Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1973, Qupperneq 79

Frjáls verslun - 01.06.1973, Qupperneq 79
REKIÐ MEÐ TAPI Af hverju hefur slíkur vöxt- ur hlaupið í kaupskipaflota Sovétrikjanna? Sumir segja, að meðintilgangur ráðamanna þar eystra sé að sýna með þessu, hvernig „hið sósialíska kerfi hafi algjöra yfirburði yfir hagkerfi kapitalismans“ eins og Tomofei Guzhenko, siglinsamálaráðherra Sovét- ríkjanna sagði fyrir nokkrum árum. En lítið er farið út í þá sálma nú á dögum, þegar ver- ið er að bræða ísinn í sam- skipunn Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Miklu raunsærra virðist vera, að Sovétmenn byggi flota sinn upp til þess að kom- ast yfir harðan gjaldeyri, sem þeir þarfnast mjög. Svo er áhugi þeirra mikill á að kom- ast inn á siglingaleiðina vestur um haf að þeir virðast kæra sig kollótta. þó að horfur séu á að Lermontov, sem getur flutt 600 farþega, verði rekinn með tapi í nokkur ár og að hallarekstur verði 300.000 Bandaríkjadollarar í hverri hinna þriggja ferða, sem fyrirhugaðar eru í sumar milli Leningrad og New York. Einn af forstöðumönnum Sovézka siglingamálaráðu- neytisins, Igor Averin hafði þetta að segja um málið: „Við getum ekki keppt við hraðskreiðari og íburðarmeiri skip eins og ,,France“ eða „Queen Elizabeth II“. En við bjóðum upp á rússneskan mat, þægindi og skemmtun á hóf- legu verði, sem ætti að geta hentað þeim sívaxandi fjölda bandarískra ferðamanna, er leggja leið sína til Sovétríkj- anna.“ Systurskip Lermontovs, Alexander Pushkin, sem byggt var í Austur-Þýzklandi, siglir reglulega milli Leningrad og Montreal í Kanada. Oftast er hvert farþegarými skipað og á þessu græða Sovétmenn, þó nokkuð," eins og embættis- maður orðiaði það, og mikið af hagnaðinum kemur í hörðum gjaldeyri. LEIGJA 55 ERLEND SKIP Sovétmenn segja, að aukinn kaupskipafloti sé nauðsynlegur til að mæta vaxandi flutn- ingaþörf. Stærsti viðskipta- vinur skipafélaganna er sov- ézka ráðuneytið, sem fer með málefni utanríkisviðskipta. Það FV 6 1973 notar um 55% af allri flutn- ingagetunni. „Þarna er skýringin á hin- um stórauknu umsvifum okk- ar,“ fegir Averin. Hann held- ur því einnig fram, að mjög lítið sé um leigu á sovézkum skipum til flutninga fyrir aðra aðila en á hinn bóginn þurfi Sovétmenn sjálfir að leigja 55 skip til flutninga um þess- ar mundir. Mestir eru flutningarnir milli sovézkra hafna og Japans og Vestur- Evrópu. Þar til fyr- ir nokkrum árum voru við- skipti þarna á milli tiltölulega lítil en nú aukast þau um 10% á ári og í fyrra námu þau 3 milljörðum dollara alls, sem var nýtt met. Á EFTIR í GÁMU- FLUTNIN GUM Flutningar með gámum eru orðnir svo stórfelldir milli Vestu:-Evrópu og Sovétríkj- anna að sovézk skrp hafa eng- an veginn undan. í fyrra fóru 60.000 gámar á milli og hafði þeim fjölgað um 10.000 á einu ári. Enn er gert ráð fyrir 40% aukningu á þessu ári. Sovézka siglingamálaráðuneytiði hefur gert leigusamninga við nokkur gámafyrirtæki á Vesturlöndum enda viðurkenna fulltrúar ráðuneytisins að þeir geti eng- an veginn fullnægt allri eftir- spurn á þessu sviði flutninga. Hjá ráðuneytinu eru nú líka í undirbúningi fram- kvæmdir, sem miða að því, að komið verið upp gámakerfi, landveg og á sjó, milli Lenin- grad og Nakhoda á Kyrra- hafsströndinni. Þetta kerfi mun kosta 270 milljónir dollara og er stærsta einstaka verkefniði, sem gert er ráð fyrir á nú- gildandi fimm ára áætlun, sem nær til ársins 1975. 79 L
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.