Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1973, Page 10

Frjáls verslun - 01.01.1973, Page 10
aðarins hafa hækkað jafnt og þétt allt frá árinu 1971. Hafa forráðamenn frystiiðnaðarins þó varað við of mikilli bjart- sýni um frekari verðhækkanir á næstunni. Stafar það meðal annars af aukinni samkeppni við Japani á Bandaríkjamark- aði. Japanirnir hafa aukið inn- flutning til Bandaríkjanna á svo kölluðum Alaska-ufsa, sem er af þorskfiskaætt. Ekki er enn ljóst, hvort fisktegund þessi fellur neytendum í geð, en ef svo færi, má reikna með harðnandi samkeppni á þessum arðsama markaði. SALTFISKUR Saltfiskurinn hefur einnig notið nokkuð stöðugra verð- hækkana á seinustu árum. Hef- ur hann verið fluttur út bæði blautur og verkaður. Helztu markaðslönd fyrir blautsalt- aðan fisk hafa verið Portúgal, Spánn, Ítalía og Grikkland. Helztu markaðslönd fyrir þurr- verkaðan fisk hafa verið Brazilía og önnur S.-Ameríku- lönd ásamt Portúgal. Horfurn- ar í saltfisksölumálum virðast nokkuð góðar, einkum hvað varðar blautfisksölur. Þurr- fisksölur hafa gengið nokkuð hægt, en líkur eru á nokkuð stöðugum sölum á næstunni. Erfiðleikar þurrfiskverkunar- innar felast einkum í því, að verð á þurrfiskmörkuðum hef- ur staðið nokkurn veginn í stað á árinu 1972 frá árinu 1971. Hefur þess vegna lítið sem ekkert bætzt við til þess að standa undir stórauknum verkunarkostnaði. Sölusam- band íslenzkra fiskframleið- enda hefur leitað fyrir sér um nýja markaði og virðist sem eyjarnar í Karabískahafinu séu um þessar mundir að opn- ast fyrir íslendinga sem saltfiskmarkaður, einkanlega Dóminikanska lýðveldið. Fram til þessa haía Kanadamenn ráðið þar ríkjum, en svo virð- ist sem framleiðsla þeirra hafi farið minnkandi. SKREIÐIN Frá því að skreiðarmarkað- irnir lokuðust hefur verkun á saltfiski stóraukizt. Ástæðan er einfaldlega sú, að sá fiskur, sem talinn er lélegt hráefni til söltunar, hefur verið hengdur upp. Eftir að skreiðarmarkaðir loKuðust var þessi fiskur tek- inn til verkunar. Skreiðarmarkaðir íslendinga hafa einkum verið Ítalía og Nígería. ítalir hafa verið kaup- endur að efstu gæðaflokkum skreiðar. Hafa þeir keypt nokkuð reglulega um 2-3000 tonn á ári. Þessi markaður hef- ur haldizt opinn. Aftur á móti hefur gengið erfiðlega að koma skreið inn á Nígeríumarkað- inn. Á árinu 1972 tókst þó að selja seinustu birgðirnar, sem fyrir voru í landinu, til Níger- íu. Óvíst er enn sem komið er um væntanleg innflutnings- leyfi til Nígeríu, sömuleiðis um þau verð, sem reikna má með. Má því búast við, að framleiðendur velti fyrir sér, hvort þeir eigi að hengja upp að nokkru marki á næsta ári. LOÐNAN Loðnuveiði hófst snemma á árinu 1972, en vegna lélegs verðlags á heimsmarkaðnum neituðu f iskim j ölsverksmið j - urnar í marz að taka á móti meiri loðnu. Orsakir hins slæma verðlags á markaðnum voru ansíósuveiðar Perúmanna. Var heimsmarkaðsverð mjög lágt á fiskimjöli vegna mikils framboðs frá þeim. Þegar líða tók á vorið kom í ljós, að veið- ar i Perú höfðu minnkað til mikilla muna. í maí-mánuði var orðið ljóst, að um algjöran aflabrest var að ræða. Sam- kvæmt venju undanfarandi ára hafa veiðar verið bannaðar í Perú frá júni og fram í sept- emberbyrjun. í ár voru veiðar leyfðar fram í júnílok, vegna þess, hve illa gekk. Þessi ráð- stöfun hafði þó lítil áhrif á aflamagnið. Það, sem orsakaði þessa erfiðleika var heitur straumur, sem lagðist upp með strönd Perú. Dregur hann svo mjög úr aflanum, og kemur í veg fyrir, að fiskimenn Perú geti aflað þeirra 10 milljón tonna hráefnis, sem notað hef- ur verið i fiskimjölsfram- leiðslu. Ríkisstjórn Perú bannaði frá og með 1. október allan út- flutning á ansíósum eða afurð- um unnum úr henni, þar sem allur afli skyldi notaður innan- lands, Einnig hefur öll ansíósu- veiði verið bönnuð um tíma og allt útlit fyrir, að hún verði ekki leyfð fyrr en í marz 1973. Perúmenn framleiða um 40% af heimsmarkaðsfram- leiðslu af fiskimjöli eða 2 milljónir tonna af 5 milljón tonna heimsframleiðslu. Engin önnur fisktegund getur hlaup- ið þar í skarðið svo að nokkru nemi hvað magn snertir. Það er þess vegna ekki að ósekju, þó að mikil bjart- sýni ríki hér á landi, þeg- ar horft er fram til kom- andi loðnuvertíðar. Þar við bætist, að Hafrannsóknastofn- unin spáir mjög auknu afla- magni, um 100 þús. tonnum umfram 270 þús. tonna loðnu- aflann, sem veiddist í fyrra. Þegarfer saman mikil veiðivon og gott verð má búast við að menn geri mikið út á loðnu nú á næstunni. Það, sem ef til vill gerir enn fleirum kleift að gera út á loðnu, eru tilraunir, sem gerðar hafa verið með svo kölluð loðnutroll. Þessi troll auðvelda mjög smærri bátum að stunda loðnuveiðar. 1 Á Almennt leiguflug með farþega og vörur bæði innan- lands og til nágrannaland- anna. Aðeins flugvélin fær betri þjónustu en þér. REY'KJAVÍKURFLUGVEI.U SÍMI 11422 10 FV 1 1973

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.