaðhvort endurbyggt eða nýbyggt, en nú eru þegar til í landinu nægilega mörg fullkomin frystihús til þess að framleiða fyrir allan okkar kjötútflutning. Afurðasala SÍS afgreiddi á síðasta ári rösklega sex millj- ónir kílóa af kjöti, slátri og ýmsum öðrum vörum, og er þetta nær helmingsaukning frá árinu áður. Agnar sagði, að það væri stefna SÍS að fullvinna útflutningsvörurnar meira en nú er gert, þar sem þær yrðu þá mun verðmætari auk þess sem vinnsla afurðanna hér heima veitti fólki atvinnu. í þessu augnamiði er SÍS að opna nýja kjötvinnslustöð á Kirkju- sandi um þessar mundir, og er hún miðuð við ströngustu hreinlætiskröfur og búin full- komnum vélakosti til fjöl- breyttrar framleiðslu. Stöð þessi er nú nær fullgerð, en sökum skorts á vinnslukjöti, getur starfsemi þar ekki haf- izt að neinu gagni fyrr en með haustinu. — Gunnars bakarí: Gott hráefni undirstaða góðrar vöru — Gott hráefni í réttum hlutföllum er aðalundirstaða góðs baksturs, sagði Gunn- ar Jóhanncsson, bakari í Kópa- vogi, og það þýðir ekkert að ætla að fara í kring um við skiptavinina með því að spara dýrustu efnin, því að það finnst strax á bragðinu, og um leið og eitthvað er að heyrist óánægja frá fólkinu. Ef það segir ekk- ert er það ánægt. BRAUÐIN EIGA EKKI AÐ VERA ALVEG NÝ Einn reginmisskilningur er útbreiddur á meðal fólks, sem þyrfti sannarlega að leiðrétta, en hann er sá, sagði Gunnar, að brauð eigi helzt að vera það nvbökuð, þegar þau eru borð- uð, að þau séu volg. Það er löngu sannað og hefur venð bent á í útvarpserindi, að brauð eiga helzt að vera sólarhrings gömul, áður en þeirra er neytt, því ef þau eru borðuð fyrr, er útgufun og efnaskiptum ekki fyllilega lokið. Þessar verkanir halda svo áfram eftir að brauð- ið er komið í magann, en það hefur óheppileg áhrif á maga- sýrurnar og meltinguna. Einnig hefur brauð margfalt minna geymsluþol ef því er pakkað í loftþéttar umbúðir á meðan það er volgt, en ef því er pakk- að eftir sólax-hring. Brauð, sem pakkað er volgt, byi'jar að mygla eftir þrjá sólarhringa, en sólai’hringsgamalt brauð, sem pakkað er, getur geymzt í allt að þrjá mánuði. FV 6-7 1972 37

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.