Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1974, Qupperneq 19

Frjáls verslun - 01.09.1974, Qupperneq 19
Chicago. Hverjar hugrenningar skyldu nú almcnnt eiga sér stað hjá fólki, þegar á borgina er minnzt? Þá er ekki bara átt við íslendinga heldur beinlínis þann hluta heimsbyggðarinnar, sem ætla má að sakir uppfræðslu og reynslu geti ályktað nokkuð rökrétt. Þrátt fyrir alla sannleiksleit samtíðarmannsins og gnægð tæki færa til að hafa það er réttara reynist verður mörgum hált á svellhm og tilhneigingin til dæ ma og draga í dilka eftir fordómum og alls konar kreddum er óneitanlega nokkuð rík í mönnum. Chicago,- borg í grænum búning Miðstöð lista og menningar — IMilljónaborg sem kemur á óvart Það skal játað, að á sama hátt og munnvatnskirtlarnir í hvutta litla fóru að starfa við bjölluhljóminn í líffræðatil- rauninni hérna forðum, runnu ósjálfrátt upp fyrir greinarhöf- undi myndir af A1 Capone og byssubófum hans, morðingjum af yngri kynslóðinni og skyndikonum, reykspúandi verksmiðjustrompum og skuggalegum skýjakljúfum, þegar hugsað var til ferðarinn- ar til Chicago. Og vissulega hefur saga þessarar stórborgar við vötn- in miklu verið með litskrúð- ugra móti. Hún lifir á fornri frægð, sem þó er í miklu ó- samræmi við nútímann eins og fljótlega rennur upp fyrir mönnum þegar þangað er komið. HREINLEG BORG. íbúar í Chicago eru nú um 3,6 milljónir, sem er ekki til- takanlega stór hópur miðað við íbúafjölda í stærstu borg- um Evrópu um þessar mundir, að ekki sé talað um mannhaf- ið í þéttbýli í Austurlöndum fjær. Skýjakljúfar eru að sjálf- sögðu til í Chicago en þeir eru eins og hvítþvegnir miðað við margar byggingar, stórar og smáar í öðrum erlendum borgum, sem íslendingar kann- ast við. Sírenuvælið endurómar í strætum Chicago óhugnan- lega oft á okkar vísu, eins og eitthvað voðalegt sé á seyði en í tíðni glæpa af versta tagi hafa aðrar stórborgir fyrir löngu slegið gömlu metin frá Chicago, og miðað við banda- rískar aðstæður telzt það til tíðinda, að í jafnstórri borg, sé mönnum óhætt að vera á ferli á götum úti um nætur, vitaskuld ekki í öllum hverf- um. „GRÆN BYLTING“. Þetta er mikil breyting frá fyrri tímum. Mannlífið hef- ur tekið á sig gjörbreytta mynd frá því sem var á bann- árunum, og borgarbragurinn er allur af öðrum toga spunn- inn. Mikil áherzla hefur verið lögð á „græna byltingu“ í borginni og nágrenni hennar og hefur þannig verið búið til nýtt graslendi á uppfyllingu út í Michigan-vatni, sem borg- in stendur við. Þar eru stórir garðar með listaverkum og leikvöllum. Hjólreiðastígar liggja meðfram ströndinni og inn í skógana norðan við borgina. Þeir eru greinilega mikið notaðir. Með sérstökum ráðstöfunum á seinni árum hefur tekizt að halda Michi- gan-vatni svo hreinu að Chicagobúar bregða sér nú í nokkurra mínútna akstur norður fyrir skýjakljúfana í miðborgarkjarnanum og synda í vatninu á sólríkum sumar- dögum. Á veturna er vatnið svo hinn heppilegasti vett- vangur fyrir skautahlaupara. í Chicago koma skýrlega fram einkenni meginlandsveðrátt- unnar með allt að 40 stiga FV 9 1974 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.