Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1973, Page 37

Frjáls verslun - 01.01.1973, Page 37
Ferðaskrifstofan ílrval Auglýsingaherferðir í kring um ákveðin verkefni I, Mpltmbtr IS dogo 15. upltnbti 15 dogo 79. xpttmbor 77 dogo 70. oklobor 10 dogo FEROASKRIFSTOFAN URVAL Eimskipafélagshúsjnu soni 26900 Steinn Lárusson, fram- kvæmdastjóri, skýrði FV frá því, að Úrvaí auglýsti mest í dagblöðum, síðan kæmi sjón- varpið og útvarpið. Lítið er auglýst í öðrum fjölmiðlum. Hann sagði, að auglýsingaher- ferðir væru skipulagðar í kring- um ákveðin verkefni, eins og t.d. ferðir til Mallorca, eða Kanaríeyja. Þegar ferðaskrif- stofan hóf starfsemi sína fyrir nokkrum árum, var auglýst á breiðari grundvelli, en nú er lögð áherzla á ákveðnar ferðir og ákveðna árstíma. Hann sagði, að erfitt væri að fastsetja á- kveðna auglýsingaupphæð fyrir allt árið, þar sem sveiflur væru miklar í ferðamálum lands- manna. Ég hef ekkert látið af aug- lýsingum í desemberblöðin, sagði Steinn, það þýðir ekki fyr- ir okkur, en við byrjum að auglýsa af fullum krafti eftir áramót. Steinn sagðist fyrst auglýsa í blöðum og sjónvarpi, en síðan fylgja því eftir með stuttum útvarpsauglýsingum. Auglýs- ingastofan Argus gerir auglýs ingarnar fyrir Úrval. IMÝTT MERKI F. í. I. Fyrir skömmu voru afhent verðlaun í samkeppni Félags íslenzkra iðnrekenda um nýtt merki félagsins; merki sem skyldi vera sameiginlegt Nýja merkið. tákn íslenzks verksmiðjuiðn- aðar. Efnt var til samkeppn- innar í tilefni afmælis félags- ins, sem verður 40 ára í febrúar n.k. Verðlaunin hlaut Hilmar Sigurðsson, teiknari FÍT, auglýsingastofunni Argus. Þau voru afhent við hátíð- lega athöfn í skrifstofu fé- lagsins að viðstaddri stjórn félagsins, dómnefnd sam- keppninnar, og gestum. Verðlaunin voru 60 þúsund krónur. í niðurstöðum dómnefndar segir um merki Hilmars, að það sé „einfalt og traust í útfærslu og vel fallið, sem tákn vaxtar og þróunar- möguleika iðnaðarins.“ Alls bárust rúmlega 90 tillögur í samkeppnina. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem starfsmenn Argusar hljóta viðurkenningu fyrir störf sín. Þess er skemmst að minnast, að Argus hlaut verðlaun í ummbúðasam- keppninni 1970 fyrir vöru- miða á „Grænt Hreinol" og vörumiða á „Thule Maltöl“. Hilmar Sigurðsson stund- aði nám við auglýsingadeild Myndlista- og handíðaskól- ans og hélt síðan til 3 ára framhaldsnáms við listahá- skólann í Stuttgart. Hann stofnaði auglýsingastofuna Argus ásamt Þresti Magnús- syni fyrir réttum fimm ár- um, en þeir Argusarfélagar hlutu nokkru síðar fyrstu verðlaun í samkeppni um merki Bandalags starfs- manna ríkis og bæja. FV 1 1973 37

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.