Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1973, Qupperneq 23

Frjáls verslun - 01.06.1973, Qupperneq 23
Starfsmannablöð T I ®1! • m f £ / |1 • I ækiiæri tyrir starfstolkið tii að tala út I tímaritum síarfsmannafélaga hjá fyrirtækjum í Svíþjóð færist það nú stöðugt í vöxt, að starfsfólkið og leiðtogar verkalýðsfélaga noti þar tækifærið til að segja forstöSuinöan- um viðkomandi fyrirtækja til syndanna. Hvers konar and- rúmsloft í samskiptum starfsmanna og yfirmanna hefur skap- azt við þetta? Torsten Svensson, sænskur verkaJýðsleiðtogi, skrifaði tíma- ritsgrein fyrir nokkru, þar sem hann réðst harðlega á stjórn sænska stórfyrirtækisins AGA fyrir að 100 tæknimönnum þess var sagt upp á einu bretti. Greinin birtist í starfsmanna- blaði fyrirtækisins, AGA-Klipp. Hjá orkustofnun sænska rík- isins er stöðug umræða í gangi í starfsmannablaði milli for- stjóra stofnunarinnar, Erik Grafström og starfsmanna um hin margvíslegustu mál- efni, ýmist hernaðaraðgerðir í Indókína eða nýútkomnar skáldsögur á sænskum bóka- markaði, svo að dæmi séu nefnd. Starfsmenn, sem ekki eru á sama máli, fá jafnmikið rúm í blaðinu til að láta skoð- anir sínar í ljós. LEYSIR VANDAMÁL Er þetta hin eðlilega stjórn á starfsmannablöðum, sem til þessa hafa túlkað sjónarmið fyrirtækisins? Menn greinir á um það, og jafnvel í Svíþjóð, þar sem nokkurt frjálsræði hefur lengi ríkt í samskiptum stjórnenda og starfsmanna, er stefnan í þessum málum ný- breytt. Hún er reyndar liður í aðgerðum vinnuveitenda til að leysa vandamál, er skap- azt hafa vegna óánægju starfs- manna á vinnustöðum. Sam- band sænskra vinnuveitenda hefuv átt frumkvæði að því að hrinda í framkvæd þessari ný- breytni í ritstjórn starfsmanna- blaðanna, sem er þriggja ára gömul. Talsmenn sambands- ins segjast trúa því, að upp- lýsingastreymi fram og aftur milli vinnuveitenda og laun- þega geri starfsfólkið ánægð- ara á vinnustað. Æ fleiri for- FV 6 1973 stöðumenn sænskra fyrirtækja taka undir þessa skoðun og telja, að fleiri muni fara að dæmi Svía í þessum málum. Starfsfólk lijá AGA-verksmiðj- unum flettir tímariti fyrirtæk- isins, þar sem fjallað er um málin af fullri einurð. „Kostirnir við að efna til opinnar umræðu í starfsmanna- blöðum eru svo margfalt fleiri en gallarnir", segir Lars FredhoJm, starfsmannastjóri hjá Kockum-skipasmíðastöðv- unura í Málmey. „Við höfum komizt að raun um, að miklu æskilegra er, að gagnrýni á fyrirtækið og stjórnendur þess komi augljóslega upp á yfir- borðið og sé tekin til umræðu, heldur en að fólkið gangi um nöldrandi og kvartandi hvað við annað. Ekkert getur aftrað verkamönnum eða félögum þeirra frá að gefa hvaða yfir- lýsingai sem þeim sýnist. Það getur heldur enginn stöðvað mig í að svara fullum hálsi.“ Samt viðurkennir Fredholm, að ýmsar greinarnar fari í „taugarnar á sér -—- sérstaklega þær, sem fela í sér uppljóstr- anir um kaup og kjör“, segir hann. SAMKEPPNIN Forstjórar Kockum hafa ekki alltaf verið reiðubúnir til að fallast á að leggja fram peninga til blaðaútgáfu, svo að starfs- mennirnir gætu fengið að taka þá í gegn. „Þegar við hófurn birtingu á viðkvæmu ágreiningsefni kom aðalfor- stjórmn hlaupandi hingað nið- ur, veifandi blaðinu, og spurði, hver andskotinn væri eigin- lega að gerast hér“ segir Klas Helsing, upplýsingafulltrúi. „Nú eru forstjórarnir orðnir vanir þessu, og þeir kunna því hið bezta.“ Flestir forstjórar í Banda- ríkjunum virðast tregir til að fara að dæmi Svíanna. „Starfs- mannablöðin okkar eru eins og dagblöð eða vikurit í litlu bæj- arfélagi“. segir talsmaður Exx- on Corp, sem gefur út starfs- mannablað í 50 þús. eintökum. „Við birtum fréttir um afmæli, dauðsföll, stöðuhækkanir, ný- mæli i starfi fyrirtækisins, við- töl við starfsmenn, sem stunda skemmtilega frístundaiðju. Við birtum ekki ritstjórnargrein- ar.“ Varðandi óánægju starfs- manna og umkvartanir segir þessi starfsmaður, að þeir hafi annan vettvang til að koma slíku á framfæri. En með því að setja inni- haldi blaðanna þessar skorð- ur hlýtur gagnsemi þeirra að verða minni telja sænskir at- hafnamenn á borð við Sven Sundling, blaðafulltrúa hjá Astra. „Við keppum við dag- 23 L
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.