Frjáls verslun - 01.01.1973, Blaðsíða 33
Osta og smjörsalan sf
Verið að gera skemmtilegt andlit
á fyrirtækið
Osta- og smjörsalan s. f. er
eitt þeirra fyrirtækja, sem aug-
lýsir talsvert mikið í fjölmiðl-
um. Óskar H. Gunnarsson,
framkvæmdastjóri, sagði að í
byrjun hvers árs væri tekin
ákvörðun um hve miklum pen-
ingum ætti að eyða í auglýsing-
ar á árinu og auk þess hvenær
og hvernig bezt væri að aug-
lýsa. Heildaráætlun er tilbúin í
janúar, en hver ársfjórðungur
er síðan skipulagður í smáatr-
iðum hverju sinni. Óskar sagði,
að fyrirtækið auglýsti um 40%
í sjónvarpi og 60% í dagblöðum
og stærri tímaritum. Auglýsing-
arnar skiptast síðan niður þann-
ig, að 70% þeirra eru osta-
auglýsingar, en 30% smjöraug-
lýsingar. Ostaauglýsingunum er
skipt niður milli tegunda og
Þessi mynd birtist í sœnsku
sérriti um umbúðir og hlutu
smjöröskjurnar okkar þar hið
mesta lof.
eftir því hvaða ostategund ber
að kynna hverju sinni. S.l. 2
ár, hefur verið lögð sérstök
áherzla á umbúðir osta og
smjörs, sem hefur tekizt mjög
vel og átt þátt í talsverðri sölu-
aukningu. Gefnir hafa verið út
vandaðir bæklingar undanfarin
4 ár, sem heita „Ráðleggingar
og uppskriftir“. Þeir eru alls
um 20, en 5 nýir bíða dreifing-
ar. í þessum ritum er fólki
kennt að búa til bragðgóða
rétti úr ostum og smjöri. Þetta
hefur aukið fjölbreytni í notk-
un þessara vörutegunda og stór-
aukið söluna. Þá er verið að
gera auglýsingaveggspjöld fyr-
ir verzlanir og útbúa nýtt
skemmtilegt andlit á starfsemi
Osta- og smjörsölunnar, að
sögn Óskars.
Hötel Esja:
Fundum nýjan, ónotaðan markað
Fyrir einu ári, ákváðu for-
ráðamenn Hótels Esju, að gera
vandlega könnun á því, hvernig
bezt væri að auglýsa starfsemi
hótelsins á innanlandsmarkaði.
Þeir héldu fund með starfsfólki
auglýsingaskrifstofu Gísla B.
Björnssonar og með nokkrum
af yfirmönnum hótelsins. Á
fundinum var ákveðið að senda
út dreifibréf til manna úti á
landi, og bjóða þeim að búa
á Hótel Esju, þegar þeir kæuu
til höfuðborgarinnar yfir vetr-
armánuðina, með sérstökum
kjörum. Bréfin voru send út
15. ágúst í fyrra og kynninga-
verðið tók gildi 1. september.
Send voru 20 þúsund bréf tii
heimila og einstaklinga á aldr-
inum 18—60 ára um land allt.
í bréfinu var fókinu sagt frá
t?i5r'fr
hótelinu, þjónustu þess og þæg-
indum, sem fylgja hóteldvöl. í
bréfinu stóð, m.a. að fólk væri
miklu frjólsara að búa á hóteli
heldur en inni á heimili hjá
ættingjum og vinum. Árangur-
inn var ekki lengi að segja til
sín, sagði Friðrik Kristjánsson,
framkvæmdastjóri, þegar FV
spurði hann um þessa kynn-
ingaherferð. Við fundum þarna
nýjan og ónotaðan markað,
sagði Friðrik. Hótelið hefur
hvatt fólk úti á landi til þess
að koma í hópferðir til Reykja-
víkur og fara í leikhús og á
íþróttakappleiki og búa á Esju.
Þessi herferð var endurtekin í
haust, og hefur aukning dval-
argesta enn vaxið. Hótelið aug-
lýsir einnig talsvert í sjónvarpi
og dagblöðum.
Nú er orðiö skemmtilegt að velja
- elnnig lyrir þá vandlátustu.
A la carte matseðill
okkar samanstendur al^
mismunandi réttum. j
Einnig eiu *
dur a^^sextfu
im. Æ
OO
«HDTeiL«
FV 1 1973
33