Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1974, Page 25

Frjáls verslun - 01.04.1974, Page 25
þeim á árinu og var þá höfð hliðsjón af hvoru tveggja, af- komuþörfum Seðlabankans og viðskiptabankanna. Þegar metin eru áhrif vaxtabreytingarinnar á af- komu bankans í heild má segja að hún hafi haft í för með sér bætta afkomu hans. Hvort tveggja var, að hækk- un innlánsvaxta örvaði spari- fjármyndunina og varð þannig grundvöllur útláns- aukningar og eins mun vaxtabreytingin sem slík hafa skilað nettótekjuaukn- ingu enda þótt um væri að ræða vaxtatap, hvað viðkemur forvöxtum og tekjum af bundnum innlánum eins og áður var sagt. Aðrar tekjur bankans urðu 30,5 millj. kr. á móti 21,5 millj. kr. árið áður og stafaði hækkunin eingöngu af aukn- um umsvifum í starfsemi bankans, þar sem eigi urðu neinar gjaldskrárbreytingar á árinu. Hér er um að ræða þóknun innheimtu- og víxla- deildar bankans, lántökugjald af hlaupareikningum, ábyrgð- arþóknun, tekjur lögfræði- deildar, svo og önnur gjöld, sem bankinn tekur fyrir þjón- ustu sína samkvæmt gjaldskrá bankanna. Alls varð tekju- aukning á þessum lið tæp 42% á milli ára. — Hver var aukning inn- lána og útlána hjá Verzlun- arbankanum í fyrra? — Heildarinnlán bankans í lok ársins voru 1684,8 millj. króna og höfðu aukizt á árinu um 392,5 millj. kr. eða 30,3%. Spariinnlán námu 1347,2 millj. kr. og varð aukning þeirra 271,2 millj. kr. eða 25,2%. Veltiinnlán námu 337,6 millj. kr. og höfðu vaxið á árinu um 121,4 millj. kr. eða 56,1%. Innlánsaukning ársins var meiri en dæmi eru áður í sögu bankans og voru algjör um- skipti frá þróuninni árið á undan en þá nam innláns- aukningin 77 millj. króna. Útlán bankans í árslok námu 1428,0 millj. kr. og höfðu aukizt á árinu um 284,1 millj. eða 24,8%. Auk þess nema lán úr stofnlánadeild bankans 171,8 millj. í lok síð- asta árs. Eru heildarútlán bankans þannig í árslok tæpar 1600 millj. króna. Útlána- aukning bankans varð þannig alls 322,0 millj. kr. þar af úr stofnlánadeild 37,9 millj. kr. Eins og áður er langsamlega stærsti hluti útlána bankans í formi víxillána, og nema þau 65% af útlánum bankans. Yf- irdráttarlán eru 18% og skuldabréf alán 17%. — Hverju þakkið þér þessa hagstæðu þróun fyrir hank- anna? — í landinu var almennt mikil verðmætasköpun og fjármagnsstreymið mikið. Framleiðslan var í hámarki og viðskiptakjör okkar hagstæð. Þetta hafði vitaskuld sitt að segja. Vaxtahækkunin 30. apríl laðaði að sparifé, en þá hækkuðu almennir vextir úr 7% í 9%, af ársbókum 9% í 12% og af sex mánaða bók- um úr 8% í 10%%. Það er greinilegt, að spariféð leitar í auknum mæli inn á þá spari- sjóðsreikninga, sem bezt kjörin bjóða. — Er þess að vænta, að al- menningur fái verðtryggingu á sparifc sínu í bönkunum? — Það mál hefur verið mjög til umræðu. Sem stend- ur nær verðtrygging aðeins til sparifjár barna. Málið hef- ur strandað á framkvæmdinni, sem alls ekki er auðveld. Á- kvarðanir um þetta hafa ekki verið teknar en við viljum reyna að koma til móts við sparifjáreigendur með því að bjóða hærri vexti. — Eru horfur á að hagur bankans verði jafngóður á þessu ári og í fyrra? — Óðaverðbólgan í dag leiðir til þess að sparifjár- myndunin lýtur í lægra haldi fyrir fjárfestingu í fasteign- um. Spariféð hörfar fyrir þessari þróun, því að eigend- ur þess telja sig ekki fá full- an arð af því. Því virðist Höskuldur Ólafsson: „Verðlagshömlur há allri verzlun. Eigin fjármunamyndun fyrirtækjanna er miklu minni en æskilegt væri og þau eru þess vegna meira og minna háð lánsfé.“ FV 4 1974 25

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.