Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1972, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.08.1972, Blaðsíða 31
MÁLFLUTNINGURINN EKKI SANNFÆRANDI. Mér er engin launung á því, að mér hefur ekki fundizt mál- flutningur verzlunarinnar mjög sannfærandi, enda árang- urinn eftir því. Honum verður að breyta, bæði að formi og efni. SÍagorð um frjálsa verzl- un duga aðeins að því marki, sem á við um afnám innflutn- ingshafta, gjaldeyrisskömmtun- ar og kvótakerfis, en ekki þeg- ar um er að ræða frjálst verð- lag og álagningu, eða eftirlit með nringamyndun og einok- unaraðstöðu. Almenningur ótt- ast enn fullkomið frjálsræði í verðlagsmálum og neytendur gera kröfu til einhvers konar verðlagseftirlits. Og neytendur gætu sannarlega sjálfir orðið virkt eftirlit og aðhald, ef áhrif þess verða tryggð. Verzl- unin sjálf þarfnast lagasetning- ar gegn samkeppnishömlum og einokunaraðstöðu, eins og dæmin sanna hér á landi. Að mínu viti yrði slíkt neyt- endaeftirlit og lagasetning til styrkar frjálsri verzlun, eins og hún getur bezt orðið. En um leið skulum við viður- kenna að frelsinu í hugtakinu „frjáls verzlun“ eru ýmis tak- mörk sett, sem þarfnast út- skýringa og viðurkenningar. Annað dæmi vil ég leggja áherzlu á. Barátta verzlunarinnar snýst ekki um hagnað einstakra manna eða fyrirtækja, heldur eðlilegan rekstrargrundvöll og hagkvæmasta fyrirkomulagið fyrir neytendur. Að þessu leyti hefur málflutningur kaup- sýslustéttarinnar borið of sterkan keim hagsmunabarátt- unnar, stundum sérhagsmun- anna, án tillits til þeirrar þjóð- félagslegu nauðsynjar, sem frjáls verzlun og heilbrigð samkeppni verða að teljast. FRUMKVÆÐI VERZL- UNARINNAR SJÁLFRAR. Ef barátta verzlunarinnar fyrir bættum hag og betri stöðu, á að ná árangri, til þess að hún geti þjónað hlutverki sínu í þágu neytenda, þá er að sjálfsögðu frumskilyrði, að neytendurnir sjálfir, fólkið í landinu, hafi fullan skilning á og samstöðu með sjónarmiðum verzlunarinnar. Til þess að svo megi verða, þarf verzlunin sjálf að taka sig saman í and- litinu: Samtök verzlunarinnar verða að hafa frumkvæði að því að stinga á kýlum, að veita aðhald og hafa eftirlit með ó- heilbrigðum verzlunarrekstri, koma í veg fyrir verzlunarsvik og fjármálaóreiðu. Slíkt telst ef til vill til undantekninga, en eru þó dæmi, sem setja blett á heildina og spilla áliti þessa atvinnurekstrar. Verzlunin sjálf verður að stuðla að og efla öflug neytendasamtök og sanngjarna og hófsama verð- lagningu, og standa vörð um, að verzlun sé aðeins stunduð eða rekin af þeim, sem hafa aflað sér þekkingar og kunn- áttu. Og verzlunin sjálf verður að ganga á undan í lýðræðisleg um samskiptum við starfsfólk- ið í samræmi við kröfur tím- ans um atvinnu- og fyrirtækja- lýðræði. Meðal þeirra, sem trúa á gildi miðstjórnarvalds og þá stefnu að einstaklingunum sé fyrir beztu, að aðrir en þeir sjálfir taki ákvarðanir um gerðir, þarfir og neyzlu þeirra, — meðal þeirra færist það í tízku, að ræða um samneyzlu, sem er að sjálfsögðu andstaða frjáls og fjölbreytilegs neyzlu- vals. Af þeirra hálfu er nú tal- að um fáar en stórar verzlan- ir, færri og einhæfari vöruteg- undir, allsráðandi verðlagseft- irlit. Áður höfðum við heyrt minnzt á milliliðagróðann, og arðræningjana í kaupsýslu- stétt. VERZLUNIN SKILJI SINN VITJUNARTÍMA. Þessar raddir verða hávær- ari, ef þær fá hljómgrunn með- al kynslóðar, sem lítur neyzlu- þjóðfélagið gagnrýnum augum og kann ekki að meta það efnalega svigrúm, sem einstakl- ingarnir búa við. Barátta verzl- unar, heilbrigðrar verzlunar, er eklti flokkspólitísk, sem um er deilt í hagstjórn og athafna- lífi. Fyrir þá, sem vilja við- halda og helzt auka þetta frjálsræði, hlýtur að vera mik- ilvægt, að verzlunin sjálf skilji sinn vitjunartíma og dragi sjálf réttar ályktanir t.d. af reynslunni af þinginu í vetur. Það er vonlítið fyrir mig, eða nokkurn þann, sem hefur af- skipti af stjórnmálum, og vill verzluninni vel, að breyta á eigin spýtur þeim viðhorfum, sem þar komu fram. Við- brögð alþingis í þessum mál- um eins og velflestum málum öðrum — þau eru ekki upphaf, heldur afleiðing þess andrúms- lofts sem ríkir almennt. ÞAÐ HLAUT AÐ KOMA AÐ ÞVI.... að einhver tæki að sér að sjá um útgáfu félagsblaða eða annarra rita. Nú, í fyrsta sinn, bjóðum við að- stoð þeirra, sem hafa reynzluna. Tökum að okkur að annast útgáfu- starfsemi fyrir félög, félagasamtök og skylda aðila. FRJÁLST FRAMTAK HF., Laugavegi 178, Reykjavík. FRANCH MICHELSEN ÚRSMIÐUR LAUGAVEGI 39 REYKJAVÍK FV 8 1972 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.