Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1972, Qupperneq 45

Frjáls verslun - 01.08.1972, Qupperneq 45
FV 8 1972 BLAÐAUKI XI Fríhöfnin: Heildarsalan áætluð 210 milljónir á árinu Fríhöfnin á Keflavíkurflug- velli var opnuð 1958 og eru þeir orðnir margir, sem þar hafa gert mikil og góð við- skipti. Upphaflega verzlaði fríhöfnin aðeins með áfengi og tóbak en verzlunin hefur verið stækkuð og vöruúrval aukið að mun. Auk áfengis og tóbaks <ír hægt að fá þar myndavélar, útvarps- og segulbandstæki, sælgæti, ilmvötn og ýmsar gjafavörur. í fyrra nam salan í Frí- hötnmni tæpum 150 milljón- um króna og var þá aukning- in frá fyrra ári um 44% og er búizt við svipaðri aukningu á þessu ári og rúmlega það. Áætluð sala í síðastliðnum ágústmánuði var um 30 millj- ónir króna og standa vonir til, að árssala þessa árs komist í allt að 210 milljónir króna. Það sem af er þessu ári hefur Fríhöfnin skilað ríkissjóði 15 milljónum króna en horfur eru á, að yfir allt árið verði heild- arskil til ríkissjóðs 39 milljón- ir. Þó er þess að gæta, að Fríhöfnin þarf nauðsynlega að fá nýja vöruskemmu og hefur sótt um heimild til að koma henni upp og ef af þeirri fjár- festingu verður mun hún ekki skila jafnmiklu af sér. AUKIN SALA Á MYNDA- VÉLUM. Nokkrar sveiflur hafa orðið í sölu einstakrar vöru hjá Frí- höfninni. Áfengi og tóbak hef- ur að vísu alltaf haldið sínum hlut en t. d. myndavélasalan datt niður all verulega árið 1967 en náði sér aftur á strik 1971 og stendur nú vel. Til þess að auglýsa þjónustu Frí- hafnarinnar hefur athygli á henni verið vakin við ýmsa útgefendur kynningarrita og er reynt að halda sambærilegu verði við þær fríhafnir er- lendis, einkanlega Shannon, sem reynzt hafa hagstæðar fyr- ir flugfarþega. Eins og kunnugt er geta ferðamenn, sem leið eiga um Keflavíkurflugvöll nú verzlað hvort sem er á leið úr landi eða inn í það. íslendingar nota að sjálfsögðu möguleika til við- skipta i fríhöfninni í umtals- verðum mæli og það ekki síð- ur á leið inn í landið en út. VARA LANDANN VIÐ. íslenzkur feTðamaður má nú verja sem svarar 8000 kr. til innkaupa erlendis og flytja toll- frjálst með sér inn í landið. Er það liður í starfi afgreiðslu- manna Fríhafnarinnar að gera viðskiptafólkinu grein fyrir þessum reglum, t. d. því, að einn hlutur, sem keyptur er, má ekki kosta meira en 75% af þessari upphæð. Þar er lika leiðréttur algengur misskiln- ingur um að fjölskylda, er ferðast saman geti lagt saman t.d. fjórum sinnum 6000 króna heimild sína, og keypt einn hlut að andvirði allt að 24000 krónur. í þessu tilviki gæti fjölskyldan keypt fjóra hluti á mest 6000 krónur hvern í sínu lagi. Börn innan 12 ára aldurs mega ekki flytja inn tollfrjáls- an varning. Til þess að fá keypt áfengi í Fríhöfninni verða menn að hafa náð 21 árs aldri og unglingar innan 16 ára fá ekki afgreitt tóbak þar. Sælgæti má ekki selja neinum fyrir meira en 800 krónur en áfengis og tóbaks- kaup ákveðast af ákveðnu magni, sem kunnugt er. Til þess að leiðbeina viðskiptavininum og koma í veg fyrir brot þeirra á reglum um tollfrjálsan inn- flutning er grein gerð fyrir þessu í Fríhöfninni en upp- lýsingum hins vegar ekki miðl- að til tollyfirvalda um það, hvað hver maður kaupir á leið út úr landinu. Væri það mjög erfitt í sjálfu sér að koma slíku eftirliti við, því að vissulega gæti verið um það að ræða, að viðskiptafólkið væri að kaupa varning til að gefa vinum sínum erlendis og ætlaði ekki að flytja hann inn til íslands aftur. BÍÐA EFTIR HÚSRÝMI. Hjá Fríhöfninni starfa alls 52 menn á meðan mest er að gera og eru þá vaktir allan sólarhringinn. Þó að húsnæðið hafi verið stækkað er þörf á enn mtiri viðbót og hefur Frí- höfnin nú um nokkurt skeið beðið eftir því að fá húsrými, sem Ferðaskrifstofa ríkisins hafði áður til afnota í flug- stöðvarbyggingunni á Kefla- víkurflugvelli. Um álagningu í Fríhöfninni hefur FV ekki tekizt að afla sér viðhlítandi upplýsinga en hins vegar er hver flaska af sterku víni keypt inn á rúmlega 100 krónur og seld með 100% álagningu. Álagn- ing á sigarettum er nokkuð mismunandi, en miðað við að þær séu í þremur verðflokk- um, á $2.50, 2.25 og 1.75 í smásölu hjá Fríhöfninni,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.