Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1973, Side 8

Frjáls verslun - 01.01.1973, Side 8
ORÐSPOM Þessa dagana eru sagðar miKlar sögur um stórbrotin imisvif Framsóknarmanna á fjármálasviðinu. Það er Krist- inn Finnbogason, hinn nýi framkvæmdastjori Tímans og fjármálaspckúiant, sem sagð- ur er hala alla íorystu í þess- um málaílokki um sinn, og sé hann óíeiminn við að nota að- stoðu sína og flokksins út i yztu æsar. Fiokkurinn mun um tíma í vetur hafa átt um 150 minjónir, sem iágu á Iausu, en Framsókn heíur verið að kaupa fasteignir, svo líklega helur Iausatjarstaðan eitthvað breytzt. Fyrir nokkru keypti Framsókn t. d. hótelbyggingu við Rauðarárstíginn fyrir 23 milljónir. Tíminn hefur verið rekinn með buliandi tapi að undan- förnu, en Kristinn Finnboga- son er sagður hafa þegar gert samninga um augiýsingar fyr- ir 7 miiljónir á þessu ári. Þá er hann líka búinn að heimta vinnuskýrslur frá ritstjórun- um! Sovézka sendiráðið gerir nú menntamálaráðuneytinu hvert tilboðið á fætur öðru um vin- áttuheimsóknir listamanna og aðra „stórviðburði“ á menn- ingarsviðinu. Gengur þetta orð- ið svo langt, að æðstu emb- ættismenn ráðuneytisins eru orðnir langþreyttir á kvabbinu í hinum sovézku agentum í Reykjavík. Þó er málaleitun af þessu tagi tekið með dipló- matiskri kurteisi, en á það bent, að ráðuneytið hafi ekki yfir að ráða þeim fjármunum, sem Rússarnir krefjast í sam- bandi við greiðslu kostnaðar vegna hinna umræddu heim- sókna listamannanna, sem ís- lendingum standa nú til boða á færibandi. — • — Gísli J. Ástþórsson hefur látið af ritstjórn Alþýðublaðs- ins. í hans stað hafa útgefend- ur leitað eftir reyndum manni til að annast daglega umsjón fréttaefnis í blaðinu, og hefur heyrzt, að Freysteinn Jóhanns- son, blaðamaður á Morgunblað- inu, sé Iíklegur ritstjóri Al- þýðublaðsins. Sumir spáðu því á sínum tíma, að ísamyndanir í Þjórsá myndu gera rekstur Búrfells- stöðvar útilokaðan. Reynslan mun hins vegar hafa leitt í ljós, að með þeim búnaði, sem við Búrfell er, sé vatnsmagn- ið til stöðvarinnar svo mik- ið, að það myndi nægja til að knýja eina túrbínu til viðbótar þeim sex, sem fyrir eru. Slíkri viðbót verður þó ekki við kom- ið vegna plássleysis í stöðvar- húsinu. Rúmt ár er liðið síðan form- lega var gengið frá stofnun stjórnmálasambands milli ís- lands og Kínverska alþýðulýð- veldisins og hafa Kínverjar sent sendiherra og annað starfslið hingað til lands. Ekki hefur enn verið gcngið frá skipun sendiherra Islands í Peking og munu margir am- bassadorar okkar erlendis hafa áhuga á starfinu. Samkvæmt diplómatískum heimildum vor- um er líklegast, að Agnar KI. Jónsson verði fyrsti sendiherra í Kína með aðsetri í Osló. Bók Péturs Eggerz, siða- meistara utanríkisráðuneytis- ins, og frásagnir hans af starfs- háttum og einstökum embætt- ismönnum utanríkisráðuneytis- ins, hafa valdið Einari Ág- ústssyni miklum áhyggjum. Mun það einsdæmi, að emb- ættismaður í slíkri stöðu sem siðameistarinn, skrifi jafn- kumpánlega um nánustu sam- starfsmenn sína. Til þess að bæta úr áliti „þjónustunnar“ út á við eftir yfirlýsingar Egg- erz, beindu utanríkisráðherra og Pétur Thorsteinsson, ráðu- neytisstjóri, persónulegum á- hrifum sínum til að Ríkisút- varpið tæki málefni utanríkis- þjónustunnar á dagskrá, og var það gert í þætti Páls Heiðars Jónssonar sunnudaginn 7. jan- úar. — • — Útvarpsráð lætur hreint alls ekkert sér óviðkomandi nú orð- ið og beinist áhugi sumra ráðs- mannanna einkum að áhrifum kristindóms á íslendinga um þessar mundir. Finnst þeim ástæða til að draga verulega úr flutningi guðsorðsins í út- varpi og sjónvarpi og birtist sú hjartans sannfæring um- ræddra ráðsmanna í liinum furðulegustu myndum. Fyrir nokkru kvartaði helzti andmælandi kristninnar í út- varpsráði undan því, að kross- markið í lok þátta sjónvarps- ins, „Að kvöldi dags“, stæði of lengi á skerminum. Tóku nokkrir hugsjónabræður undir þá eindregnu áskorun til sjón- varpsmanna, að krossinn yrði ekki sýndur svona lengi fram- vegis! Á sínum tíma lögðu Vestur- íslendingar til hlutafé í Eim- skipafélag íslands og hafa þeir átt fulltrúa í stjórn þess. Bandarískur lögfræðingur er nú sagður bjóða í þessi bréf vestra fyrir vissan aðila. Sag- an segir, að kaupandinn sé fyr- irtækið Loftleiðir h.f. á ís- landi. Við seljum það ekki dýr- ara en við keyptum það! 8 FV 1 1973

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.