Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1974, Side 9

Frjáls verslun - 01.09.1974, Side 9
Afkoma Flugleifta Afköst starfsmanna meiri en hjá Finnair og SAS Olíuhækkunin 126% á einu ári f sambandi við útreikninga á afkomu Flugleiða hf. á þessu ári hafa rekstrarsérfræðingar félagsins gert samanburð á af- köstum í tonnkílómetrum á hvern starfsmanna samanborið við starfsmenn tveggja annarra Norðurlandaflugfélaga, Finn- air og SAS. Kemur þar fram, að afköstin eru áberandi mest hjá starfsmönnum Flugleiða. Þannig voru afköst starfs- manna Flugleiða árið 1973 samtals 185.000 tonnkílómetr- ar á hvern starfsmann, hjá Finnair 106.900 og hjá SAS 123.100 tonnkílómetrar. Fram- leiddir tonnkílómetrar félag- anna voru þá 329,2 millj. hjá Flugleiðum, 446,3 millj. hjá Finnair og 1.822,5 millj. hjá SAS. Starfsmenn voru hins vegar alls 177d hjá Flugleiðr um, 4j’5 hjá Finnair en 14.909 hjá SAS. Sam' æmt áætlun fjölgar farþegum islen.íku félaganna samanlagt ekki nen':a um rúm- lega 8% á þessu ári miðað við heih arfarþegatölu þeirra í fyrrr. Fax gafækkun hjá Loftleið- um á í.-Atlantshafsleiðinni er ábera; !i í jan.-sept. ’74 miðað við s na tíma í fyrra, eða 7,5%. fyrra fluttu Loftleiðir 194.18 íarþega á þessu tíma- bili er 179.618 ár. Árif 1973 flutti Flugfélag ísland.; 186.450 farþega innan- lands og 91.874 í millilanda- flugi en Loftleiðir fluttu 326.971 farþega, sem gerir samanlagt 605.295 farþega hjá báðum félögunum. Áætl- unartala fyrir þau samanlagt er 613.752 farþegar á þessu ári; Á þessum sama tíma hafa hins vegar launahækkanir hér innanlands hjá starfsmönnum beggja félaganna numið 354,8 millj., sem er 37,7% hækkun. Launahækkanir starfsmanna þeirra erlendis hafa aftur á móti ekki orðið nema 7,6% og hefðu launahækkanir innan- lands orðið til samræmis við hækkanir á launum starfs- manna erlendis-, hefði það þýtt sparnað á launagreiðslum á ís- landi, sem næmi 283,3 millj. króna. LAUN 27% AF KOSTNAÐI. Auk launahækkana hafa flugfélögin orðið að mæta geysilegum hækkunum á olíu- verði, sem verður 126% milli áranna 1973-74 eða í krónum talið um 765,2 milljónir króna. Almennar hækkanir rekstrar- liða að frádregnum launum, eldsneyti og fjármagnskostnaði eru 5,3% á sama tíma. Á þessu ári skiptist kostn- aður í rekstri Flugleita þann- ig í einstaka þætii: laun 27%, eldsneyti 20 %, flugkostnaður 18%, fjármagnskostnaður 13% og annar kostnaður 22%. TEKJUHÆKKUN Á FARÞEGA. Fargjaldahækkanir hafa verið miklar 1974 og eins hafa orðið tilfærslur milli fargjalda- flokka eins og t. d. að ung- lingafargjöld verða ekki leng- ur í notkun á flugleiðinni yfir N.-Atlantshaf. Á þeirri leið nemur heildarhækkun nú 31% á þessu ári og má gera ráð fyrir að um helmingur eða rúmlega það sé vegna elds- neytishækkana. Á Evrópu- flugleiðum nemur fargjalda- hækkun frá í febrúar 18% og þar af eru um 12% vegna eldsneytishækkana. Á N.-Atlantshafsleiðinni hef- ur náðst 35% hækkun raun- tekna á hvern farþega, sem hefur m. a. skapazt vegna til- færslna á fargjaldaflokkum og á Evrópuflugleiðum er hækkun tekna á hvern far- þega mismunandi eftir flug- leiðum og kemst lægst í um 8%. Samanlögð var heildarvelta Flugfélags íslands og Loftleiða 5152 milljónir króna í fyrra en verður á þessu ári 6949 millj. Þann 11. október stóðu langtímalán Loftleiða í 774,6 millj. króna og lán Flugfélags íslands í 382,8 milljónum kr. FV 9 1974 9

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.