Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1974, Side 15

Frjáls verslun - 01.09.1974, Side 15
Samningar og lán Eftir Júrí Kanin, hagfræftiiegan ráðunaut APINI Samstarf Sovétríkjanna og nokkurra kapítalískra, landa, (Frakklands, Þýzka sambandslýðveldisins, Austurríkis, Finn- lands, Japan, Bandaríkjanna, Englands og ftalíu), verður æ um- fangsmeira. Það byggist á langtímasamningum og víðtækum sáttmálum milli einstakra sovézkra samtaka. og erlendra fyrir- tækja og nær til mála á sviði verzlunar og efnahags, vísinda og tækni, lána og skulda. Með slíkum samningum er kleift að framkvæma víðtækar og fjárfrekar langtímaáætlan- ir. Eins og kunnugt er, vinna Sovétríkin að framkvæmd stór- áætlana í Síberíu, norðurhér- uðum landsins og á Austur- ströndinni. Þar fer fram vinnsla hinna ríku auðlinda landsins, bygging voldugra iðnaðarsamsteypa, vegagerð, lagning gas- og olíuleiðslna. Þar eru byggðar brýr, nýjar borgir og þorp. Sem dæmi um framkvæmdirnar má nefna, að á þremur undanförnum árum hafa verið byggð og tekin í notkun 1200 stór framleiðslu- fyrirtæki. Á fimm árum (1971- 1975) nemur fjárveitingin til framkvæmdanna þar 501 mill- jarðii rúblna. VESTRÆNIR KAUPENDUR. Nú á ætlun þessi að verða enn víðtækari vegna áhuga vestrænna viðskiptavina lands- ins á að kaupa framleiðsluna. Þess vegna er þörf á miklu viðibótarfjármagni. Þá koma til framkvæmda langtímalán, eins og tíðkast í venjulegum milliríkjaviðskiptum. Innflutt fjármagn erlendra aðila í Sov- étríkjunum leiðir ekki til þess, að upp rísi fyrirtæki í einka- eign á sovézkri grund. Stjórnin í Kreml hefur lagt sívaxandi áherzlu á samninga um efnahags- og viðskiptamál við ríki V.-Evrópu og Japan. FV 9 1974 15

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.