Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1973, Side 73

Frjáls verslun - 01.01.1973, Side 73
í þessum iðnaði eigum í vök að verjast og því reynum við að mynda eina sterka heild, til að koma fram fyrir okkar hönd. Við höldum reglulega fundi, þar sem við tökum fyrir þau mál, sem efst eru á baugi og ákveðum hvernig á þeim skuli haldið. Við erum sífellt að reyna að koma stjórnvöld- um í skilning um að það sé þeim ekki í hag að vinna gegn okkur, eins og stundum vill brenna við, heldur með okkur, því að slíkt sé báðum fyrir beztu. FV: Þar sem samkeppni er svo hörð, hlýtur fyrirtækið sí- fellt að huga að hagræðingu. Hr. Miquel: Já, það má allt- af gera betur og við erum sí- fellt að vinna að endurskipu- lagningu á framleiðslunni og 1967 tókum við í notkun nýja verksmiðju, þar sem fullkomn- ustu iramleiðsluaðferðum, sem völ er á, er beitt. Að lokum vildi ég aðeins segja: Ég tel að sú stefna sem tekin hefur verið í rekstri fyrirtækisins, virðist hafa verið sú rétta, eins og framleiðsluaukningar- tölurnar sýna, en hr. Graham getur kannski frætt ykkur svo- lítið meira um útflutnings- starfsemina. K. A. Graham, er fram- kvæmdastjóri útflutningsdeild- ar og hann segir fréttamanni FV, að Bells leggi langmest upp úr þeirri söluaðferð, að heimsækja alla umboðsmenn erlendis reglulega, til að kynn- ast þeim og mörkuðum þeirra. Á þennan hátt tekst okkur bezt að afla þeirra upplýsinga, sem nauðsynlegar eru til að taka ákvarðanir um nýjar leiðir til framleiðsluaukpingar miðað við markaðsþol. Nýjar áætlanir eru síðan fram- kvæmdar í sambandi við um- boðsmenn okkar á hverjum stað, með auglýsingum, eða öðrum kyningarherferðum. FV: Að lokum, skiptir ís- lenzki markaðurinn ykkur nokkru máli? Graham: Allir markaðir eru jafn mikilvægir í okkar aug- um. Sumir eru eðlilega minni en aðrir, en þá er bara að reyna að stækka þá og auka söluna. Salan á íslandi jókst um 20% á árunum 1969—71 og ef sú aukning heldur áfram erum við ánægðir því þá verð- ur ísland með tímanum orðinn góður og arðvænlegur markað- ur. Fylgzt er nákvcemlegct með hverju íramleiðslustigi. Whiskeyið er geymt í a. m. k. fimm ár til þess að ná eiginleikum sínum. Átöppun fer fram í hraðvirkum vélum, en hver flaska er skoðuð áður en hún er send út. FV 1 1973 73

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.