Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1973, Síða 67

Frjáls verslun - 01.01.1973, Síða 67
VIÐTAL VIÐ HELGA BERGS — Framh. af bls. 22. þægilegt. Ég held, að menn í viðskiptalífinu séu ekki al- mennt búnir að átta sig á því, hvaða ávinning þeir geta haft af þessu kerfi. Ég er sannfærð- ur um, að það á eftir að vaxa verulega ennþá. í öllum ná- grannalöndum okkar í Evrópu eru gírókerfi af þessu tagi afar mikið not.uð. — Telur þú, að það kunni að vera stutt í það, að öll fjármál manna verði afgreidd með millifærslum, þannig að gömlu, góðu peningaseðlarnir verði kannski óþarfir? — Það er ekki stutt í það. Hugsanlega gæti einhvern tíma í framtíðinni farið svo, að menn gengju ekki með pen- inga á sér heldur einhvers konar kort, sem vísaði á reikn- ing þeirra í bankanum og kort- ið væri sett í vissa vél í verzl- un og millifærslan hjá bank- anum þannig framkvæmd um leið. Þetta er hægt að hugsa sér, en það á langt í land, að hið almenna fyrirkomulag verði með þeim hætti. — Hefur aldrei komið til tals að gefa út hérlendis „kreditkortin“, sem víða liafa náð mikilli úthreiðslu, eins og t. d. í Bandaríkjunum? Þora menn !það kannski ekki við ís- lenzkar aðstæður? — Ég held, að það sé nú fremur hitt, að markaðurinn er mjög lítill hér. Hér höfum við aftur meiri ávísananotkun en þekkist víðast annars stað- ar. Það kerfi er ágætt út af fyrir sig, en þó að sumu leyti gallað, einkum ef menn nota ávísanir til að greiða mjög smá- ar upphæðir. Þá er kostnaður við að fjalla um þessar ávís- anir, skipta þeim milli bank- anna og meðferð þeirra að öðru leyti kannski orðinn veruleg- ur hluti af andvirði ávísunar- innar. Þetta leiddi til þess, að ný- lega neyddust bankarnir til að taka sérstakt afgreiðslugjald, sem ekki tíðkaðist áður. Ávís- anaheftin voru seld áður nokk- urn veginn á kostnaðarverði, en nú hefur afgreiðslugjaldið bætzt við. Ráðstöfun þessi á að vera hvatning til þess að menn noti síður mjög smáar ávísanir, því að afgreiðslu- gjaldið er alveg það sama á háu ávísununum og þeim smáu. — Hvernig standa svo ís- lendingar almennt við skuld- hindingar sínar? Mi'ðað við tíðni ávísanaviðskipta liérlend- is og fjölda útgefinna víxla, er þá uggvænlega mikið um ávís- anafals og afsagnir víxla? — Það fer náttúrlega eftir því, hvaða viðmiðun við höf- um, hvað við teljum mikið í þessu sambandi. Það verður að segjast, að of mikið er um þetta hvorttveggja. Skyndikannanir Seðlabankans hafa leitt í ljós, að æði margar milljónir af ,,gúmmítékkum“ eru í umferð á hverjum tíma. Það er alltof mikið og auk þess koma ekki allir gúmmí- tékkar fram í þessum könnun- um, því að bankarnir reyna auðvitað í lengstu lög að leið- rétta mistök, sem orðið geta hjá öllum, og yfirleitt eru tékkar ekki sendir til inn- heimtu fyrr en menn hafa fengið skriflegar aðvaranir nokkrum sinnum. Þegar allt kemur til alls held ég, að ástæða sé til þess að hvetja til miklu betri meðferðar á þess- um hlutum. Það er alltof mik- ið um það, að menn leyfi sér að skrifa út tékka, sem þeir vita, að innistæða er ekki fyrir. Töluvert er um það, að víxl- ar séu afsagðir og þá raunar mest vöruvíxlar, sem fyrirtæki selja á aðra greiðendur. Það kemur líka of oft fyrir, að af- segja þurfi persónuvíxla, sagði Helgi Bergs að lokum. HÓTEL LOFTLEIÐ/R SÍMI 22322 FUNDUR í KVÖLD AD HÓTEL LOFTLEIÐUM? Fundur í Reykjavík — og fólkið kemur frá útlöndum, utan af landi eða úr miðbænum — hittist og ræðir málin þar. sem aðstaðan er bezt. Hótel Loftleiðir er orðið miðstöð fyrir stærri og smærri fundarhöld og aðrar samkomur í höfuðstaðnúm. Eínstaklingar, samtök, stofnanir, féiög og fyrírtæki stefna fólki sinu til Hótels Loftleiða, því að þar hafa verið byggðir sérstakir ráðstefnu- og fundarsalir fyrir þá fjölmörgu, sem þurfa að hittast af ýmsu tilefni. Hringið í Hótel Loftleiðir. Við munum gefa yður aliar upplýsingar og aðstoða við undirbúning að hverjum þeím fundi eða öðrum mannfagnaði, sem þér kunnið að standa fyrír. FV 1 1973 67
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.