Frjáls verslun - 01.08.1972, Side 21
Færeyjar:
Vandamál í sambandi
við inngöngu í EBE
i
I
Færeyjar eru hluti danska,
ríkisins en hafa samkvæmt
heimastjórnarlögunum eigið
löggjafarþing, Lögþingið, og
eigin landsstjórn, sem geta í
ýmsum málaflokkum sett lög
fyrir Færeyjar og framkvæmt
þau.
Lögþingið og Iandsstjórnin
hafa aftur á móti ekki umboð
til að fara með utanríkismál
Færeyja. Þess vegna verður
þjóðþingið danska að fjalla um
mál eins og inngöngu Fær-
eyja í Efnahagsbandalag Ev-
rópu.
Þar eð innganga Færeyja í
EBE myndi hafa í för með sér
verulegar breytingar á málum,
sem heimastjórnin hefur sjálfs-
ákvörðunarrétt í, hefur danska
ríkisstjórnin nú átt marghátt-
aðar viðræður við Færeyinga
um hin ýmsu vandamál í sam-
bandi við aðildina að Efnahags-
bandalaginu. Danska stjórn-
in hefur frá upphafi lýst því
yfir, að ekki verði tekin á-
kvörðun um samband Færeyja
við EBE nema að fengnu sam-
þykki færeysku stjórnarinnar.
FÁ EINKARÉTT Á
12 MÍLUNUM í 10 ÁR.
Vegna mikilvægis fiskveiða
fyrir afkomu Færeyinga hafa
fulltrúar Dana og ráðamenn
EBE náð samkomulagi um að
fiskveiðar innan 12 mílna land-
helgi Færeyinga verði aðeins
heimilaðar Færeyingum sjálf-
um. Þetta fyrirkomulag á að
gilda fyrst um sinn í tíu ár
frá 1. janúar 1973. Þá hefur
náðst samkomulag um, að þeg-
ar þetta tímabil er útrunnið
verði sérstakt tillit tekið til
þeirra, sem eiga mikilla hags-
muna að gæta í fiskveiðum
með ströndum fram. Þetta
segja Danir, að eigi einkum
við um Færeyjar og Grænland
og sé það skilningur Dana og
fulltrúa Efnahagsbandalagsins,
að sérstakar reglur til að
tryggja hagsmuni sjávarútvegs-
ins í Færeyjum verði látnar
gilda áfram eftir 1. janúar
1983.
MEGA VEIÐA í LAND-
HELGI HVER HJÁ ÖÐRUM.
Meginreglan í fiskimála-
stefnu EBE er sú, að fiskiskip
frá öllum aðildarríkjunum
megi veiða innan landhelgi
þeirra allra. í reglum banda-
lagsins er aðeins gert ráð fyrir
möguleika á undanþágum á 10
ára tímabili og þá miðað við
takmarkaðar veiðar innan 6
mílna landhelgi á þeim svæð-
um, þar sem fólk á sérstak-
lega mikið undir sjávarútvegi
komið. Þess vegna telja Danir
sig hafa náð mjög hagstæðum
samningum fyrir Færeyjar og
Grænland með viðurkenningu
á 12 mílna landhelginni.
Á MÓTI STÆRRI
LANDHELGI.
Efnahagsbandalagið leggur
ríka áherzlu á að banna aðild-
arlöndum sínum að færa út
fiskveiðilögsögu með einhliða
aðgerðum, þannig að hlutur
aðildarríkja sé skertur. Á
þessum grundvelli hefur EBE
tekið mjög neikvæða afstöðu
til útfærslu íslenzku landhelg-
innar.
En vegna útfærslu íslenzku
landhelginnar og hugsanlega
annarra landa líka kann afli
Færeyinga að minnka svo, að
nauðsynlegt verði að íhuga
mjög alvarlega frekari út-
færslu á færeysku landhelg-
inni. Slíkar ráðstafanir myndu
mæta mikilli mótstöðu frá :
EBE. Af þessari ástæðu hafa
Færeyingar fengið 3 ára um-
þóttunartíma eftir inngöngu
Danmerkur í bandalagið til að
taka endanlega ákvörðun um
hvort þeir óski raunverulega
að verða samferða Dönum.
Vilji Færeyingar standa utan
bandalagsins, á ráðherranefnd
EBE að fjalla um málið með
það fyrir augum að finna lausn
á þeim vandamálum, sem Dan-
mörk og Færeyingar standa þá
frammi fyrir. Er þá aðallega
haft í huga, að gerður verði
sérstakur samingur, sem veiti
Færeyingum viss hlunnindi í
fisksölumálum á bandalags-
svæðinu þó að þeir standi sjálf-
ir utan EBE.
í viðræðum við Efnahags-
bandalagið hafa nokkur önnur
vandamál Færeymga verið til
umræðu. Þar á meðal er opin-
ber stuðningur við sjávarút-
veginn og fisksöluna. Það ylli
Færeyingum miklum erfiðleik-
um, ef þeir ættu að hlíta regl-
um bandalagsins í þeim efnum.
Sama máli gegnir um ríkis-
styrk sem veittur er til að
tryggja nauðsynlega mjólkur-
framleiðslu í Færeyjum. •
FV 8 1972
21