Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1973, Síða 71

Frjáls verslun - 01.02.1973, Síða 71
Félagsmál verzlunarinnar: Skipulagsbreytingar hjá * Verzlunarráði Islands Búast má við allverulegri breytingu á starfsemi V.Í., nú á næstunni, og er margt sem veld- ur því. í fyrsta lagi má nefna, að síðastliðin ár hafa staðið yfir miklar umræður um starfsemi ráðsins og skipulag samtaka at- vinnulífsins, þar sem fram kom hugmynd um að V.Í., F.Í.S. og K.í. sameinuðust í einum heild- arsamtökum, Viðskipta- og iðn- aðarráði íslands. Þessar umræður leiddu svo til þess að lögum ráðsins var breytt á framhaldsaðalfundi þess þann 8. febr. s.l. í öðru lagi má nefna, að nýr framkvæmdastjóri hóf störf við ráðið á þessu ári, og er búizt við að hann hyggi á ýms- ar breytingar á störfum ráðsins. MARKMIÐ LAG ABREYTING A Á aðalfundi V.í. 1972, var kosin nefnd, sem skyldi undir- búa tillögur um breytingar á lögum ráðsins. Þegar nefndin hóf störf kom fljótlega í ljós, að ekki var framkvæmanlegt, að svo stöddu, að framfylgja þeim hugmyndum, sem áður höfðu komið fram um Við- skipta- og iðnaðarráð íslands. Málið tók því þá stefnu í með- förum nefndarinnar og stjórn- ar r'áðsins, að áhrif hins al- menna félagsmanns eru stórauk- in, þannig að stjórn V.í. verður hér eftir mun óháðari hinum samtökunum en verið hefur, en við hlið stjórnarinnar er mynd- að Formannaráð, sem fær það hlutverk, að tengja saman fé- lögin. Starfsemi Formannaráðs- ins verður óháð stjórninni, og mun það móta starfsemi sína og áhrifasvið eftir eigin hug- myndum. Stjórn V.í. hefur nú alllengi verið með þeim hætti að félögin, sem aðild eiga að ráðinu, tilnefna um helming stjórnarinnar, en almennir fé- lagar kjósa hinn helming stjórn- arinnar úr sínum hópi. Þetta fyrirkomulag hefur, a.m.k. að sumra dómi, leitt til þess, að raunveruleg stjórn ráðsins hef- ur verið í höndum annarra fé- lagssamtaka, sem ekkert greiða til starfseminnar, en hinir al- Áhrif hins almenna félagsmanns eru stóraukin þannig að stjórn V.í. verður hér eftir mun óháðari hinum samtökum verzlunarinnar en verið hefur. mennu félagsmenn, sem kosta starfsemina, fá litlu ráðið, eða finnst það og verða því áhuga- lausir. Höfuðhlutverk verzlun- arráðs verður ávallt að vinna við hlið alþingis og ríkisstjórn- ar, að löggjafarstarfi og al- mennri stjórnsýslu. Megin styrkur ráðsins ligg- ur í því að innan þess eru menn með reynslu og þekkingu á at- vinnulífinu, sem ekki er að finna hjá opinberum stjórn- mála- og embættismönnum. Þess vegna geta verzlunarráð haft margt nýtt fram að færa og komið fram sem fulltrúi at- vinnulífsins. Ef starfsáhugi fé- lagsmanna ráðsins minnkar, er tilvera þess í hættu og Verzl- unarráð er engum til gagns ef félagsmenn vilja ekki leggja á sig ólaunaða vinnu í þágu þess. Megin tilgangur lagabreyting- anna er að endurvekja áhuga hins almenna félagsmanns, sem ýmsum hefur þótt orðinn of lítill. NÝ STJÓRNSKIPUN V. í. Félagsmenn fá nú að kjósa 18 manna stjórn V.í. með bein- um kosningum, þar sem hver félagsmaður fær 1 atkvæði fyr- ir hverjar 1.000 kr., sem hann greiðir í árgjöld til ráðsins. Aðalfundur verðúr haldinn annað hvert ár og fer þá fram stjórnarkjör til næstu tveggja ára, en það árið sem aðalfund- ur er ekki haldinn verður hald- ið Viðskiptaþing, þar sem tekin verða til umræðna þau mál, sem helzt eru á baugi hverju sinni. Stjórn ráðsins skipa 18 full- trúar, sem kosnir eru af félags- mönnum en auk þess eiga for- menn F.Í.I., F.Í.S. og K.I. sæti í stjórn ráðsins. Stjórnin kýs sér sjálf formann og 5 manna framkvæmdastjórn beinni kosn- ingu. Formannaráð kemur við hlið stjórnarinnar með sjálfstæðan starfsvettvang, þar sem for- menn allra þeirra félaga, sem aðild eiga að V.Í., geta komið saman og myndað sameigin- lega forystu fyrir atvinnulífið í landinu. Framkvæmdastjórar þeirra sömu félaga munu svo halda fundi sín á milli og vinna sameiginlega að þeim málum sem Formannaráðið felur þeim. Varnaglar í lögum ráðsins eru tveir, og báðir gegn því að fámennur og fjársterkur hóp- ur manna geti náð of miklum völdum innan ráðsins, sem er FV 2 1973 67
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.