Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1973, Side 55

Frjáls verslun - 01.01.1973, Side 55
Hvert tímabil áætlunarinnar gefur til kynna eftirfarandi atriði: a. Upphœð, sem verja skal til auglýsinga b. Skiptingu upphœðarinnar milli kostnaðarliða c. Stœrð auglýsinga, birtingar, staðsetningar í fjölmiðlum d. Tímabil, dagsetningar, end- urskoðun áœtlunar. Tillögur um auglýsingadreif- ingu byggjast á ýtarlegum upp- lýsingum um hegðun fjölmiðl- anna, svo sem útvarps, sjón- varps, dagblaða, vikublaða, tímarita, notagildi dreifibréfa, bæklinga, sýninga o. s. frv. Allt verður þetta að vinnast innan ramma fjármagnsáætl- unarinnar, sérstöðu auglýsinga- efnis og eðli vörunnar. Skrif- legar auglýsingapantanir, við- skiptasamningur við fjölmiðl- ana, staðfesting á birtingartíma, staðsetning auglýsinga, litur, verð og annað. Auglýsingafyrir- tækið hefur eftirlit með birt- ingum og gerir athugasemdir fyrir hönd viðskiptavinar síns, ef staðfestri auglýsingapöntun er ekki fylgt. Auglýsingafyrirtæki semja um hæsta, mögulegan afslátt fyrir birtingar auglýsinga. All- ur afsláttur gengur óskertur ti] auglýsandans. Fyrir umsjón birtinga auglýsingaefnis legg- ur auglýsingafyrirtækið 15% á nectóverð birtingareikninga, svo og á nettóverð reikninga fyrir aðkeypt efni. Á hinn bóginn ábyrgist auglýsingafyrirtækið greiðslur fyrir birtingar til fjöl- miðlanna. Verð á hinni eiginlegu gerð auglýsingaefnis, — teiknistofu- vinnu, kvikmyndun, ljósmynd- un o. s. frv., reiknast samkvæmt gjaldskrá félags teiknara, kvik- inyndargerðarmanna, ljósmynd- ara.... enda eru viðkomandi starfsmenn fyrirtækjanna full- gildir félagar starfsgreina- og stéttarfélaga. Samvinnan er grunnur væntanlegs árangurs. Þörf fyrir sérmenntað fólk í auglýsingagerð og auglýsinga- þjónustu er brýnni en nokkru sinni fyrr. Við slík störf „má ekki gutla á neinum“, svo ég noti hér uppáhaldsorðtak gam- allar barnaskólakennslukonu minnar, sem tók það ákaflega nærri sér, ef einhver nemenda hennar kom ólesinn í tíma. Auglýsingafyrirtæki er staður hugverksins. Staður sköpunar, „brain-storming“, auglýsinga- herferðarinnar. Staður þar sem viðskiptavinurinn tekur þátt i skipulagningu, val á hugmynd- um, tillögum, ljósmyndum, texta og öðru því, sem að lok- um er bundið í myndamóti, offsetfilmu, kvikmynd eða ljós- mynd, og myndar eina heild: Auglýsingar í kynningar- og söluherferð. Þess vegna er sam- vinna í auglýsingagerð grunnur væntanlegs árangurs. Starfsmenn Argusar rœða mólin við Davíð Scheving Thorsteins- son framkvœmdastjóra Smjörlíkis h.f. Ólafur útskýrir tillögur fyrir viðskiptavini. FV 1 1973 55

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.