Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1972, Side 51

Frjáls verslun - 01.08.1972, Side 51
BiÐLEIKUR -eftir dr. Guðmund IVIagnússon, prófessor Ríkisstjómin hefur Ieikið hiðleik í efnahagsmálunum fram að áramótum. Ákveðin hefur verið sem næst stöðvun verðlags- og kauphækkana fram að áramótum. Reiknað var með, að kaupgjaldsvísital- an mundi hækka um 5,5 stig 1. september. Greiða á niður 3 stig, en 2,5 stigum er frestað. Verði hækkanir umfram þetta á framfærsluvísitölu 1. ágúst eða 1. nóvember — en áætlað er, að hún mundi að óbreyttu hafa hækkað þá um 4—5% — munu þær bættar skv. kjarasamningunum eða greidd- ar niður. STÖÐUMAT. Þeir, sem nú stjórna land- inu, hafa gott tóm til að kynna sér innviði íslenzks efnahags- lífs og búa sig undir keppni við lögmál þess. Þegar ^ tæki- færið loksins kom, var ákveð- ið að tefla Ólafskversbyrjun. Þótt andstæðingurinn sé óút- reiknanlegur, aflabrögð óviss og verðlagsþróun á erlendum mörkuðum, hlýtur þó staðan hverju sinni að mótast af leik- um beggja skákmannanna. Nú hefur andstæðingurinn ekki verið kenjóttari en búast mátti við, en hvað um stöðu- matið og skákmennskuna? í 5. tbl. Frjálsrar Verzlunar lét ég þess getið, að byrjunin hefði verið nokkuð glæfraleg og nauðsyn bæri til að hefta víxl- hækkanir kaupgjalds og verð- lags, draga úr þenslu og huga að stöðunni út á við. Ekki er hægt að segja annað en að eftir þessum ráðum hafi verið farið að ýmsu leyti með þeim bráðabirgðalögum, sem nú hafa verið gefin út. Meira að segja röksemdarfærslan fyrir aðgerðunum er svipuð og í um- ræddri grein. Eða lá þessi leik- ur kannski á borðinu? ÞRÖNGT SVIGRÚM. Þetta er engan veginn í fyrsta skipti, sem verðstöðvun er sett á. í fersku minni er verðbinaingin haustið 1970. Þá var um frestun álíka margra vísitölustiga að ræða og nú, en til lengri tíma. Stjórnarand- staðan hafnaði þá þeim rökum, sem færð voru fyrir því, að launþegar mundu ekki tapa á frestuninni. Með því að kyrr- setja verðlagið er sneitt hjá nokkru tapi, sem innbyggt er í kjarasamningana, en bætur á laun koma alltaf 3 mánuðum eftir á. En svo lengi lærir, sem lifir, og nú tileinkar ríkis- stjórnin sér þá röksemdar- færslu, sem beitt var haustið 1970 af fyrirrennurum hennar. En hvers vegna er þá grip- ið til sömu ráðstafana og þær studdar með sömu rökum? Ástæðunnar er að miklu leyti að leita i því vísitölufyrirkomu- lagi og verðlagskerfi, sem við búum við. Fram hjá vísitöl- unni eru ekki svo margar leið- ir. Sem fleygt er orðið, var það haft eftir einum ráðherranna í vinstri stjórninni 1958, „að þetta væru alltaf sömu gömlu íhaldsúrræðin“. Vegna þess að verðmyndun er öll brengluð og stöðug sókn er í hækkanir á kaupgjaldi og verðlagi, er alltaf talsverður stafli umsókna um verðhækk- anir óafgreiddur á borðum verðlagsnefndar og ráðherr- anna. Þegar staflinn fer að verða ískyggilega hár, er sett á verðstöðvun. Hann var á leið með að verða mun óviðráðan- legri nú en haustið 1970. Að öllu gamni slepptu, varð að gera eitthvað til að tefla ekki stöðu atvinnuveganna í tvísýnu og reyna að varðveita kaupmátt launa. Eins og kom- ið er, tryggja aðgerðimar að litlu leyti stöðuna út á við, nema varanlegri lausn finnist innan tíðar. UMHUGSUNAR- FRESTURINN. Nú má telja fullvíst, að ein- hverjir af ráðgjöfum stjórnar- innar hafi ráðlagt henni að tefla byrjunina öðru vísi. Hvort skuldinni verður skellt á þá fyrir að láta ekki and- stæðinginn leika þeim mót- leikjum, sem taldir voru hag- stæðastir, er óvitað mál. Svo mikið er víst, að miðtaflið verður erfitt, ef komast á klakklaust út úr því. Hvað þarf einkum að hafa bak við eyrað? Boðað hefur verið, að afla eigi fjár til niðurgreiðslna með því að skera niður fjárlög og Framkvæmdaáætlun um allt að 400 millj. kr. Þau stig, sem greiða á niður til að byrja með, munu kosta um 250—300 millj. kr. til áramóta. Þetta er virðingarvert í sjálfu sér, en erfitt getur reynzt að stemma stigu við útgjöldum á seinni hluta ársins. Einnig má minna á, að ríkissjóður og opinberir sjóðir skulda nú Seðlabankan- um næstum 2% milljarð. Hitt er svo annað mál, að niður- greiðslur á mjólk og dilkakjöti nálgast nú það mark, að greitt sé niður fyrir framleiðsluverð, þannig að það fer að borga sig fyrir bændur að kaupa mjólk úr kaupfélaginu. Staðan út á við er tvíræð. Freðfiskframleiðsla er heldur minni það, sem af er þessu ári, en hún var á sama tíma í fyrra. Saltfiskframleiðsla er hins vegar nokkru meiri. Verð- lag þokast áfram upp á við á erlendum mörkuðum, en inn- flutningur mun verða talsverð- ur, þannig að viðskiptahalli er fyrirsjáanlegur, þótt hann verði ekki meiri en búizt vax FV 8 1972 39

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.