Frjáls verslun - 01.08.1972, Side 34
í höfnina en núna er verið
að styrkja hann. Innsiglingin
hér er landsfræg, hin svo-
nefnda renna, sem við í
Grindavík köllum Ósinn. Hann
hefur verið margdýpkaður og
grafinn upp, en upphaflega var
rennan svonefnda grafin á
fjöru með hökum og skóflum
árið 1939.
— Þú nefndir áðan tölur um,
hve bátum hefði fjölgað hér í
Grindavík. En hvað um fjölg-
un mannfólksins?
— í Járngerðastaðahverfi
voru 33 hús um áramót 1923—
24 og fólksfjöldi 260—300
manns. Árið 1940 voru íbúar
Grindavíkur 509, 492 árið 1950
en núna eru þeir 1246, lang-
flestir í Járngerðastaðahverfi.
— Við minntumst áðan á
trillubátaöldina, sem hófst,
þegar vélar voru settar í róðr-
arbátana hér í Grinda.vík. En
hvernig var svo framhaldið á
sögu bátaútgerðarinnar í stór-
um dráttum?
— Já, þegar vélarnar voru
settar í róðrabátana, byrjuðu
menn að byggja yfir báða enda
skipanna. Fyrir stríð byggði
svo Pétur Víglund tvo 12—-14
tonna dekkbáta, Hrönn og
Storm. Um sama leyti voru
stærstu gömlu trillurnar lika
aldekkaðar.
Eftir stíðið komu hingað all-
margir 20—22 tonna bátar,
sem keyptir voru víðs vegar af
landinu, svo sem að norðan og
ofan af Akranesi, þar sem þeir
þóttu þá alltof litlir. Árið 1946
var Útgerðarfélag Grindavíkur
stofnað og Þorvarður Ólafsson
ráðinn framkvæmdastjóri. Fé-
lagið eignaðist þá tvo nýja
báta og gamlan bát af Akra-
nesi. Júlíus Daníelsson keypti
stóran bát, Báruna, sem var
yfir 40 tonn. En hafnarskilyrði
hér voru slík á þeim árum, að
ekki var unnt að gera bátinn
út héðan.
— Hvað segir svo af þér
sjálfum á þessum árum?
— I stríðslokin hætti ég á
sjónum og fór að starfa í
Hraðfrystihúsi Grindavíkur.
Ég var þar bílstjóri og verk-
stjóri og fór til dæmis norður
í land sem slíkur að læra síld-
arsöltun, en fyrsta reknetasíld-
in var söltuð hjá okkur í
september 1944. Hjá frystihús-
inu starfaði ég til ársins 1951,
en árið eftir stofnaði ég Þor-
björn h.f. í samvinnu við fé-
laga mína, þá skipstjórana Sig-
urð Magnússon og Sæmund
Sigurðsson, sem nú eru báðir
komnir í land, og Kristinn Ól-
afsson, vélstjóra.
Við töldum okkur hafa í
sameiningu nokkuð víðtæka
þekkingu á útgerðar- og fisk-
vinnslumálum, og að álitlegt
væri að hefja rekstur fyrirtæk-
is. Sæmundur átti bát og þeir
Sigurður og Kristinn voru eig-
endur að öðrum. Ég hafði hins
vegar fengizt við vinnu í landi
og tókum við yfir 300 fermetra
hús, gamla eign, og settum
þar upp fiskverkun. Fyrstu ár-
in gerðu meðeigendurnir báta
sína út sjálfir, en Þorbjörn
keypti aflann. Þetta breyttist
1954, þegar Þorbjörn h.f. hóf
útgerð sjálfur og var þá líka
farinn að kaupa afla af öðrum
skipum. Árið 1956 létum við
smíða fyrsta skipið fyrir Þor-
björn, þó að erfitt væri að fá
leyfi til slíkra hluta á þeim
tíma. Skipið var 56 tonn, smíð-
að í Friðrikshöfn í Danmörku
og hlaut nafnið Hrafn Svein-
bjarnarson. Á hann hefur allt-
af fiskazt vel, og hefur það
vissulega haft áhrif á okkur
við val á nafni handa seinni
skipum okkar, því síðan hafa
komið Hrafn Sveinbjarnarson
II. og III. og gamla tréskipið,
sem bar nafnið upphaflega,
verið selt og annað komið í
þess stað — með sama nafni.
Þessi skip komu 1960 (100
tonna skip, 1964 (200 tonna
skip) og 1967 (300 tonna
skip). Árið 1961 hugðumst við
kaupa skip í Austur—Þýzka-
landi, en málið þróaðist svo að
við seldum það vestur á Snæ-
fellsnes, þar sem það var nefnt
Skarðsvík og var aflahæsta
skip flotans á síðustu vetrar-
vertíð.
— Hefur uppbyggingin í
landi ekki nokkum veginn
fylgt eftir aukningu í bátacign
fyrirtækisins?
— Eins og ég skýrði frá áð-
an, byrjuðum við að verka fisk
í 300 fermetra plássi. Strax
nokkrum mánuðum seinna
vantaði okkur meira rými. Þá
varð að leysa vandann frá degi
til dags.
Um veturinn gripum við
tækifærið og freistuðum þess
að steypa plan meðan jörð var
frostlaus í nokkra daga. Það
tókst og við vöskuðum mikið
þá næsta sumar og þurrkuð-
um. Á öðru sumri var svo
byrjað að reisa 360 fermetra
hús til viðbótar með risi og
timburlofti fyrir veiðarfæra-
geymslu og skreiðargeymslu.
Það var ekki komið undir þak
um haustið, þegar síldveiðar í
reknet hófust og var þá hús-
tóftin notuð sem söltunarplan
og saltað þar í 5 þúsund tunn-
ur í alls konar veðrum.
Svo um veturinn, þegar síld-
arsöltun lauk og við vorum að
setja þak á húsið og búnir að
selja minnsta bátinn, fórum
við að kvíða fyrir því, að við
fengjum ekki nægan fisk í
verkunina. Úr því rættist þó
bærilega, því að eitt sinn, þeg-
ar ég var að vinnna í nýbygg-
ingunni, birtist þar allt í einu
maður, sem ég hafði aldrei
séð áður, og spurði hvort við
vildum ekki kaupa af honum
fisk á vertíðinni. Þetta var
maður austan af Norðfirði,
Garðar Lárusson, skipstjóri á
Sæfaxa, og eftir þetta lagði
hann upp hjá okkur í 13 ver-
tíðir af tveimur bátum. Tel ég
að það hafi orðið báðum aðil-
um til gagns og samvinnan
mjög ánægjuleg.
— Er það svo, að saltfisk-
verkunin hafi orðið á eftir í
tæknilegum framförum í sam-
anburði við aðrar vinnslugrein-
ar sjávarútvegsins. Eru enn
viðhöfð einhver aldamótavinnu-
brögð í greininni?
— Ég tel, að við hjá Þor-
birni höfum staðið okkur bæri-
lega í því að koma á marg-
víslegum nýjungum í fiskverk-
uninni. Sannleikurinn er sá, að
við vorum knúðir til þess, því
að fólk fældist frá þessari
vinnu, og það þurfti að létta
erfiðustu störfin alveg eins og
í frystihúsunum.
Við vorum með þeim fyrstu,
sem tókum upp færibandakerfi
í saltfiskverkuninni. Flatnings-
vél og hausingavél fengum við
1956, og voru þær með þeim
fyrstu, sem dugðu sæmilega.
Árið 1965 tókum við í notkun
nýtt vinnslukerfi, sem nú er
komið i flestar stöðvar. Það var
hannað af Lofti Loftssyni,
verkfræðingi hjá Sölusambandi
íslenzkra fiskframleiðenda. Nú
er notuð pækilsöltunarkör,
pallar og lyftarar. Saltað er í
körin, umstaflað á pallana
(,,pallíétturnar“) og þeim
staflað upp með lyftunum,
sem létta mjög störfin á marg-
an hátt. Þannig hafa hjól-
börurnar verið leystar af 'hólmi
lí'ka. Það lætur nærri, að 1200
—1400 kíló af fiski upp úr sjó
komist í hvert kar, en nú höf-
um við 200 af þeim í notkun.
Pækilsöltunin er vitaskuld
miklu auðveldari fyrir starfs-
liðið en eldri aðferðir. Hún út-