Frjáls verslun - 01.07.1972, Blaðsíða 57
Ölgeröin Egill Skallagrímsson:
01 og gos ekki lengur lúxusvara,
heldur vanavara
— Neyzla gosdrykkja fer mjög
vaxandi um allt land og virðist
vera sem fólk líti ekki lengur
á gosdrykki sem Iúxusvöru
heldur fremur vanavöru, sagði
Tómas Tómasson framkvæmda-
stjóri Ölgerðarinnar Egils
Skallagrímssonar.
Verksmiðjan framleiðir nú
um 15 tegundir öls og gos-
drykkja, og fer neyzla allra
tegunda vaxandi. Verksmiðj-
an getur nú tappað á 1200
flöskur á klukkutíma, en þrátt
fyrir það hefur hún vart undan,
þegar mest er að gera, sem er á
sumrin. Þá er framleitt 15 til
20% meira en á veturna. Að
öðru leyti eru litlar sveiflur í
neyzlunni nema hvað hún er
nokkuð mismunandi á hverjum
stað fyi'ir sig eftir árstíðum,
sem þá er gjarnan í tengslum
við breytt og tímabundið at-
vinnuástand, svo sem vertíðina.
Tómas sagði, að þessar sveiflur
sköpuðu óveruleg vandamái,
því að reynzlan væri búin að
leiða í ljós, hvernig þær fæiu
um landið og kæmu þær því
ekki á óvart.
FJÖLBREYTNIN DÝR
Varðandi þessa miklu fjöl-
breytni í framleiðslunni, sagði
Tómas, að hún væri að vísu
nokkuð dýr, en að sama skapi
nauðsynleg til þess að geta veitt
góða þjónustu. Smekkur manna
væri óendanlega fjölbreyttur.
Verð gosdrykkja og öls hér
er samt sem áður svipað eða
lægra en víðast erlendis og
taldi Tómas það í rauninni oro-
ið of lágt, þar sem framleiðslu-
kostnaðurinn hefði vaxið gíf-
urlega að undanförnu, en gos-
drykkirnir mjög óverulega.
Gosdrykkjaframleiðendur fóru
fram á verðhækkun til sam-
ræmis við kostnaðarhækkan-
irnar, en fengu ekki nema ht-
inn hluta þess.
NÝJUNGAR ALLTAF
í ATHUGUN
Tómas sagði, að engar sér-
stakar nýjungar væru á næst-
unni þótt ýmsar hugmyndir
væru alltaf á döfinni, því aldr-
ei væri lagt út í neitt nýtt fyrr
en að þaulathuguðu máli, bæði
með hliðsjón af eðli drykkjar-
ins og fjármálahliðinni. Öllu
öli og gosdrykkjum hjá Agli
Skallagrímssyni er enn tappað
á glerflöskur, og bjóst Tómas
við að svo yrði í framtíðinni,
a. m. k. væri ekki enn komið
neitt það fram sem leyst gæti
þær af hólmi, þótt ýmislegt
hefði verið reynt og notað,
— Ölgerðarmenn eru ekki
hrifnir af plasti eða blikkum-
búðum, auk þess sem mikið
rusl skapast af þeim, en fóik
geymir frekar flöskurnar og
selur, segir Tómas. í fyrrasum-
ar hvatti ölgerðin ferðafólk til
þess að kasta ekki flöskunum
á víðavangi, heldur skila þeirn
og gaf það góða raun í tvenn-
um skilningi, minni verðmæti
fóru í súginn og landið varð
hreinna á eftir.
Varðandi skaðsemi gos-
drykkja, sagði Tómas, að það
væri tómt mál að tala um, peir
væru allir næringarríkir og
væru margir hinir mestu heilsu-
bótardrykkir.
Efnagerðin Valur:
Samkeppni við innflutning
erfið
„Samkeppnisaðstaðan er mjög
erfið,“ sagði Friðþjófur Þor-
steinsson, forstjóri efnagerðar-
innar Vals. Það er ekki einung-
is, að við séum ekkert tollvernd-
aðir þrátt fyrir að um íslenzk-
an iðnað sé að ræða, heldur
gengur erfiðlega að fá nauðsyn-
leg lán, svo að innflytjendur,
sem keppa við okkur, hafa full-
komna samkeppnisaðstöðu.
Efnagerðin Valur er einhver
sú stærsta hér á landi og fram-
leiðir m. a. margar tegundir
sultu, saft, djús, íssósur, marmi-
laði, remolaði, búðinga, l^rydd
og fleira. Verð á þessum vörum
er ýmist svipað eða heldur
lægra en á sambærilegum inn-
fluttum vörum.
FÓLK VELUR ÍSLENZKT
Þrátt fyrir óverulegan verðmis-
mun, sagði Friðþjófur, að
FV 6-7 1972
49