Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1972, Qupperneq 71

Frjáls verslun - 01.07.1972, Qupperneq 71
Tölvur verða œ útbreiddari til daglegrar notkunar á fjölmörgum starfssviðum. beiðnir og úrvinnsla úr rannsóknum, einnig sjúkl- ingabókhald ásamt tilheyr- andi sjúkdóma-statistik fyr- ir stærstu sjúkrahúsin í Reykjavík. Reyndar er notkun tölvu í sjúkrahúsum alls ekki ein- skorðuð við ofannefnda þætti. Þar sem söfnun gagna í tölvu hefur staðið lengi, hefur safnazt saman mikið upplýsingamagn um heilsu- far einstaklinga, sem sjúkra- húslæknar geta notað við seinni innlagningar sömu einstaklinga til að flýta og auðvelda sjúkdómsgreiningu og meðferð. TÖLVUR OG BANKAR. Þróunin hefur orðið sú í starfsemi banka, að fjöldi daglegra færslna hefur vax- ið hröðum skrefum. Mest hefur aukningin orðið í út- gáfu ávísana, en einnig má nefna víxla og í seinni tíð gíróseðla. Það er bæði tímafrekt og mikið nákvæmnisverk að koma hverri færslu heim á sinn reikning, og tryggja þarf að ailt stemmi að kvöldi. Einnig skal reikna vexti, skrifa reikningsyfir- lit og fleira. Tölvur hafa í mjög ríkum mæli orðið til þess að flýta fyrir öllum þessum störfum og bæta þjónustu bankanna við viðskiptamenn sína. Skrár yfir viðskiptareikn- inga eru geymdar á segul- böndum eða seguldiskum. Færslur dagsins eru færðar á gataspjöld og síðan sér tölvan um að færa á reikn- inginn, reikna vexti, skrifa dagbækur, skrifa aðvaranir um yfirdregna reikninga, gera viðvart um ýmsar skekkjur, t.d. röng reikn- ingsnúmer. Við þessi verk og ýmis önnur eru IBM vél- ar notaðar í bönkum, hér á landi sem annars staðar. Víða erlendis tengja stórir bankar saman öll útibú sín í eitt fjarvinnslunet, sem stjórnað er frá tölvumiðstöð. Hver einasta færsla í hvaða útibúi sem er er þá skráð í miðstöðinni um leið og hún á sér sér stað. Frá þessu er svo kannski ekki svo ýkja stórt skref yf- ir í hugmyndina um hið peningalausa samfélag, þar sem menn hugsa sér allar stofnanir, er með verðmæti fara, tengdar við eina tölvu- miðstöð. Þar mundi hver borgari eiga sinn reikning og gegn framvísun einkenn- isspjalds gæti hann fengið úttekt sína í mjólkurbúð- inni, happdrættisvinninginn eða andvirði bíómiðans millifært milli viðkomandi reikninga. TÖLVUNOTKUN FLUGFÉLAGA. Eins og kunnugt er hefur fjöldi flugfarþega hraðauk- izt síðustu árin. Óhætt er að fullyrða að ekki hefði verið hægt að meðhöndla þennan aukna farþegafjölda hag- kvæmlega án tölvutækni með fjarvinnslu. Stóru flugfélögin hafa nú flest endastöðvar út um all- an heim sem tengdar eru með beinu fjarskiptakerfi í tölvumiðstöð þeirra, sem sér svo um alla farskráningu. Þannig samræmast söluað- gerðir allra aðila og mið- stöðin veit ætíð um rýmið á hverju einstöku flugi fé- lagsins. Það IBM kerfi, sem flest þessara félaga nota í einhverri mynd, nefnist International Programmed Airlines Reservation Syst- em. Þess má geta að Loftleið- ir í Reykjavík eru með far- skráningarkerfi á gatspjöld- um. Úrvinnsla fer fram í IBM tölvu, og er þetta eitt viðamesta gagnavinnslukerfi hérlendis. TÖLVAN OG PAKKHÚSIÐ. Það er svo um mörg fyr- irtæki, að verulegur hluti eigna þeirra liggur í vöru- birgðum. Birgðirnar hafa tilhneigingu til að vaxa ár frá ári, jafnvel hlutfallslega örar en salan. Stækkandi og of stór lag- er bindur fjármagn, kostar vexti af því, útheimtir auk- ið geymslurými og síðast en ekki sízt stóreykst hætt- an á rýrnun og úreldingu. í mörgum tilvikum kemur í ijós, að birgðakostnaður nemur allt að 25% af kostn- aðarverði vörubirgða. Til þess að komið verði við hagkvæmari birgða- stjórnun, þarf að vinna á stuttum tima úr miklu magni upplýsinga. Birgða- sölu- og innkaupaskýrslur þurfa að vera ferskar, sýna ástandið eins og það er en ekki eins og það var. FV 6-7 1972 63 L
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.