Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1974, Page 7

Frjáls verslun - 01.09.1974, Page 7
Það mun alltaf vera að koma betur og betur á daginn, að samningar vinstri stjórnarinnar við Breta um lausn land- helgismálsins hafi verið Bretum mjög í hag. Ljóst er, að brezk fiski- skip munu samkvæmt samkom'ulagi við ís- lenzku ríkisstjórnina frá í fyrra geta veitt meira hér við land en að þeim kvótamörkum, sem Bret- ar gerðu sjálfir tillögu um í samningaviðræðum en íslcnzk stjórnvöld höfnuðu þá. Ólafur Jóhannesson, viðskiptaráðherra, fór til Moskvu fyrir skömmu að ræða olíumálin og skuld- irnar við Rússa á fund- um með sovézkum ráða- mönnum. Hraðaði ráð- herrann för sinni sem mest hann mátti, því að í ljós hafði komið, að Hannes Jónsson, nýskip- aður sendiherra í Moskvu, var farinn að ræða uppgjör skuldanna í Sovét við æðstu menn eystra án þess að hafa fengið neitt umboð til þess héðan að heiman. Vanalega staldra nýskip- aðir erlendir sendiherrar við í 10 mínútur eða svo, þegar þeir afhenda Pod- gorny forseta trúnaðar- bréf sín, en Hannes sat í 70 mínútur og sendi langa skýrslu heim um það, hvernig hann hyggðr- ist gera upp við Pod- gorny! Frysting loðnu hefur verið vaxandi þáttur í freðfiskiðnaðinum á und- angengnum nokkrum loðnuvertíðum. Hafa Jap- anir sem k'unnugt er keypt þessar afurðir fyr- ir upphæðir, er vaxið hafa mikið milli ára und- anfarið. Alvarlegir erf- iðleikar ku hafa gert vart við sig í samkomu- lagsumleitunum við Jap- ani um áframlialdandi kaup vegna þess að þeir vilja meira hrognamagn í loðnunni en verið hef- ur til að dreifa eftir vinnumeðferðina hér- lendis. Hafa hrognin hrists úr loðnunni í flokkunarvélum. Til þess að verða við óskum Japana myndi þ’urfa ein- staklingsbundna með- höndlun og til þess er vinnukraftur alltof dýr hérlendis. Allar horfur eru tald- ar á, að skipt verði um útvarpsráð í vetur en til þess þarf að vísu laga- breytingu. Framsóknar- menn hafa fengið nóg af yfirgangþ Njarðar Njarð- vík og Ólafs Ragnars i ráðinu en ekki liggur ljóst fyrir, hvern menntamálaráðherra Framsóknar myndi skipa til að gegna formennsku í nýju ráði. Örlygur Hálfdánarson, bókaútgefandi, er fyrir- liði þeirra- Framsóknar- manna í ráðinu nú. Margir spá því þó, að Indriði G. Þorsteinsson yrði fyrir valinu. Miklar sögusagnir hafa gengið um að Andrés Björnsson, útvarpsstjóri, ætli senn að hætta störfum. Það er jafnframt látið fylgja, að Ólafur Jóhannesson hafi heitið Magnúsi Torfa Ól- afssyni því að skipa hann útvarpsstjóra, ef Andrés hætti. Á móti hefur dr. Gunnar G. Sohram svo einnig ver- ið nefndur líklegur í embættið. Sennilegt er talið, að Magnús Jónsson, fyrrver- andi fjármálaráðherra, gefi ekki kost á sér til endurkjörs sem varafor- maður Sjálfstæðisflokks- ins á landsfundi hans næsta vor. Þegar hafa skapazt nokkrar umræð- ur um nýjan varafor- mann. Fjórir alþingis- menn flokksins eru helzt taldir koma til greina, þeir Matthías Á Mathiesen, Matthías Bjarnason, Ingólfur Jóns- son og Albert Guð- mundsson. Frá sjónar- miði landsbyggðarmanna koma þeir Matthías Bjarnason og Ingólfur Jónsson helzt til álita en öðrum finnst, að ekki verði horft framhjá glæsilegum kosningasigri Matthíasar Á. Mathiesen í Reykjaneskjördæmi. Nánir samstarfsmenn Gunnars Thoroddsen segja hann ekki hafa hug á að taka við varafor- mannsembættinu, enda myndi það brjóta í bága við sjónarmið hans um dreifingu valds í flokks- forystunni, sem lágu því til grundvallar, að hann tókst á hendur embætti formanns þingflokks Sjálfstæðisflokksins á sínum tíma. Megn óánægja ríkir hjá vissum hópum Fram- sóknarmanna vegna sam- komulagsins við Banda- ríkjamenn út af varnar- málunum. Ekki er það þó fyrst og fremst afstað- an með eða á móti vörn- um, sem þessu veldur, heldur hitt, að þeim finnst Einar Ágústsson hafa verið í fáránlegri aðstöðu í málinu. FV 9 1974 7

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.