Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1974, Síða 25

Frjáls verslun - 01.04.1974, Síða 25
þeim á árinu og var þá höfð hliðsjón af hvoru tveggja, af- komuþörfum Seðlabankans og viðskiptabankanna. Þegar metin eru áhrif vaxtabreytingarinnar á af- komu bankans í heild má segja að hún hafi haft í för með sér bætta afkomu hans. Hvort tveggja var, að hækk- un innlánsvaxta örvaði spari- fjármyndunina og varð þannig grundvöllur útláns- aukningar og eins mun vaxtabreytingin sem slík hafa skilað nettótekjuaukn- ingu enda þótt um væri að ræða vaxtatap, hvað viðkemur forvöxtum og tekjum af bundnum innlánum eins og áður var sagt. Aðrar tekjur bankans urðu 30,5 millj. kr. á móti 21,5 millj. kr. árið áður og stafaði hækkunin eingöngu af aukn- um umsvifum í starfsemi bankans, þar sem eigi urðu neinar gjaldskrárbreytingar á árinu. Hér er um að ræða þóknun innheimtu- og víxla- deildar bankans, lántökugjald af hlaupareikningum, ábyrgð- arþóknun, tekjur lögfræði- deildar, svo og önnur gjöld, sem bankinn tekur fyrir þjón- ustu sína samkvæmt gjaldskrá bankanna. Alls varð tekju- aukning á þessum lið tæp 42% á milli ára. — Hver var aukning inn- lána og útlána hjá Verzlun- arbankanum í fyrra? — Heildarinnlán bankans í lok ársins voru 1684,8 millj. króna og höfðu aukizt á árinu um 392,5 millj. kr. eða 30,3%. Spariinnlán námu 1347,2 millj. kr. og varð aukning þeirra 271,2 millj. kr. eða 25,2%. Veltiinnlán námu 337,6 millj. kr. og höfðu vaxið á árinu um 121,4 millj. kr. eða 56,1%. Innlánsaukning ársins var meiri en dæmi eru áður í sögu bankans og voru algjör um- skipti frá þróuninni árið á undan en þá nam innláns- aukningin 77 millj. króna. Útlán bankans í árslok námu 1428,0 millj. kr. og höfðu aukizt á árinu um 284,1 millj. eða 24,8%. Auk þess nema lán úr stofnlánadeild bankans 171,8 millj. í lok síð- asta árs. Eru heildarútlán bankans þannig í árslok tæpar 1600 millj. króna. Útlána- aukning bankans varð þannig alls 322,0 millj. kr. þar af úr stofnlánadeild 37,9 millj. kr. Eins og áður er langsamlega stærsti hluti útlána bankans í formi víxillána, og nema þau 65% af útlánum bankans. Yf- irdráttarlán eru 18% og skuldabréf alán 17%. — Hverju þakkið þér þessa hagstæðu þróun fyrir hank- anna? — í landinu var almennt mikil verðmætasköpun og fjármagnsstreymið mikið. Framleiðslan var í hámarki og viðskiptakjör okkar hagstæð. Þetta hafði vitaskuld sitt að segja. Vaxtahækkunin 30. apríl laðaði að sparifé, en þá hækkuðu almennir vextir úr 7% í 9%, af ársbókum 9% í 12% og af sex mánaða bók- um úr 8% í 10%%. Það er greinilegt, að spariféð leitar í auknum mæli inn á þá spari- sjóðsreikninga, sem bezt kjörin bjóða. — Er þess að vænta, að al- menningur fái verðtryggingu á sparifc sínu í bönkunum? — Það mál hefur verið mjög til umræðu. Sem stend- ur nær verðtrygging aðeins til sparifjár barna. Málið hef- ur strandað á framkvæmdinni, sem alls ekki er auðveld. Á- kvarðanir um þetta hafa ekki verið teknar en við viljum reyna að koma til móts við sparifjáreigendur með því að bjóða hærri vexti. — Eru horfur á að hagur bankans verði jafngóður á þessu ári og í fyrra? — Óðaverðbólgan í dag leiðir til þess að sparifjár- myndunin lýtur í lægra haldi fyrir fjárfestingu í fasteign- um. Spariféð hörfar fyrir þessari þróun, því að eigend- ur þess telja sig ekki fá full- an arð af því. Því virðist Höskuldur Ólafsson: „Verðlagshömlur há allri verzlun. Eigin fjármunamyndun fyrirtækjanna er miklu minni en æskilegt væri og þau eru þess vegna meira og minna háð lánsfé.“ FV 4 1974 25
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.