Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1973, Page 61

Frjáls verslun - 01.01.1973, Page 61
Gísli B. Björnsson, teiknari FÍT, framkvæmdastjóri Auglýsingastofunnar hf. Heildarsvipur fyrirtækis Með heildarsvip er hér átt við frágang, gerð og útlit alls þess, sem snýr að starfsfólki, umhverfi, viðskiptavinum og almenningi. Helztu þættir eru: a) Merki og skrift, þ. e. viss Ieturgerð til víðtækra nota hjá fyrirtækinu. b) Útlit pappíra fyrirtækis. c) Útlit á skrifstofum og öðrum byggingum, snyrti- mennska og málun húsa, skilti og merkingar utan og innan húss. d) Bílar, verkfæri og fleiri merktir hlutir. e) Auglýsingar í blöðum, tímaritum, sjónvarpi og annars staðar. f) önnur prentuð gögn, bæklingar, plaköt og fleira því skylt. g) Ytri umbúðir og neytendaumbúðir. h) Gluggaútstillingar. sýningarbásar o. fl. i) Annað, svo sem búningar starfsfólks og margt fleira. Á alla þessa þætti þarf að irtækis. Allt of mörg dæmi eru líta sem liði í heildarsvip fyr- um stefnuleysi og handahóf í þessum efnum. Mörg dæmi eru um gloppótt mat, einstakir þættir í góðu lagi, en aðrir mjög slæmir. Sem dæmi má nefna: • Útlit húss (arkitektúr), gott eða sæmilegt, en léleg skilti, mismunandi gerða og stærða, eyðileggja útlit hússins. • Nýtízku skrifstofuaðstaða og húsgögn, en pappírar, bréfsefni, umslög, reikning- ar o. fl. í algjöru hirðuleysi, ósamstæðir og sviplausir. ® Auglýsingar i góðu lagi, en útstillingagluggar vanhirtir og sóðalegir, og ekki hirt um að skipta um útstillingu í gluggum mánuðum saman, eða að gluggarnir eru jafn- vel ekki notaðir. Þetta eru dæmi um, að það, sem ber fyrir augu þúsunda er vanrækt og látið mæta af- gangi, en eytt í þætti, sem færri sjá og njóta. Á þessum tímum aðhalds og skipulagn- ingar í stjórnun fyrirtækja gæti maður vænzt þess, að þessum þáttum væri meiri gaumur gefinn. Allt, sem ræður útliti fyr- irtækis, er beint stjórnun- aratriði forystumanns þess, og að mínu mati mjög veigamikill þáttur, svo þýðingarmikill, að tilviljun og stjórnleysi ætti ekki að ráða. Stjórn fyrirtækis, forstjóri eða fulltrúi hans, eiga að fjalla skipulega um þennan þátt og leita til þeirra aðila, er reynslu og menntun hafa. Hvað verður fyrst til athug- unar? Að þessu sinni ætla ég aðallega að fjalla um tvo fyrstu þættina, þ. e. merki og skrift og pappíra fyrirtækis. FV 1 1973 61

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.