Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1973, Side 51

Frjáls verslun - 01.01.1973, Side 51
Bjarni Grímsson, Auglýsingastofu Kristínar Þorkelsdóttur: Að kaupa sér markað Skrum. Ónauðsynlegur kostn- aður, sem hækkar vöruverð. „Ég lít aldrei á auglýsingar.“ Þannig er iðulega afstaða al- mennings til auglýsingastarf- semi. Helzta undantekning er viðurkenning á að ein og ein sjónvarpsauglýsing sé „sniðug“. Þrátt fyrir þetta verja fyrirtæki miklu fé til auglýsingastarf- semi. Ástæðan er auðvitað sú, að þrátt fyrir þessar yfirlýsing- ar fólks, hafa auglýsingar mik- il áhrif á hegðun þess. AU GLÝSIN G AFRÆÐI SKORTIR Annað mál er það, að stjórn- endur fyrirtækja gera sér oft ekki nógu ljósa grein fyrir eðli og mikilvægi þessa liðar í rekstrinum. Svo vill raunar verða um fleiri liði skylda þess- um, s. s. markaðsathugun, sem er sjálfsögð forsenda góðrar skipulagningar auglýsingastarf- semi. Afleiðingin vill verða handahófskennd framkvæmd og oif dýr miðað við árangur, en orsökin er sennilega almenn vanþekking á auglýsingafræði. Auglýsingastarfsemi hefur þó verið stunduð nógu lengi til þess að þekking á eðli hennar myndist. í British Museum er varðveitt auglýsing, sem Egypti ritaði á papírus fyrir 3000 árum. Fræði- greinin auglýsingafræði er að vísu yngri. Fyrsta ritið um notk- un auglýsinga í viðskiptasjón- armiði var gefið út skömmu eft- ir aldamót, samið af próf. di'. Seyffert í Þýzkalandi. Síðan hafa þessari grein viðskipta- rekstrar verið gerð góð skil af fræðimönnum um allan heim. Hér á landi kom út árið 1947 Auglýsingabókin eftir dr. Símon Jóh. Ágústsson, prófess- or. Síðan hafa miklar breyting- ar og framfarir átt sér stað í greininni, án þess að því hafi verið gerð skil í riti hér. Einn- ig virðist kennsla á þessu sviði veraafmjög skornum skammti. AÐ KAUPA SÉR MARKAÐ Auglýsingastarfsemi er þó einn þeirra kosta, sem stjórn- endur fyrirtækis eiga völ á til að auka markaðasaðild þess, og auglýsingastarfsemi kostar fjármuni. Fyrirtækið reynir að kaupa sér markað á sama hátt og það kaupir sér aðra rekstrar- aðstöðu. Full ástæða er til að Bjarni: „Auglýsingar eiga að borga sig." stjórnendur verji tíma til að í- huga rækilega möguleikana á þessu sviði eins og öðrum þeim, sem leitt geta til betri rekstrar- afkomu. Til þess að skýra það bet- ur hve eðlilegur rekstrarlið- ur auglýsingastarfsemi er og hve hliðstæð hún er öðrum þeim, sem menn veita iðulega meira af athygli sinni og tíma, getuni við tekið dæmi þar sem við berum saman kaup á mark- aðsaðild og kaup á einliverju öðru rekstrartæki eða aðstöðu. RAUNHÆFAR SPURNIN G AR Tökum sem dæmi að ljóst sé að kaupa þurfi nýja bifreið til vörudreifingar. Almennt láta menn sér ekki nægja þá ákvörð- un eina og kaupa síðan bara einhverja bifreið, eða einfald- lega þá ódýrustu á markaðin- um. Reynt er, að velja rétta tegund bifreiðar miðað við verkefni, aðstæður og fjárhag. Hvað þarf hún að rúma mikið? Hvað þarf hún að bera mikið? Á hún að hæfa í tilfallandi snatt eða verður hún í stöðugri vinnu alla daga? Hvað kosta þær teg- undir, sem til greina koma? Hver þeirra verður að líkind- um ódýrust í rekstri? Einhvern veginn svona er þankagangur- inn og þannig þarf hann að vera gagnvart auglýsingastarf- semi, ekki bara að réttast væri ef til vill að auglýsa svolítið. VERÐMÆTI, SEM HELDUR GILDI SÍNU Hve stór er markaðurinn? Hver er núverandi hlutdeild í hon- um? Hve stórri hlutdeild er hugsanlegt að ná og hvað má það kosta? Svipað gildir áfram um kaup bifreiðar og kaup markaðsaðildar. Hvort tveggja verður að „borga sig“ í rekstri eftir á og hvort um sig verður mikið til að greiða áður en vænta má aukinnar rekstrar- hagkvæmni af kaupunum. Hvort tveggja er verðmæti, sem heldur gildi sínu, sé því vel við haldið. Markaðsaðild verður auðvitað að halda við eins og öðrum verðmætum, annars rýrnar hún sem þau. Sjaldnast dugar að drífa sig í eina aug- lýsingaherferð og láta svo þann rekstrarlið lönd og leið. Sam- líkingin á bifreiðinni og mark- að aðildinni nær enn lengra: Sé viðhaldið í lagi og verðmætin haldast í gildi, eru bæði endur- seljanleg á góðu verði. Markaðs- aðildin t.d. sem stór hluti þeirr- ar viðskiptavildar („Goodwill) sem metin yrði til verðs við sölu fyrirtækisins. Af þessum samanburði sjáum við hliðstæð- urnar. Menn geta hver um sig íhugað, hvort þeir hafi hingað til gefið auglýsingastarfseminni þann gaum, sem vert er. Með því að fylgjast almennt með því, sem til fyrirtækja sést á þessum vettvangi læðist inn sá FV 1 1973 51

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.