Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1972, Page 55

Frjáls verslun - 01.07.1972, Page 55
Sælgæfisgerðin Freyja: Sælgætislðnaðurinn á tímamótum — Sælgætisiðnaðurinn er nú á miklum tímamótum, sagði Viggó Jónsson, forstjóri Sæl- gætisgerðarinnar Freyju, og ég get ekki séð fram á annað en mikinn samdrátt í íslenzkri sæl- gætisgerð, þegar erlent sælgæíi fer að flæða inn á markaðinn á sambærilegu eða lægra verði en það ísienzka. — Erlenda sælgætið er nú tollað um 100%, sagði hann, og þar af er verðskattur 70%, og á sá tollur að fara stig lækkandi fram til ársins 1975. Á móti á að lækka toll af hráefni til okk- ar framleiðenda, en hann er núna 10 til 15%, þannig að það verður aldrei hægt að lækka hann eins mikið og verðskatí- inn á innflutta sælgætinu. AUÐVELDAST AÐ SNÚA SÉK AÐ INNFLUTNINGNUM — Af þessu sést, sagði Viggo, að auðveldast verður að snúa sér að innflutningnum, og höf- um við nú þegar tryggt okkur nokkur sælgætisumboð og er- um byrjaðir að flytja inn og hyggjumst auka það veruiega a næstu árum. Hins vegar er það svo með þennan innflutning, sem leyfður hefur verið, að við sælgætisframleiðendur, sem eigum stórfelldan samdrátt yf- ir höfðum okkar, virðumst ekk- ert ganga fyrir við veitingar innflutningsleyfa, þrátt fyrir að við búum einnig yfir ára- tugagömlu og reyndu dreifing- arkerfi. Sælgætisgerðin Freyja er sú elzta hér á landi, stofnuð árið 1917, og starfa þar nú um 40 manns. Það er ekki aðeins að sælgætisframleiðendur hafi fengið skæðan keppinaut þar sem innflutningurinn er, held- ur hefur framleiðslukostnaður- inn aukizt verulega upp á síð- kastið. Þannig sagði Viggó, að ákveðið magn, sem kostaði 600 þúsund krónur í framleiðslu í fyrra, kostaði 750 þúsund í framleiðslu nú, en samt þýddi ekkert að' hækka verðið, því þá væri það orðið hærra en á því erlenda. SÆLGÆTISNEYZLAN MJÖG HÁÐ EFNAHAGNUM Sælgætisneyzla fer vaxandi hér á landi, en hún er mjög háð efnahag fólks. Sælgætið er eitt hið fyrsta, sem fólk lætur á móti sér, þegar kaupgetan minnkar. Viggó bjóst við mikl- um samdrætti í sælgætisiðnað- inum hér, eina von verksmiðj- anna væri að fara inn á eitthvað þröngt sérsvið og framleiða ein- hverjar vörur, sem ekki væru framleiddar annars staðar. Varðandi hollustu eða skað- semi sælgætisáts sagði Viggó, að sér virtist oft á fólki sem allt gott hlyti að vera skaðlegt. Þetta væri rangt, því að t. d. súkkulaði væri mjög hollt, hefði litla fyrirferð, og mikið næringargildi, enda notuðu fj allgöngumenn það mikið og flugkappinn Lindberg át exk- ert annað en súkkulaði á ferð sinni yfir Atlantshafið og er ekki annað að sjá en honum hafi orðið vel af, því að hann er nú æðsti maður flugmála- stofnunar Bandaríkjanna! -—- VÍN SKAL TIL VINAR DllEKKA ER HANUBÓK UM V í \ OG VÍAULÖNDUK FÆST í NÆSTU BÓKAVERZLUN FV 6-7 1972 47

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.