Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1973, Page 95

Frjáls verslun - 01.06.1973, Page 95
— Heyrðu, hvað starfar þú annars um þessar mundir? — Ég er dvergur í sirkus. •— Nú, en þú ert að minnsta kosti i,60, maður. — Já. ég er nefnilega í fríi í dag. — ★ —- Knattspyrnumaðurinn nafn- togaði lézt og kom í himnaríki. Var það mákill fagnaðarfund- ur. Allir strákarnir, sem spil- uðu með honum voru mættir og klöppuðu honum á axlirnar, þar sem ofboðlitlir vængstúfar voru rétt að birtast. — Jæja, strákar, sagði knatt- spyrnumaðurinn frægi. Af- hverju komum vóð ekki upp old-boys-liði og skorum á þá þarna í neðra. — Það þýðir ekkert, sagði Sánkti-Pétur og hristi hausinn. Þeir vinna okkur alltaf. — Nú, en við höfum alla beztu leikmennina. — Já, en fjandinn hefur alla dómarana. — ★ — — Læknarnir halda því fram, að alkóhól sé lífshættu- legt. —Það finnst mér þó skrít- ið. Ég veit ekki betur en að það séu miklu fleiri gamlir alkóhólistar en gamlir læknar. — ★ — — ★ — Hún var sæt og einstaklega aðlaðandi að sjá. Hún var ein. Flestir karlmennirnir á barn- um voru frá sér numdir af fegurð hennar en lögðu ekki í að taka hana tali. Nema Siggi Hann kláraði úr glasinu í hvelli, lagaði til bindið og tók sér sæti á stól við hliðina á henni og brosti myndarlega til hennar. — Veiztu svolítið, sagði hann blítt. Mér finnst mjög miður að sjá stúlku eins og þig eyði- leggja mannorðið með því að hanga svona á barnum. Nú skulurn við koma eitthvað ann- að þar sem andrúmsloftið er hagstæðara og huggulegra — eins og til dæmis heim í íbúð- ina mína. — ★ — — Svo virðist, sem það gangi erfiðlega að fá skýr svör frá yður, ráðherra, við þessum spurningum okkar, sagði sjónvarpsfréttamaðurinn í viðtalsþættinum. Kannská þér vilduð nú reyna að svara almennilega í eitt skipti. Segið mér: Hver er uppáhaldslitur- inn yðar? — Köflótt, svaraði ráðherr- ann. — ★ — FV 6 1973 95

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.