Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1972, Page 47

Frjáls verslun - 01.08.1972, Page 47
1 þurfiskverkun Þorbjctmar h.f. heimtir minni saltnotkun, minna geymslurými, en meira rúm fyrir umferðaræðar. Núna eru húsakynnin orðin um 1700 fermetrar, — fyrir fiskvinnslu á tveimur hæðum, þurrfiskverkun á þeirri efri, en helmingurinn fer undir fisk- geymslur. — Þú minntist á þa.S, að fólk hefði verið farið að lýjast á hinum eldri vinnubrögðum í fiskverkun. Hélzt ykkur þá alls ekki á fólki? — Nei, það má ekki skilja það svo. Aftur á móti voru störfin ekki til þess fallin að iaða að nýtt fólk. Við höfum þvert á móti átt því láni að fagna, að sumt af fólkinu heí- ur verið hjá okkur í upp undir 20 ár. Færeyingur, sem kom hingað fyrst 1955, hefur kom- ið á hverju ári upp frá því og annar, sem byrjað samtímis honum, en er nú hættur, send- ir son sinn til okkar nú orðið. — Hvað er það svo mikill saltfiskur, sem árlega er verk- aður hérna hjá Þorbirni og hvað er það mikið miðað við ársframleiðsluna á öllu land- inu? — Á síðustu vetrarvertíð framleiddum við 980 tonn af fullstöðnuðum saltfiski en á vertíðinni 1971 rúm 1200 tonn. Yfir landið allt voru framleidd þá um 30 þús. tonn og fram- leiðendurnir hafa verið þetta 230—260. — Þið seljið allan ykkar fisk í gegnum Sölusamband ís- lenzkra fiskframleiðenda, sem þú ert stjórnarformaður fyrir. Hvert er eðli þeirra? Einkenn- ast þessi samtök ekki meira en lítið af einokunarkenndri sambræðslu, sem vill kveða í kútinn alla tilhneigingu fram- leiðenda til að stunda útflutn- ing upp á eigin spýtur, óháðir SIF eða öðrum? — Þetta eru frjáls samtök framleiðenda, sem enginn er þvingaður til að ganga í. Það hafa heyrzt raddir um það, að samtökin eigi að leggja niður, en þær eru mest frá mönnum utan þeirra. Vissulega hafa komið fram þau sjónarmið, að einstakir framleiðendur telji hag sínum betur borgið utan SÍF en með þátttöku í sam- tökunum. En um síðir hafa menn sætzt og samstarfið ver- ið tekið upp á nýjan leik. Að sjálfsögðu reynum við að sýna fram á, að samvinnan inn- an SÍF sé framleiðendum heillavænlegust. Sannleikurinn er sá, að árið 1932, þegar sölusamtökin voru stofnuð, voru fisksölumálin í mesta ólestri og það bitnaði náttúrulega mest á íslending- um sjálfum. Þá voru menn með fiskinn í höndunum allt árið og þegar vertíð hófst, var enn verið að burðast við að selja birgðir frá þeirri næstu á undan. Menn fóru að bjóða hver niður fyrir annan, og oft seldist fiskurinn svo seint og síðar rneir fyi'ir lágt verð, enda í mjög lélegu ástandi. Því meira sem fiskað var, því meira tapaðist af fjármunum. Fiskheildsalamir suður á Spáni voru þá líka stundum búnir að selja mörgum sömu fiskpartíin vegna algjörs skipu- lagsleysis. íslendingar urðu því fyrstir að ríða á vaðið og stofna sölusamtök, sem Kan- adamenn, Norðmenn og Fær- eyingar ætla nú að taka sér til fyrirmyndar að mér skilst. Ég kom fyrst inn í stjórnar- herbergi SÍF árið 1959, og ef ég lít yfir tímabilið síðan, þá er mest áberandi aukinn og bættur húsakostur og vélvæð- ing í framleiðslunni. Ennfrem- ur saltfiskframleiðsla okkar og annarra þjóða, sem seldu skreið til Nígeríu, vaxið. Einn- ig er það þýðingarmikið, hvað þurrkfiskframleiðslan hefur aukizt aftur. Á þessu ári má búast við, að heildarfram- leiðslan á saltfiski á öllu land- inu verði 35 þús. tonn og þar af 8—10 þús. tonn af þurrfiski. Þetta kemur til af þvi, að Suð- ur-Ameríkumarkaðurinn fyrir þurrfisk hefur opnazt aftur. Fyrir 6 árum var þurrkaði fiskurinn ekki nema 7 % af allri framleiðslunni. Við Helgi Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri SÍF, fórum í mikla ferð um Suður-Ameríku 1968 til þess að hressa upp ál viðskiptasambönd, sem við höfðum haft þar áður. Við gengum um markaðstorgin til að sjá verðlag á helztu mat- vælategundum eins og á eggj- um, nýjum fiski og kjúkl- ingum. Með þessu öfluðum við okkur upplýsinga, sem hafa komið að góðu haldi við á- kvörðun verðlagsstefnu okkar hér heima. Við komumst líka að því í þessari ferð, að íslenzkir fram- leiðendur höfðu alltaf verið að þurrka fiskinn of mikið, — til óþurftar fyrir neytendurna og kostnaðarauka fyrir þá sjálfa. Verzlunarmenn þarna syðra kvörtuðu undan því, að enginn hnífur biti á fiskinn en þeir bentu okkur á góðar kæli- geymslur, sem þeir ráða yf- ir, þar sem fiskurinn geymist vel og þess vegna er óþarft að þurrka hann jafnmikið og hér var gert. — Er harkan mjög niikil í samkeppninni við framleiðend- ur í öðrum löndum? — Já. Norðmenn eru mjög skæðir og tefla af miklum vigahug, þessir ágætu frændur okkar. Annars býst ég við, að betri samvinna takist milli helztu framleiðslulandanna á þessu sviði núna á næstunni, í svipuðu formi og er í sam- FV 8 1972 35

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.