Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1972, Síða 66

Frjáls verslun - 01.08.1972, Síða 66
beinist að sjálfri vörunni eða • persónugerfingi hennar. í sjón- varpsauglýsingu getur undrun- arsvipur á réttu augnabliki, eða snögg raddbeyting skilið eftir jákvæðar tilfinningar hjá áhorfandanum. í blaðaauglýs- ingu getur það verið nettur orðaleikur fyrirsögn, eða hár- fínn húmor í mynd, sem verk- • ar vel. Ef ekki er gætt fyllsta hófs, þá er ekkert líklegra en væntanlegur viðskiptavinur muni eftir brandaranum, en alls ekki eftir vörunni, sem ^ brandarinn átti að selja. HVERNIG Á AUGLÝSING AÐ VERA. Miðað við aðstæður erlendis, er tiltölulega auðvelt að velja réttan auglýsingavettvang. Morgunblaðið hefur stórum meiri útbreiðslu en önnur dag- • blöð; sjónvarp og útvarp þurfa ekki að kvíða neinni sam- keppni í bráð, og tímarit sem máli skipta, hafa tiltölulega af- markaða lesendahópa. Við get- um velt fyrir okkur, hvernig við ~ eigum að ákvarða, hvort aug- lýsing gerir mikið gagn eða ekki. Það er bezt að byrja á að slá því föstu, að á þessu sviði eru ekki til neinar fastar regl- ur. Einu sinni var það trúar- • setning, að fyrirsögn í auglýs- ingu ætti ekki að vera lengri en fimm orð. Þá gerðist það einu sinni, að fyrirsögn í Rolls Royce bílaauglýsingu var tutt- ugu og þrjú orð, og þessi aug- lýsing seldi marga Rolls Royee bíla! Að undanförnu hafa ekki verið uppi neinar ákveðnar ® skoðanir um lengd fyrirsagnar í auglýsingum. Á sama hátt var því eitt sinn haldið fram, að stór mjmd, þar sem hlutur- inn fyllti vel út í rúmið, hefði töfraáhrif. Þá gerðist það, að Volkswagen birti ákaflega á- hrifamikla auglýsingu, þar sem bíllinn var agnarsmár og • langt í burtu, en fyrirsögnin var: THINK SMALL! Það segir sig sjálft, að þetta eru undantekningar, sem sanna regluna. Eftirfarandi vanga- veltur geta orðið til gagns, þegar ný auglýsing er vegin og metin: • Ef auglýsingin er ekki í að- alatriðum eins og þú hafðir • gert ráð fyrir, telurðu hana þá betri eða veri en þú ætl- aðir? Auglýsingin er stíluð á á- kveðinn hóp manna. Er lík- legt, að auglýsingin nái at- hygli þessa hóps — segir auglýsingin frá þeim stað- reyndum, sem skipta les- andann mestu máli? Ef auglýsingin sýnir fólk, er þá fólkið raunverulegt eða „auglýsingalegt“? — Skiptir slíkt miklu máli? Er auglýsingin sannfær- andi? Skiptir það miklu máli? Gagnvart sumum vörutegundum, svo sem snyrtivörum, er rétt að grípa til skáldlegra líkinga. Aftur á móti er ekkert skáldlegt við smjörlíki. Gefur fyrirsögnin fögur fyr- irheit? Ef svo er, getur var- an fullnægt þeim fyrirheit- um, eða er fyrirsögnin orða- gjálfur eitt? Er auglýsingin í samræmi við fyrri auglýsingar fyrir- tækisins, þ.e. er sami stíll ríkjandi? Hvernig lítur auglýsingin út í samanburði við auglýs- ingar keppinautarins? Skiptir það miklu máli, að neytandinn þekki þínar auglýsingar frá auglýsing- um keppinautarins? aðalatriði ekki nógu skýrt fram dregin? • Er auglýsingin læsileg? — Margir sérmenntaðir menn í faginu eru ótrúlega lagnir við að gera ólæsilegar aug- lýsingar, þ. e. nota of smátt letur, eða nota hvítt letur á svörtum grunni í óhófi. Nærri helmingur brezku þjóðarinnar notar gleraugu. 75% þeirra, sem nota gler- augu hafa talsvert skerta sjón, og um 3 milljónir manna þyrftu á gleraugum að halda, en nota þau ekki! Auglýsing þarf því helzt að vera með talsvert stærra letri en greinar og fréttir, sem umlykja þær, annars er hætt við, að lesandinn taki ekki eftir þeim. Ekki þykir ráðlegt að leika sér mikið með uppsetningu texta, þó þykir sannað, að það vekur meiri eftirtekt, ef auglýsingatexti er jafn að framan (jafn vinstra megin), en óreglulegur af aftan. • Að lokum getum við spurt. Felur auglýsingin í sér eft- irminnilega og „rétta“ hug- mynd, sem kemur skýrt fram, kröftuglega og sann- færandi? Myndi auglýsing- in valda þér áhyggjum, ef keppinauturinn stæði að henni? Hvaða skilaboð verða eftir í huga neytandans, þegar hann sér auglýsinguna? Eru það skilaboðin, sem þú vild- ir raunverulega koma á framfæri? Man neytandinn kannski það, sem ekki skiptir máli? Eykur auglýsingin á kaup- löngun? Er hún nógu sterk og hvetjandi? Eru orðin nógu skýr og markviss? — Bandarískur sálfræðipró- fessor telur eftirafarandi tólf orð á enskri tungu, á- hrifamest: You, Money, Save, New, Results, Health, Easy, Safety, Love, Dis- cover, Travel og Guarantee. Hvai á auglýsingin að birt- ast? Er hún nógu sterk til að draga að sér athygli? Er texti hennar of langur, eða LIMANDI VÖPU- VIÐ FRAMLEIÐUM ALLSKONAR SJÁLFLÍMANDI VÖRU- OG MERKI MIOA GERÐIN C BUGDULAK5 V SIMI 33818 FbllWI JJOIO REYK JAVlK 54 FV 8 1972

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.