Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1973, Page 71

Frjáls verslun - 01.01.1973, Page 71
Byggingarstctrfsemi Heildar h.f. er gott dœmi um samstöðu. að neinu ráði gera að umtals- efni hugmyndir nefndarinnar um uppbyggingu hins nýja skipulags. Þar er um það margþætt viðfangsefni að ræða. að heppilegra er að ræða það á fundum, þar sem málin væru kynnt. Þó eru það tvö atriði til ábendingar, sem ég tel gagnlegt að vekja athygii á nú þegar: 1. Þegar menn tala um sam- stöðuleysi verzlunarinnar miðað við aðrar starfsgrein- ar, verður að gera sér grein fyrir hvaða eðlismunur er á stéttarlegri aðstöðu verzl- unarfyrirtækja og t.d. laun- þegastéttar. Verzlunarfyrirtækin grund- vallast í flestum tilvikum á því að ,,konkurera“ hvert við annað um að ná til sín við- skiptum, á sama tíma sem launþegasamtök telja það eitt sitt höfuðmarkmið að koma i veg fyrir nokkra samkeppni milli félagsmanna sínna, nema ef væri í því að gera meiri kröfur til vinnuveitandans Þessi regin aðstöðumunur hefur það eðlilega í för með sér, að frá félagslegu og stétt- arlegu sjónarmið i eiga verzl- unarfyrirtækin við margvísleg vandamál að glíma, sem ekki verður horft framhjá. Af þess- ari ástæðu er það höfuðnauð- syn, þegar spilin eru stokkuð upp, í þeim tilgangi að fram- kalla meira félagslegt afl, að fundin verði leið sem gerir það að verkum, að það skipti fyrirtækin í raun og veru máli, hvort þau eru í samtök- unum eða ekki. Þýðingarmikið atriði í þeirri viðveitni er, að samtökin sjálf í iðnaði og verzlun, viðurkenni í sem ríkustum mæli innbyrðis að- stöðu hvers annars og félags- manna sinna. Ekki aðeins í orði, heldur einnig á borði. 2. Nefr.din setur ákveðið fram þá skoðun sína, að samtök viðskiptalífsins verði aðilar að Vinnuveitendasambandinu með tilliti til kjara- og launamála. Ég er fyllilega sömu skoðunar, en þó með nokkrum fyrirvara. Ekki fer milli mála að happadrýgst er fyrir þjóðarheildina, að við gerð kjarasamninga sé mót.uð heildarstefna. Þá ber og að hafa í huga, að kjara- mál eru orðin það flókin og vandasöm viðfangs, að um þau verður ekki fjallað með góðum árangri, nema af mönnum með kunnáttu og reynslu og mikla yfir- sýn. Vinnuveitendasamband- ið hefur tvímælalaust yfir að ráða hæfustum starfs- kröftum á þessu sviði og því er samstaðan með því gagn- leg og nauðsynleg. Fyrirvarinn sem ég vildi hinsvegar hafa á í þessu sambandi er sú alvarlega staðreynd, að það hefur skeð margsinnis við gerð kjara- samninga hér á landi undan- farin 10-15 ár a.m.k., að málefni verzlunarinnar hafa hreinlega verið notuð sem einskonar skiptimynt í hrossakaupum ýmissa stjórn- málaspeklúlanta til að ná samkomulagi á allt öðrum sviðum. Þetta hefur leitt til þess, að um málefni verzl- unar og viðskipta hefur að alltof miklu leyti verið fjall- að af þeim sem sízt skyldu og ekki hafa snefil af þekk- ingu á verzlunar- og við- skiptamálum. Um afleiðing- arnar þarf ekki að fjölyrða. Þetta er nauðsynlegt að hafa í huga, þegar fjallað verður um þann þátt skipulagsmál- anna sem lýtur að gerð kjarasamninga og tekin yrði afstaða til dæmis til þess at- riðis, hvernig staðið skuli að atkvæðagreiðslu um samn- ingsuppköst. STÉTTARLEG OG ÞJÓÐFÉLAGSLEG NAUÐSYN Með framanritað og raunar margt annað í huga er ég mjög fylgjandi því, að mark- visst verði unnið að endur- skoðun skipulagsmálanna á grundvelli þess nefndarálits sem er tilefni þessara skrifa. Hér er ekki um neitt augna- bliksmál að ræða, þvert á móti verður að ætla, að ef vel tekst til í þessum efnum, sé unnið mjög þýðingarmikið verk sem stuðla mun að vexti og við- gangi heilbrigðra verzlunar- hátta í landinu. Það er ekki aðeins að umrædd samtök og félagsmenn þeirra þurfi á því að halda. Islenzkt þjóðfélag þarf á því að halda. FV 1 1973 71

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.