Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1972, Page 51

Frjáls verslun - 01.07.1972, Page 51
lengi að taka við þessu nýmæii, en það hefur smátt og smátt breytzt og er eftirspurn eftir grænmeti nú orðin mjög mikil. AÐALFRAMLEIBSLAN í TÓMÖTUM OG GÚRKUM Aðalframleiðslan er í tómöt- um og gúrkum. Á síðasta ári voru framleidd 400 tonn af tó- mötum, og 200 af gúrkum. Auk þessara tegunda eru framleidd- ar gulrætur, steinselja, salat, grænkál, paprika, hreðkur, melónur og eggaldin, en þessar tegundir eru minnihluti heild- arframleiðslunnar. Fjölbreytnin fer vaxandi, enda sagði Þorvaldur að hér væri hægt að rækta flesta á- vexti, en hinn litli markaður takmarkar fjölbreytnina nokk- uð, þar sem hún verður dýr, ef aðeins lítið magn af hverju er seljanlegt. Allt grænmeti þolir illa geymslu og þarf helzt að not- ast strax. Hins vegar er ekki hægt að framleiða allt græn- meti allt árið um kring. Þannig eru gúrkur t. d. á markaðnum frá marz fram í október—nóv- ember, og tómatar frá maí fram í desember. Bilið er síðan brúað að einhverju leyti með innflutningi, en tilraunir eru nú í gangi sem miða að því að stytta það. GÆÐI ÍSLENZKS GRÆNMETIS MEÐ YFIRBURÐUM — Gæði íslenzks grænmetis eru með yfirburðum miðað við það sem flutt er inn, sagði Þor- valdur. Það hefur þynnra hýði, er bragðmeira og betra. Aftur á móti hefur lítið verið flutt út af því nema eitthvað til Fær- eyja og Grænlands. Samkvæmt þingsályktunartillögu sem flutt var í fyrra, var skipuð nefnd til þess að kanna möguleika á útflutningi blóma og grænmet- is, en sú nefnd hefur ekki skil- að áliti enn. Verð á grænmeti hér er svip- að og víða í Evrópu, en þar eru sveiflur á verði miklar eftir framboði og eftirspurn. Hér hefur hins vegar verið fast verð fram til þessa með einni und- antekningu árið 1953, þegar til- raun var gerð með að láta verð fara eftir framboði og eftir- spurn, Nú i ár stendur til að reyna þetta að einhverju leyti aftur, og bjóst Þorvaldur við já- kvæðum árangri. — Það tilheyrir hollustu- háttum hverrar þjóðar að borða ávexti, sagði Þorvaldur. Hver maður hefur gott af því að borða ekki alltaf þunga fæðu, en þrátt fyrir að græn- metið sé létt í maga, er það vítamínauðugt og hefur fyrir löngu sannað heilsubótargildi sitt. — Osta og smjörsalan: Ostaneyzlan hefur tekið mikinn fjörkipp — Ostaneyzla hefur aukizt verulega undanfarin nokkur ár og er nú orðin fimm kíló á mann að meðaltali árlega, sagði Óskar Gunnarsson, for- stjóri Osta- og smjörsölunnar. Ostaneyzlan jókst lítið síðasta áratug en fyrir þrem árum tók hún verulega við sér og hefur aukizt um 40 til 45% á þeim tíma. Nú eru framleiddar á milli 20 og 30 ostategundir, sem skiptast í þrjá meginflokka. Fyrst eru svokallaðir fastir ost- ar, mest 30 og 45% mjólkur- ostar og selst sá flokkur bezt. Þá koma mysuostar og loks smurostar. Ostarnir eru gerðir eftir erlendum hugmyndum að mestu leyti, og standast fylli- lega samanburð við erlenda. OSTAFRAMLEIÐSLAN MISMUNANDI Ostaframleiðslan er tals- vert mismunandi frá ári til árs, og fer sveiflan eftir árferði og mjólkurmagni. í fyrra voru framleidd um 900 tonn af ost- um og er það eitt mesta osta- framleiðsluárið. Nokkuð er flutt út af ostinum, en þar sem ostaverð er svipað hér og er- lendis, eru greiddar útflutn- ingsbætur á ostinn svo að hann sé á sambærilegu verði við er- lenda, þegar hann er kominn á markað þar. Aðallega er flutt út til Svíþjóðar og Bandarikj- anna. Engir ostar eru fluttir hér inn. Ostar eru dýrir í framleiðslu og þarf t. d. að geyma þá í a. m. k. þrjá mánuði áður en peir fara á markað, til þess að þeir fái teljandi bragð, en ostar verða sterkari eftir því sem þeir eru geymdir lengur. Að undanförnu hefur verið reynt að merkja osta eftir styrkleika, sem fer eftir geymslutíma, og sagði Óskar að fólk tæki því vel. Við það hefur komið í Ijós, að unglingar vilja fremur daufa osta, en fullorðið og eldra fólk þá sterku. Þá er fjölbreytnin dýr á svo litlum markaði sem hér, en Óskar sagði hana nauð- synlega og væri stefnt að því að auka hana. Þá er framleiðsl- an aldrei stöðug, þar eð sveifl- ur í mjólkurframleiðslu ráða algerlega ostaframleiðslunni. SMJÖRFJALLIÐ HORFIÐ Nú er smjörfjallið fræga horfið nema hvað eftir eru 250 FV 6-7 1972 43

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.