Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1972, Síða 27

Frjáls verslun - 01.08.1972, Síða 27
byrjun, en kostnaður og um- stang við undirbúning dag- skrárþátta fyrir heyrnarlausa hefur valdið miklum erfiðleik- um. Þættir ætlaðir efnalitlum gamalmennum hafa þótt tak- ast öllu betur en hafa þó reynzt of fjárfrekir. Ýmsir á- hugamannahópar um stjórn- mál og trúmál virðast ætla að verða fastir liðir á dagskrá. Samtök útlaga, sem kalla sig „Vini Haiti“ og félög japan- skra og ítalskra innflytjenda hafa notað sér almenningsdag- skrá sjónvarpsins. Ungir kvikmyndagerðar- menn hafa lagt athyglisvert framlag til almenningssjón- varps. Þeir gera ekki kröfu til stórra áhorfendahópa en geta sent út bréf eða hringt til að vera vissir um að hinir fáu, réttu aðilar horfi á. Einstakir menntamenn, listamenn og góðborgarar vilja gjarnan koma fram í sjónvarpi — svo er einnig um sálmasöngvara, gagnrýnendur, blökkumanna- leiðtoga, gamanleikara og pró- fessora. GÓÐUR ÁRANGUR í BOSTON. í Boston hefur almennings- sjónvarpið einna bezt sannað kosti sína. Þar er rekin af- bragðsgóð sjónvarpsstöð, WG BH, sem er „venjuleg“ stöð að því leyti að hún sendir út þráðlaust. Þessi stöð hefur veitt hinum almenna borgara ráðstöfunarrétt á vissum hluta dagskrártíma síns. Á hverju kvöldi er önnur rásin af tveim- ur, sem stöðin ræður yfir, not- uð fyrir dagskrána „Catch 44“ í hálfa klukkustund. Flestir þættirnir eru sendir út beint og þar eð hæfni starfsmanna þessara stöðvar er mikil, upp- tökusalir stórir og tækin full- komin, eru dagskrárþættir al- mennings þarna öllu líflegri en gerist í New York. Starfsfólk- ið leiðbenir þeim, er þess óska og leggur til stjórnanda fyrir umræðuþætti. Hjá stöðinni er fernt á bannlista: betl eftir peningum, klám, hvatning til ofbeldisverka og árásir á ein- staklinga. Hjá þessari stöð koma reglu- lega fram fulltrúar hinna margvíslegustu félaga og sam- taka svo sem fjölskyldna er vilja ættleiða börn af öðrum litarhætti, trúarhópa, þjóðern- issinna og kynvillingasamtaka Bostonborgar svo að dæmi séu nefnd. EKKI FULLMÓTAÐ ENN. Almenningssjónvarpið verð- ur sennilega ekki að fullum veruleika nema samvinna tak- ist við þær sjónvarpsstöðvar, sem ráða yfir öllum nauðsyn- legum tækjum og telja sig fyrst og fremst eiga að sinna menningarlegri þjónustu við fólkið og ennfremur þráðsjón- varpið, er veitir betri mynd- gæði með sendingu á streng og nær auk þess til mjög á- kveðinna þröngra áhorfenda- hópa. Á þessu stigi getur eng- inn fullyrt, hvort reglur fjar- skiptanefndarinnar geti sem slíkar knúið þráðsjónvarpstæk- in til að veita almennum borg- urum fullnægjandi aðgang að sjónvarpinu sem fjölmiðli í flestum stærstu borgum Banda- ríkjanna. Yfirvöld viðkomandi staða kunna að verða að taka á sig ábyrgð í því skyni að setja ákveðnari reglur um út- sendingar stöðvanna, er starfa innan lögsagnar þeirra. Þungur róður... Framh. af bls. 23. gengið í berhögg við ákvæði nýju samninganna varðandi ferðalög íbúa V—Þýzkalands til Austur-Þýzkalands. Þetta hefur Vestur-Þjóðverjum gram- izt mjög, og ásakanir stjórn- arandstöðunnar um að Brandt hafi samið af sér þegar hann gerði samkomulagið við komm- únistaleiðtogana í Austur- Þýzkalandi, hafa rifjazt upp fyrir mönnum. Þetta veldur sósialdemókröt- unum áhyggjum og ekki síður framferði sumra þeirra eigin flokksmanna, sem eru lítið annað en harðsvíraðir komm- únistar. Conrad Ahlers, innan- ríkisráðherra, sagði fyrir skömmu. að aðferðirnar, sem hinir herskáu meðlimir ung- mennasamtaka sósialdemó- krata beittu í viðtölum við væntanlega frambjóðendur flokksins væru „lítið frá- brugðnar þeirri yfirheyrslu- tækni, sem beitt var af ribb- öldum á miðöldum.“ Það væri líka „erfitt að finna mun á þeim og kommúnistum“, sagði Ahlers. Helmuth Schmidt, sem kem- ur næst Brandt að vinsældum af forystumönnum flokksins, hefur líka varað við hamagangi Rcáner Barzel. Verður hcmn ncesti kanzlari V estur-Þýzkalands? vinstra armsins, því að hann muni fæla miðstéttirnar frá fylgi við flokkinn. En það voru einmitt þær, sem tryggðu sig- ur Brandts síðast. Brandt virðist vera „lamaður af að- gerðarleysi“ eins og einn sam- starfsmanna hans hefur orðað það. VANTRAUST FYRIR KOSNINGAR? Þegar Brandt lætur loks til skarar skríða verður hann að fara mjög gætilega, Stjórnar- andstaðan gæti tekið upp á því að bera fram tillögu um vantraust og koma honum frá völdum fyrir kosningar, sem yrði bæði niðurlægjandi fyrir Brandt og einkar óheppilegt fyrir stjórnarandstöðuna, sem þá stæði í kosnngarbaráttu við sósíaldemókrata sem hvern annan stjórnmálaflokk en ekki leiðandi afl í ríkisstjórn. Eitt atkvæði til viðbótar á þingi myndi gera stjórnarand- stöðunni þetta kleift. Þess vegna bíða menn þess með eft- irvæntingu að sjá hvort Karl Schiller heldur ennþá tryggð við flokksbræður sína eða hvort hann lætur undan áeggj- unum hinnar framgjörnu eigin- konu sinnar. FV 8 1972 27

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.