Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1972, Síða 42

Frjáls verslun - 01.08.1972, Síða 42
FV 8 1972 VIII BLAÐAUKI Verzlun: Vantar tollafgreiðslu I Keflavík - segir Hákon Kristinsson í Stapafelli — Maður býr sig hreinlega undir það, að fyrirtæki hér séu almennt að fara á hausinn. Það kann að vera, að þetta þyki að taka stórt upp í sig en ég Hákon Kristinsson, kaupmaður í sína í Hafnargötu 29. á með þessu við það, hve háð- ir við erum alllir Keflvíkingar afkomu hraðfrystihúsanna og eins og við vitum er allur rekstrargrundvöllur þeirra í stórhættu nú. Þannig tók Hákon Kristins- son, kaupmaður, til orða er FV ræddi við hann, en Hákon er eigandi verzlunarinnar Stapafells í Keflavík. Stapafell var stofnað 1955 og raK fyrst verzlun sína í Hafnargötu 35 á 35 fermetr- um. Fyrir 12 árum var flutt í nýtt húsnæði í Hafnargötu 29, þar sem verzlað er á tveimur hæðum, sem hvor um sig er Stapafelli, fyrir framan verzlun 400 fermetrar. Verzlunarrekst- ur Stapafells byggðist fyrst í stað eingöngu á bifreiðavara hlutum og taldi Hákon, að Stapafell myndi hafa verið ein fyrsta sérverzlun af því tagi utan Reykjavíkur. NÝK SKEMMTISTAÐUR? í verzlun Stapafells í Hafn- götu 29 eru á boðstólum margs konar raftæki, búsáhöld, gjafa- vörur, leikföng og ljósmynda- vörur. Er þetta stærsta verzl- un í Keflavík utan verzlunar Kaupfélagsins. Hinum megin við götuna, í Hafnarstræti 32 hefur Hákon reist nýtt þriggja hæða hús og flutti Stapafell þar inn með varahlutaverzlun sína í september í fyrra. Nýja húsið er alls 1500 fermetrar og var upphaflega teiknað sem skemmtistaður. Mjög erfið að- staða er nú til skemmtana- halds í Keflavík og vill Hákon kanna, hvort hægt sé að ná samvinnu við veitingamann um rekstur 'hússins, en það á að verða tilbúið um áramót. Áfengisútsala er í Keflavik, þannig að búast má við að heimild til vínveitinga fáist fyrir fyrsta flokks skemmti- stað, ef hann verður opnaður í Keflavík án jafnmikilla mála- lenginga og urðu í Hafnarfirði, þegar Skiphóll var opnaður þar. En sem kunnugt er hef- ur Skiphóll einn allra skemmti- staða í nágrenni Reykjavíkur leyfi til vínveitinga, og þó víðar væri leitað, því að fara þarf víst alla leið norður á Akureyri til að finna skemmti- stað með vínveitingaleyfi eins og gerist á dansstöðum í höf- uðborginni. FÓRU í „RÍKIÐ OG VERZLUÐU I REYKJAVÍK. Aðspurður um aðstöðu verzl- unar á borð við Stapafell til samkeppni við sérverzlanir í Reykjavík, skýrði Hákon svo frá, að verzlanir í Keflavík stæðu nú miklu betur að vígi í því efni en áður. Fyrir 15 árum var það algengt, að 8— 10 langferðabílar færu á Þor- láksmessu fullhlaðnir Keflvík- ingum, sem gerðu jólainnkaup- in í Reykjavík. Þó að einka- bílar væru miklu fleiri nú hefði mjög verulega dregið úr innkaupaferðum til höfuðborg- arinnar og ætti opnun áfengis- útsölu í Keflavík líka sinn þátt í því að viðskipti bæjarbúa beindust meira að verzlunum

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.