Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1974, Síða 57

Frjáls verslun - 01.04.1974, Síða 57
kalt borð eða heitan mat, ljúffenga danska rétti í hádeginu. Veitingahúsin selja einnig ýmsa kjöt- og fiskrétti, danska rétti og hið fræga danska smurða brauð og bjór, sem Dan- mörk er þekkt fyrir. Coq d’Or á H. C. Andersen götu, Viking á Báðhústorginu og Wiwex á Vesterbrogade eru meðal vinsælla veitingastaða í Kaupmannahöfn. Þjórfé Eins og í mörgum löndum, tíðkast að gefa þjórfé í Danmörku. Venjulega er burðarmönn- um gefnar 2 danskar krónur fyrir hverja ferða- tösku, sem þeir bera. Á veitingahúsum og 'hót- elum er þjónustugjald oft innifalið í reikningn- um. Leigubílstjórum er minnst gefið 10-15% af ökugjaldi. Oftast er þjónustugjald fyrir hár- greiðslu innifalið í reikningnum. Dyravörðum, sem veitt hafa sérstaka þjónustu er yfirleitt ekki gefið meira en 2 danskar krónur. Skemmtanir Kaupmannahöfn, sem er yfir 800 ára göm- ul yngist með hverjum deginum, segir ein- hversstaðar. Fjölmargt er hægt að gera sér til skemmtunar meðan dvalizt er í viðskiptaerind- um í Kaupmannahöfn. Flestir láta hið fræga Tívolí ekki fram hjá sér fara, þegar borgin er sótt heim. Borgin býður einnig upp á leiksýningar, kvikmyndasýningar, dansleiki og næturklúbba, sem eru yfir 30 að tölu í borginni. Viðskipti Allflestar verzlanir í Kaupmannahöfn hafa opið frá kl. 9-18.00 frá mánudegi til fimmtu- dags. Á föstudögum eru flestar verzlanir opnar til kl. 19 eða 20. Á laugardögum er verzlunum lokað 'M. 13.00. Bankar hafa opið frá kl. 9.30-15.00. A fimmtudögum og föstudögum er einnig opið frá kl. 16.00-18.00. Lokað á laugardögum. Að komast leiðar sinnar Auðvelt er að komast frá flugvellinum, ann- að hvort með áætlunarvögnum, leigubifreiðum eða fótgangandi. Strætisvagnar eru í ferðum um alla borgina frá kl. 5 að morgni til kl. 0.30 eftir miðnætti. Eftir þann tíma aka nokkrir vagnar um borgina á 20 mínútna fresti til kl. 2.30 eftir miðnætti. Einnig ganga neðan- jarðarlestir um borgina allan daginn. f»á er auðvelt að fá leigubifreiðar. Stokkhólmur Grundvöllur var lagður að höfuðborg hins gamla konungsríkis Svíþjóðar á 13. öld. I gamla borgarhverfinu eru kyrrlátar steinlagðar götur og gamlar byggingar, sem hafa sérstak- an svip. Allt umhverfi borgarinnar er mjög fallegt. Hótel Hótelin í Stokkhólmi eru orðlögð fyrir þrifn- að og frábæra þjónustu. Charlton hótelið, 57A Kungsgatan, Grand Hotel Royal, 8S. Blasie*- holmshamnen og Hotel Reisen 12-13 Skepps- bron eru meðal góðra fyrsta flokks hótela í Stokkhólmi. Þeir kaupsýslumenn, sem sækja Stokkhólm heim að sumarlagi, og kjósa að dveljast á ódýrum hótelum geta m. a. gist Hotel Jerum, 21 Studentbaeken. Veitingahús íslenzkir kaupsýslumenn kunna að meta sænskan mat, sem bæði er á boðstólum á hótel- um og veitingahúsum. Á allflestum veitinga- húsunum er seldur bjór og áfengir drykkir. Á síðustu árum hafa risið í Stokkhólmi veit- ingahús, sem hafa á boðstólum kínverska, ítalska, þýzka, ungverska og austurríska rétti. Aurora Cellar veitingahúsið, 11 Munkbron, Fem smá hus, 10 Nygránd og Nya Bacchi, 5 Járntogsgatan eru meðal fjölda ágætra veit- ingahúsa í Stokkhólmi. Þjórfé Þjónustugjald er innifalið í reikningnum á hótelum og veitingastöðum. Þó er venja að gefa þjónum og þjónustustúlkum litla upphæð í þjórfé. Ekki er ástæða að gefa burðarmönn- um og öðrum þjórfé, en leigubílstjórar fá venjulega 10-15% af ökugjaldi í þjórfé. Skemmtanir Á Norðurlöndum eru dagarnir langir að sum- arlagi og dimmir því seint. Þetta gefur tæki- færi til útiskemmtana, sem tíðkaðar eru í Stokkhólmi á Skansen og Kungstrádgárden. I Kungstrádgárden eru kabarett sýningar öll sunnudagskvöld að sumarlagi. LeiMiús eru op- in frá ágústlokum og fram í miðjan júní. Kungliga Dramatiska Teatern sýnir nútímaleg og klassísk verk og Kungliga Teatern gengst fyrir söngleikjum og balletsýningum. Cullberg balletflokkurinn heldur einnig balletsýningar, sem njóta mikilla vinsælda. Þá eru fjölmargir dansstaðir og kvikmyndahús í borginni. I óperuklúbbunum, í Ambassadeur og á Grand Royal Hotel eru m. a. næturklúbbar. Viðskipti Verzlanir eru venjulega opnar frá kl. 9 eða 9.30 á morgnana til kl. 18. Á laugardögum er oftast opið til kl. 13.00 eða 14.00 í sumum verzlunum. Að vetrarlagi eru margar stórverzl- anir opnar til kl. 20.00 á mánudögum og föstu- dögum og til kl. 16.00 á laugardögum. í Stokk- hólmi er fjöldi stórverzlana. FV 4 1974 57
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.