Frjáls verslun - 01.06.1973, Síða 79
REKIÐ MEÐ TAPI
Af hverju hefur slíkur vöxt-
ur hlaupið í kaupskipaflota
Sovétrikjanna? Sumir segja,
að meðintilgangur ráðamanna
þar eystra sé að sýna með
þessu, hvernig „hið sósialíska
kerfi hafi algjöra yfirburði
yfir hagkerfi kapitalismans“
eins og Tomofei Guzhenko,
siglinsamálaráðherra Sovét-
ríkjanna sagði fyrir nokkrum
árum. En lítið er farið út í þá
sálma nú á dögum, þegar ver-
ið er að bræða ísinn í sam-
skipunn Bandaríkjanna og
Sovétríkjanna.
Miklu raunsærra virðist
vera, að Sovétmenn byggi
flota sinn upp til þess að kom-
ast yfir harðan gjaldeyri, sem
þeir þarfnast mjög. Svo er
áhugi þeirra mikill á að kom-
ast inn á siglingaleiðina vestur
um haf að þeir virðast kæra
sig kollótta. þó að horfur séu
á að Lermontov, sem getur
flutt 600 farþega, verði rekinn
með tapi í nokkur ár og að
hallarekstur verði 300.000
Bandaríkjadollarar í hverri
hinna þriggja ferða, sem
fyrirhugaðar eru í sumar milli
Leningrad og New York.
Einn af forstöðumönnum
Sovézka siglingamálaráðu-
neytisins, Igor Averin hafði
þetta að segja um málið:
„Við getum ekki keppt við
hraðskreiðari og íburðarmeiri
skip eins og ,,France“ eða
„Queen Elizabeth II“. En við
bjóðum upp á rússneskan mat,
þægindi og skemmtun á hóf-
legu verði, sem ætti að geta
hentað þeim sívaxandi fjölda
bandarískra ferðamanna, er
leggja leið sína til Sovétríkj-
anna.“
Systurskip Lermontovs,
Alexander Pushkin, sem byggt
var í Austur-Þýzklandi, siglir
reglulega milli Leningrad og
Montreal í Kanada. Oftast er
hvert farþegarými skipað og á
þessu græða Sovétmenn, þó
nokkuð," eins og embættis-
maður orðiaði það, og mikið af
hagnaðinum kemur í hörðum
gjaldeyri.
LEIGJA 55 ERLEND SKIP
Sovétmenn segja, að aukinn
kaupskipafloti sé nauðsynlegur
til að mæta vaxandi flutn-
ingaþörf. Stærsti viðskipta-
vinur skipafélaganna er sov-
ézka ráðuneytið, sem fer með
málefni utanríkisviðskipta. Það
FV 6 1973
notar um 55% af allri flutn-
ingagetunni.
„Þarna er skýringin á hin-
um stórauknu umsvifum okk-
ar,“ fegir Averin. Hann held-
ur því einnig fram, að mjög
lítið sé um leigu á sovézkum
skipum til flutninga fyrir aðra
aðila en á hinn bóginn þurfi
Sovétmenn sjálfir að leigja
55 skip til flutninga um þess-
ar mundir.
Mestir eru flutningarnir
milli sovézkra hafna og Japans
og Vestur- Evrópu. Þar til fyr-
ir nokkrum árum voru við-
skipti þarna á milli tiltölulega
lítil en nú aukast þau um 10% á
ári og í fyrra námu þau 3
milljörðum dollara alls, sem
var nýtt met.
Á EFTIR í GÁMU-
FLUTNIN GUM
Flutningar með gámum eru
orðnir svo stórfelldir milli
Vestu:-Evrópu og Sovétríkj-
anna að sovézk skrp hafa eng-
an veginn undan. í fyrra fóru
60.000 gámar á milli og hafði
þeim fjölgað um 10.000 á einu
ári. Enn er gert ráð fyrir 40%
aukningu á þessu ári. Sovézka
siglingamálaráðuneytiði hefur
gert leigusamninga við nokkur
gámafyrirtæki á Vesturlöndum
enda viðurkenna fulltrúar
ráðuneytisins að þeir geti eng-
an veginn fullnægt allri eftir-
spurn á þessu sviði flutninga.
Hjá ráðuneytinu eru nú
líka í undirbúningi fram-
kvæmdir, sem miða að því, að
komið verið upp gámakerfi,
landveg og á sjó, milli Lenin-
grad og Nakhoda á Kyrra-
hafsströndinni. Þetta kerfi mun
kosta 270 milljónir dollara og
er stærsta einstaka verkefniði,
sem gert er ráð fyrir á nú-
gildandi fimm ára áætlun, sem
nær til ársins 1975.
79
L