Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1972, Qupperneq 59

Frjáls verslun - 01.08.1972, Qupperneq 59
Bergþór Konráðsson, viðskiptafræðingur skrifar um stjórnun: 1. Stjórnun - stjórnunarfræðsla Hugtakið stjórnun Orðið stjórnun er nýyrði í íslenzku máli, og þótt það sé að finna í orðaþók Sigfúsar Blöndal og merki þar „styrelse eða administration“ þá mun það verða notað hér í merk- ingu enska orðsins „manage- ment“. í orðinu stjórnun felast aðal- lega tvær merkingar. í fyrsta lagi er það notað yfir ákveðin störf, og málatilfinning flestra mun tengja það störfum for- stjóra, verkstjóra, skrifstofu- stjóra, skipstjóra o.s. frv. Þessi störf eiga það yfirleitt sameig- inlegt að fela í sér fjölbreyttar skyldur og völd í sambandi við framkvæmdir, fjármál, ráðstöf- un starfskrafta o. fl. SÉRSVIÐ STJÓRNUNAR. Eftir viðfangsefnum starf- anna er hinni almennu stjórn- un síðan skipt í undirsvið eða sérsvið, svo sem stjórnun starfsmannamála, fjármála- stjórn, stjórnun sölumála, stjórnun tryggingarmála og þannig mætti lengi telja. Þessi stjórnunarstörf falla þó ekki undir neina ákveðna starfs- grein eða iðn með lögvernduð- um réttindum hliðstæð réttind- um lækna eða lögfræðinga og stjórnendur eru ekki taldir vera ákveðin stétt manna. Stjórnendur eru samt með tímanum að verða afmarkaðri starfstétt. Stjórnendur minni fyrirtækja verða venjulega að verja töluverðu af tíma sín- um til starfa, sem ekki teljast til stjórnunarstarfa en þegar fyrirtækin stækka verður skiptingin milli undirmanna og stjórnenda greinilegri og þeg- ar eigendum fyrirtækja fjölg- ar, ráða þeir sérmenntaða stjórnendur til að reka fyrir- tækin og gæta hagsmuna sinna. Það er þessi stétt stjórn- enda, sem er skírar en áður aðskilin bæði frá öðrum laun- þegum og eigendum fyrirtæk- isins, sem erlendis hefur unn- ið sér sess í vaxandi mæli. Hér á landi eru fjölskyldufyrirtæk- in enn ráðandi í einkarekstri en, líklegt er, að þeim muni fara fækkandi, þar sem eign- araðild dreifist við fráfall stofnendanna og nú krefst stofnun fyrirtækja svo mikils byrjunarfjármagns, að það er venjulega aðeins á færi félaga að stofna þau. Hér á landi munum við því vafalaust einn- ig eiga eftir að sjá stétt sér- menntaðra stjórnenda stækka. UNG FRÆÐIGREIN. Stjórnun er í öðru lagi ákveðin fræðigrein. Sem vís- indi eru stjórnunarfræðin ung að árum, ef miðað er t.d. við greinar eins og stærðfræði eða læknisfræði, en segja má að upp úr aldamótunum síðustu, hafi stjórnun almennt verið orðin viðurkennd sem fræði- grein, og síðan hefur hún þró- ast mjög ört, enda margt að láni og stuðst óspart við aðrar fræðigreinar eins og félags- fræði, sálarfræði, stærðfræði og ekki hvað sízt hagfræði. Út frá þessum fræðigreinum hafa síðan myndast ákveðnar stefnur, sem leggja mismikla áherzlu á hvaða leiðir og fræði skili stjórnendum beztum ár- angri og verður síðar gerð nokkur grein fyrir hinum helztu þeirra. Þegar við höfum þannig lit- ið á umfang þessa starfs í dag- legri notkun verður ljóst, að ekki er auðvelt að gefa stutta og skilmerkilega skilgreiningu á hugtakinu stjórnun. Sú skilgreining, sem líklega er oftast notuð, hljóðar svo: „Stjórnun er það, að koma verkefnum í framkvæmd, fyrir atbeina annarra.“ Þessi skilgreining er stutt og góð svo langt sem hún nær. Hún felur þó ekki í sér eitt meginverkefni stjórnunar, sem er að gera starf fólksins ánægjulegt og árangursríkt. — Skilgreining, sem gengur nokk- uð lengra en sú fyrri, er því: „Stjórnun er sókn að settu marki, með sköpun umhverfis, sem er hagfellt árangursríku starfi fólks í skipulögðum flokki.“ Hér er lögð áherzla á, að stjórnun fjallar fyrst og fremst um mannlegt samstarf. Auk þess fjallar stjórnun um skipu- lagningu þess fjármagns, tækja og mannafla, sem reksturinn hefur yfir að ráða, þannig að starfið verði árangursríkt. Þessi skilgreining á hugtakinu stjórnun mun yfirleitt vera tal- in fullnægjandi miðað við þann skilning, sem lagður er í það í dag. HVERS VEGNA AUKIN STJÓRNUNARFRÆÐSLA. Menn fóru, á árunum kring- um seinni heimsstyrjöldina, mikið að velta því fyrir sér, hvers vegna svo mikill munur væri á hagvexti ýmissa landa og það mun meiri munur en unnt var að skýra með mi» muni, hvað viðkæmi auðlind- um, tækniþróun og almennu menntunarstigi í löndunum. Margir hagfræðingar hafa vilj- að skýra þennan mismun, sem afleiðingu af mismunandi framlagi stjórnunar til hag- vaxtarins. Árið 1967 kom út bók í Frakklandi, er vakti geysilega athygli og nefndist „Hin am- eríska ögrun“, en þar var m.a. leitast við að útskýra hvers vegna bandarískum fyrirtækj- um, sem störfuðu í Evrópu, með nær sama starfsfólk og sömu tækni og þau evrópsku, vegnaði mun betur. Svarið var fólgið í því, að það voru aðrir stjórnendur og önnur stjórnun. Bandaríkja- menn stæðu Evrópuþjóðunum mun framar í stjórnun og FV 8 1972 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.