Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1973, Qupperneq 75

Frjáls verslun - 01.01.1973, Qupperneq 75
Ásgeir Ingólfsson, framkvæmdastjóri Erfitt að vinna gegn því að þfóðin Kafi tekjur af erlendum laxveiðimönnum Hækka árleigur enn, og verða innlendir veiðimenn í síauknum mæli útundan? Þegar rætt skal um laxveiði- málin, er af mörgu að taka. Fæst mál eiga, sér aðeins eina hlið ,og um laxveiðimálin er því vissulega svo farið, að þar er um margt að ræða. Sé litið á tölfræðilegu lilið- ina, sjálfa veiðina, eins og hún birtist i veiðibókum og opin- berum skýrslum, er vissulega ástæð.j. til þess að vera bjart- sýnn. Laxveiði hefur sennilega aldrei verið meiri en á síðast- liðnu sumri — þótt laxagöng- ur kunni að hafa verið meiri, á meðan landið var með öllu ósnortið. Þeim mun ánægjulegri ei þessi staðreynd, að laxveiðin á liðnu sumri segir ekki aðeins sögu eins veiðitímabils, helduv er hún til staðfestingar á sér- stæðri þróun, sem á ekki hlið- stæðu annars staðar við Atl- antshafið. Fyrir sjö árum, eða árið 1966 var heildarfjöldi laxa, sem veiddir voru á stöng og í net, um 27.000. Þessi tala hefur farið sihækkandi, ár frá ári, og var í sumar um 62.000 Með öðrum orðum er um að ræða tvöföldun á rúmum hálf- um áratug. Orsakirnar eru margs konar, og verður ekki nánar fara út í þær hér að öðru leyti en að minna á þrjá þætti, ár, sem eru að mestu ómengaðar, víðtæka ræktunar- starfsemi og gerð fiskvega. RÆKTUN ARST ARFSEMI KOMIN Á NÝTT STIG Allir haldast þessir þættir í hendur, en sá, sem fangar hug flestra, sem taka að snúa sér að laxveiðimálum, er ræktun- arstarfsemin, sem er nú greim- lega að komast á nýtt stig á nokkrum stöðum á landinu. Fyrir liggur, svo að nær óyggj- andi er, að stærð laxins er arf- geng, og eru menn nú teknir að hagnýta sér þessa þekkingu, þannig, að segja má, að fræði- lega sé lítið því til fyrirstöðu að rækta stórlax, sé það á annað borð talið henta, á hverjum stað. Þá er nú varið meira fé til ræktunar en áður hefur verið gert. Hér er um jákvæðan þátt að ræða, sem gefur tilefni til bjartsýni. Eins og ég sagði í upphafi, eru hliðar laxveiðimálanna margar, en það er ekki ætlun- in hér að ræða hverja og eina, heldur ætla ég að snúa mér að einum þætti aðallega, þeirri hlið, sem snýr að íslenzka lax- veiðimanninum. Hefur sú jákvæða þróun. sem orðið hefur, lýst sér í aukinni þátttöku hans í lax- veiðum, og er hann ánægðari með sitt hlutskipti nú en áður var? Nýtur hann, með öðrum orðum, þess, sem áunnizt hef- ur? Því miður er hæpið, að hægt sé að svara þeirri spurn- ingu játandi. Hvað veldur? Margt. TAKMARKAÐUR AÐGANG- UR INNLENDRA LAX VEIÐIM ANN A Laxveiði er orðin dýr, og aðgangur innlendra laxveiði- manna að einstökum ám hefur mjög verið takmarkaður, eink- um á ákveðnum tíma sumars. Þessi þróun heldur áfram, og margir innlendir laxveiðimenn halda því fram, að um öfug- þróun sé að ræða; en jafnvel þeir, sem um það eru sammála, eru ekki á einu máli um, hverjum sé um að kenna, svo að notað sé orðatiltæki, sem oft hefur heyrzt, að undan- förnu, Sumir vilja kenna bændum, aðrir svonefndum einkaframtaksmönnum á sviði laxveiði og enn aðrir félögum í stangaveiðifélögunum. Um eitt aettu þó allir að vera sammála. Á meðan laxveiði í öðrum löndum, sem liggja að Norður-Atlantshafinu, dvínaði, hefur laxveiði hérlendis tvö- faldazt, á skömmum tíma. Áhugi erlendra veiðimanna vaknaði, eða var vakinn; og var þá nokkuð því til fyrir- stöðu, að erlendir veiðimenn kæmu hingað í stórum hóp- um? I reyndinni var svo ekki. í fyrstu voru það einstaklingar, svonefndir einkaframtaks- menn, sem riðu á vaðið, tóku á leigu ár, og endurleigðu er- lendis. Þetta færði þeim, og bændum, — veiðiréttareigend um, — auknar tekjur. Jafn- framt hækkuðu árleigurnar. Stangaveiðifélögin hafa ekki almennt haft annað á dagskrá sinni en sinna þörfum félags- manna. En svo kom spurning- in: Hvernig yrði bezt á þeim málum haldið í framtíðinni? Gamall laxveiðimaður, og skribent, Víglundur Möller, komst fyrir nokkru svo að orði um þróunina: „Hún hefur orðið mjög á annan veg en stangaveiðimenn hefðu óskað, ef þeir hefðu fengið einhverju um hana ráðið. Samt eru til í þeirra hópi menn, sem eiga allmikla sök á því, hvernig komið er. Hér er átt við þá. sem æ ofan í æ hafa sprengt upp árnar með yfirboðum og skefjalausri samkeppni við stangaveiðifélögin. Þeir hafa síðan teymt hingað útlendinga, sem ekki þurfa að horfa í kostnaðinn, selt þeim á okur verði bezta timann í ánum, og ætlazt svo til, að íslendingar láti.sér lynda að hirða leifarn- ar gegn of háu gjaldi. Þeir vita sem er, að lengi má freista margra, þegar laxveiði er í boði.“ FV 1 1973 75
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.