Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1972, Side 15

Frjáls verslun - 01.08.1972, Side 15
Auglysmgar: Sex fyrirtæki hafa pantað auglýsingar við Þróttarvöllinn f sumar féllst borgarráð á að veita Knattspyrnufélaginu Þrótti heimild til að setja upp auglýsingaspjöld við íþrótta- svæði sitt við Sæviðarsund. Er nú unnið að undirbúningi slíkra auglýsinga fyrir sex fyr- irtæki, sem ptantað hafa pláss til eins árs. Samkvæmt upplýsingum Guðjóns Oddssonar, formanns Þróttar, eru það 20 lengdar- metrar, sem notaðir verða fyr- ir auglýsingaspjöld nú í byrj- un og er gjaldið fyrir hvern metra kr. 2500 yfir árið. Verða fyrirtækin sjálf að láta útbúa auglýsingarnar, en Þróttar- menn hafa sett upp grind fyrir þau og munu annast uppsetn- ingu spjaldanna. Flugfélag íslands og Málning h.f. verða með stærstu auglýs- ingarnar fyrst um sinn. Þær verða 4 metrar á lengd og 1 Vá metri á hæð. Hafa mörg fyrir- tæki sýnt málinu áhuga og verða fyrstu auglýsingarnar settar upp fyrir veturinn. Ahrifamikið FYRIR MERKISVÖRUR. Auglýsingastofa, sem FV hafði samband við, taldi, að slík spjöld við knattspyrnuvelli einstakra félaga gætu vel reynzt áhrifamikil í auglýs- ingaskyni einkum fyrir merkis- vörur svonefndar, þar sem tegundarheitið er meginuppi- staða auglýsingar. Þessi gerð auglýsinga krefðist hins vegar mikils eftirlits og umhirðu og væri ekkert óæskilegra fyrir viðkomandi fyrirtæki en spjöld þeirra væru látin drabbast niður. HVAÐ GERIR SJÓNVARPIÐ? Eins og sjá má á mörgum íþróttaþáttum erlendum er það ekki sízt sjónvarpið, sem lað- Heildverzlun: Húsnæði Heildar hf. opnað um áramótin Framkvæmdum iniðar vel á- fram við nýbyggingu Heildar h.f. við Kleppsveg, ofan Sunda- hafnar. Heild h.f. eru samtök 19 aðila í hcildverzlunum í Reykjavík, sem þarna reisa sameiginlegt vörugeymslu- og skrifstofuhúsnæði, alls 42.000 rúmmetra. Björgvin Schram, stórkaup- maður, formaður stjórnar Heildar h.f. skýrði FV svo frá, að framkvæmdir við bygg- inguna, sem hófust í septem- ber s.l. væru nokkuð á eftir áætlun en nú liti út fyrir, að fyrstu fyrirtækin gætu flutt inn um áramótin. Félagar í Heild h.f. hafa ver- ið með fyrirtækjarekstur sinn víða um borgina og í misjafn- lega góðu húsnæði. Nú skapast fyrir þá ágætisaðstaða í nýju byggingunni, sem er á mjög ákjósanlegu svæði í grennd við framtíðarhöfn, þar sem Eim- skipafélagi íslands og fleiri skipafélög munu verða með vörugeymslur í framtíðinni. Björgvin Schram sagðist vona, að nauðsynleg þjónustu- L. ar menn til að kaupa auglýs- ingapláss á leikvöngum. Hvort íslenzkir auglýsendur fá með sama hætti tækifæri til að sýna merki sitt er aftur á móti allsendis óvíst. Útvarps- ráð hefur tekið þá afstöðu að útiloka sendingu frá þeim kappleikjum, þar sem leik- menn klæðast búningum með áprentuðum auglýsingum. Sagði Pétur Guðfinnsson, fram- kvæmdastjóri Sjónvarps, að sams konar bann myndi ef- laust gilda um leiki, sem fram færu á völlum, umgirtum aug- lýsingaspjöldum. Þessi afstaða útvarpsráðs væri hins vegar í ósamræmi við þær reglur, er giltu um sýningar mynda frá leikjum erlendis, því að þar væru aug- lýsingarnar oft mjög áberandi. Kvaðst Pétur ekki vita, hver úrslit þessara mála yrðu hjá útvarpsráði. starfssemi eins og pósthús og banki yrðu rekin á þessum slóðum og kvað jafnvel hugs- anlegt, að hún rúmaðist í byggingu Heildar h.f. Húsa- kynni fyrir skrifstofur nema einum fimmta hluta af rúm- máli allrar byggingarinnar en hitt eru vörugeymslur. Alls munu starfa milli 100 og 120 manns í byggingunni, þegar öll starfsemi, sem þar er fyr- irhuguð, er hafin. Heildarkostnaður við þessar framkvæmdir Heildar h.f. verður um 100 milljónir króna. FV 8 1972 15

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.