Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1972, Side 23

Frjáls verslun - 01.08.1972, Side 23
V-Þýzkaland: Þungur róður fyrir Willy Brandt Ovissa ríkjandi um úrslit kosninganna í desember Verulega hefur þótt draga úr líkum fyrir því, að Willy Brandt verði áfram kanzlari Vestur-Þýzkalands að afstöðn- um þingkosningum sem lík- legt er að fari fram í vetur. Nýleg skoðanakönnun sýndi, að 45% kjósenda í landinu telja Ra.iner Barzel, leiðtoga kristilega demókrata, líklegast- an til að gegna hinu þýðing- armikla embætti í stjórnar- forystu í Bonn. Barzel hefur orðið bjartsýnni með degi hverjum undanfarið enda töldu aðeins 39% kjósenda, að sósíal- demókratar undir forystu Brandt gætu unnið kosningarn- ar, sem nú eru framundan. Etta Schiller, eiginkona Karls Schillers, fyrrverandi efnahagsmálaráðherra, sem sagði skilið við ráðuneyti Brandts fyrir nokkru, lét hafa það eftir sér, að úr því Brandt hefði ekki áhuga á félagsskap við þau hjónakornin geti vel svo farið að þau sláist í hóp- inn með Barzel og hans mönn- um. SKEMMDARVERKAMENN OG SVIKARAR. Schiller, sem sagðist hafa orðið fyrir barðinu á skemmd- arverkamönnum og svikux'um, hefur enn ekki fylgt ráðum konu sinnar um að skipta um flokk. En ákvörðun hans um að segja af sér ráðherra- embætti þykir dæmigei'ð fyrir það ástand, sem nú ríkir meðal nánustu samstarfsmanna Brandts. Liðhlaupar úr röðum stuðningsmanna stjórnarinnar á þingi hafa gjöreyðilagt þann 12 atkvæða meirihluta, er stjórnin hafði í byrjun, þannig að nú hafa stjórn og stjórnar- andstaða nákvæmlega 248 at- kvæði hvor, svo að ástandið er gjörsamlega vonlaust. Þess vegna eru líka kosningar fyr- irhugaðar í Vestur—Þýzka- landi ári fyrr en lög gera ráð fyrir. Þessi þróun hófst með ó- ánægju nokkurra þingmanna, er töldu að Brandt gengi of langt til móts við óskir Sovét- manna í stefnu sinni gagnvart Austur-Evrópuríkjunum. Þessi stefna, eða Ostpolitik Brandts, er þó ekkert deilumál lengur meðal Vestur-Þjóðverja. Jafn- vel stjórnarandstaðan hefur næstum gleymt henni. Aðal- ástæðan fyrir vaxandi óvin- sældum Brandts eru verðhækk- anirnar að undanförnu. ÓTTAST VERÐBÓLGUNA. Helmut Schmidt, fyrrverandi varnamálaráðherra, sem tók við embætti Schillers, hefur nú fengið það verkefni að lægja verðbólguöldurnar fyi’ir kosn- ingarnar í vetur. Fyrstu yf- ii’lýsingar hans hafa þó síð- ur en svo dregið úr meðfædd- um kvíða Vestur-Þjóðverja fyr- ir voðanum af verðbólgunni. Þá grunar nú þegar, að Schmidt hafi engin ráð á tak- teinum. Þeir vita líka fyrir víst, að stjórn Brandts hefur engan áhuga á né getu til að leggja fram fjárlög fyrir 1973. Getuleysið stafar af því að meirihluti er ekki fyrir hendi í þinginu til að fá þau sam- þykkt og tregðan á rætur sín- ar að rekja til þess að fjárlög munu óhjákvæmilega leiða í Ijós mjög verulega og óvinsæla hækkun útgjalda. Nú er líka öllum ljóst, afhverju Karl Schiller hætti. Honum tókst ekki að fá Brandt og ríkis- stjórn hans til að fallast á lækkun á útgjöldum hins opin- bera til þess að koma í veg fyrir stórfelldar skattahækkan- ir. EINS OG RIBBALDAR Á MIÐÖLDUM. Kosningabarátta Brandts mun hefjast eftir sumarleyfi þingsins, standa í 60 daga og megináherzla verður lögð á gildi samningana við Austur- Evrópuríkin og félagslegar framfarir. Stjórn Austur- Þýzkalands hefur þó gert Brandt erfitt um vik nýverið, þar sem hún hefur greinilega Framh. á bls. 27. FV 8 1972 23

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.