Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1972, Síða 78

Frjáls verslun - 01.08.1972, Síða 78
Frá ritstjórn Skákeinvígi — Landhelgismál Öilum var Ijóst, að undirbúningur og framkvæmd heimsmeistaraeinvígisins í skák hér á Islandi myndi verða geysiþýö- ingarmikið kynningaratriði fyrir land og þjóð á erlendum vettvangi. 1 ötlum helztu fjölmiðlum Evrópu og Bandaríkjanna má reglulega sjá og heyra fréttir frá Reykja- vík um þessar mundir, og vissuilega hafa duttlungar Roherts Fischers og óvissan um framgang mála líka haft sitt að segja til að beina athygli manna um heim allan að því, sem hér er að gerast þessar vikurnar. Jafnframt því að senda fréttir af skák- einviginu hafa margir hinna erlendu fréttamanna fja'Mað um önnur má'lefni líð- andi stundar á tslandi og þá fyrst og fremst um tandhelgismálið. Engum getur dullizt hversu gagnlegt það er fyrir kynn- ingu á málstað okkar, að hafa fengið tæki- færi til að hálda lieimsmeistaraeinvígið hér í sumar. Landhelgismálið hefur lika átt sinn þátt í þvi, að svo rík áherzla var lögð á að einvígið yrði haldið hérlendis. Það er greini'legt, að utanríkisráðherra og samstarfsmenn hans i ráðuneytinu hafa 'lagt sig fram um að nota flest tækifæri til að túlka sjónarmið Isiendinga i landhelgis- máiinu fyrir erlendum fréttamönnum, sem í mörgum tilvikum virðast hafa verið já- kvæðir í afslöðu sinni til sjónarmiða okk- ar. Er það ekki svo ilitiis virði í mótun ])ess álmenningsálits erlendis, sem við hljótum fyrst og fremst að treysta á. Er þess að vænta, að utanríkisráðherra og emhættismenn hans, sem í þessu máli hafa rifið sig upp úr JognmoMunni, er til skamms tíma hefur svifið yfir vötnunum í hinu liáa ráðuneyti, haldi áfram á þessari hraut, og komi kynningarstarfi ráðuneytis- ins og einstakra sendiráða i það horf sem viðunandi getur taiizt fyrir islenzka hags- muni. Þjónustumiðstöð Suðurnesja I þessu blaði hirtist viðtal við Tómas Þorvaldsson, landskunnan athafnamann í Grindavík. Yíkur hann þar að hugmynd, sem hann hefur áður sett fram um mennt- unar- og þjónustumiðstöð Suðurnesja. Breytingar liafa orðið gífurlegar á sam- göngum millli hyggðarlaga á Suðurnesjum, þannig að nú tekur 15 mínútur að aka leið, sem menn urðu að fara fótgangandi á 5 klukkustundum fyrir tæpum mannsaldri. Öll samskipti fólks í útgerðarbæjunum þar syðra eru miklu meiri og nánari en nokkru sinni. Það er því ekki nema eðlilegt og sjálfsagt, að kannað verði, hvernig þess- ir staðir geti sameinazt um ýmsa þjónustu, sem þeim öllum er nauðsynleg, en erfitt getur reynzt að koma á fyrir hvert byggð- arlag um sig. Það er til dæmis ekkert spaug fyrir foreidra af Suðurnesjum að þurfa að senda börn sín í menntaskóla eða sérskóla ýmsa tiil Reykjavíkur, austur fyrir fjall eða norð- ur i land og kosta þau til vetrardva'Iar á þessum stöðum. Um læknisþjónustu, löggæzlu og eld- varnir gegnir sama máli. AÍIar ytri aðstæð- ur eru orðnar slíkar á Suðurnesjum, að stofnanir Iiins opinhera væri vel hægt að reka á sameiginlegum grundvelli með þátttöku állra viðkomandi sveitarfélaga. Væri ánægjulegt að sjá þá Suðurnesja- menn koma i framkvæmd hugmynd á horð við þá, sem Tómas Þorvaldsson hefur sett fram, og að þeir sýndu þar með, að á íslandi sé hægt að koma á virku samstarfi af þessu tagi en hrepparígur, sem oft hef- ur gert mörgu framfaramálinu hið mesta ógagn á landi hér, verði látinn lönd og lléið. 66 FV 8 1972

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.