Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1973, Side 23

Frjáls verslun - 01.06.1973, Side 23
Starfsmannablöð T I ®1! • m f £ / |1 • I ækiiæri tyrir starfstolkið tii að tala út I tímaritum síarfsmannafélaga hjá fyrirtækjum í Svíþjóð færist það nú stöðugt í vöxt, að starfsfólkið og leiðtogar verkalýðsfélaga noti þar tækifærið til að segja forstöSuinöan- um viðkomandi fyrirtækja til syndanna. Hvers konar and- rúmsloft í samskiptum starfsmanna og yfirmanna hefur skap- azt við þetta? Torsten Svensson, sænskur verkaJýðsleiðtogi, skrifaði tíma- ritsgrein fyrir nokkru, þar sem hann réðst harðlega á stjórn sænska stórfyrirtækisins AGA fyrir að 100 tæknimönnum þess var sagt upp á einu bretti. Greinin birtist í starfsmanna- blaði fyrirtækisins, AGA-Klipp. Hjá orkustofnun sænska rík- isins er stöðug umræða í gangi í starfsmannablaði milli for- stjóra stofnunarinnar, Erik Grafström og starfsmanna um hin margvíslegustu mál- efni, ýmist hernaðaraðgerðir í Indókína eða nýútkomnar skáldsögur á sænskum bóka- markaði, svo að dæmi séu nefnd. Starfsmenn, sem ekki eru á sama máli, fá jafnmikið rúm í blaðinu til að láta skoð- anir sínar í ljós. LEYSIR VANDAMÁL Er þetta hin eðlilega stjórn á starfsmannablöðum, sem til þessa hafa túlkað sjónarmið fyrirtækisins? Menn greinir á um það, og jafnvel í Svíþjóð, þar sem nokkurt frjálsræði hefur lengi ríkt í samskiptum stjórnenda og starfsmanna, er stefnan í þessum málum ný- breytt. Hún er reyndar liður í aðgerðum vinnuveitenda til að leysa vandamál, er skap- azt hafa vegna óánægju starfs- manna á vinnustöðum. Sam- band sænskra vinnuveitenda hefuv átt frumkvæði að því að hrinda í framkvæd þessari ný- breytni í ritstjórn starfsmanna- blaðanna, sem er þriggja ára gömul. Talsmenn sambands- ins segjast trúa því, að upp- lýsingastreymi fram og aftur milli vinnuveitenda og laun- þega geri starfsfólkið ánægð- ara á vinnustað. Æ fleiri for- FV 6 1973 stöðumenn sænskra fyrirtækja taka undir þessa skoðun og telja, að fleiri muni fara að dæmi Svía í þessum málum. Starfsfólk lijá AGA-verksmiðj- unum flettir tímariti fyrirtæk- isins, þar sem fjallað er um málin af fullri einurð. „Kostirnir við að efna til opinnar umræðu í starfsmanna- blöðum eru svo margfalt fleiri en gallarnir", segir Lars FredhoJm, starfsmannastjóri hjá Kockum-skipasmíðastöðv- unura í Málmey. „Við höfum komizt að raun um, að miklu æskilegra er, að gagnrýni á fyrirtækið og stjórnendur þess komi augljóslega upp á yfir- borðið og sé tekin til umræðu, heldur en að fólkið gangi um nöldrandi og kvartandi hvað við annað. Ekkert getur aftrað verkamönnum eða félögum þeirra frá að gefa hvaða yfir- lýsingai sem þeim sýnist. Það getur heldur enginn stöðvað mig í að svara fullum hálsi.“ Samt viðurkennir Fredholm, að ýmsar greinarnar fari í „taugarnar á sér -—- sérstaklega þær, sem fela í sér uppljóstr- anir um kaup og kjör“, segir hann. SAMKEPPNIN Forstjórar Kockum hafa ekki alltaf verið reiðubúnir til að fallast á að leggja fram peninga til blaðaútgáfu, svo að starfs- mennirnir gætu fengið að taka þá í gegn. „Þegar við hófurn birtingu á viðkvæmu ágreiningsefni kom aðalfor- stjórmn hlaupandi hingað nið- ur, veifandi blaðinu, og spurði, hver andskotinn væri eigin- lega að gerast hér“ segir Klas Helsing, upplýsingafulltrúi. „Nú eru forstjórarnir orðnir vanir þessu, og þeir kunna því hið bezta.“ Flestir forstjórar í Banda- ríkjunum virðast tregir til að fara að dæmi Svíanna. „Starfs- mannablöðin okkar eru eins og dagblöð eða vikurit í litlu bæj- arfélagi“. segir talsmaður Exx- on Corp, sem gefur út starfs- mannablað í 50 þús. eintökum. „Við birtum fréttir um afmæli, dauðsföll, stöðuhækkanir, ný- mæli i starfi fyrirtækisins, við- töl við starfsmenn, sem stunda skemmtilega frístundaiðju. Við birtum ekki ritstjórnargrein- ar.“ Varðandi óánægju starfs- manna og umkvartanir segir þessi starfsmaður, að þeir hafi annan vettvang til að koma slíku á framfæri. En með því að setja inni- haldi blaðanna þessar skorð- ur hlýtur gagnsemi þeirra að verða minni telja sænskir at- hafnamenn á borð við Sven Sundling, blaðafulltrúa hjá Astra. „Við keppum við dag- 23 L

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.