Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1974, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.09.1974, Blaðsíða 33
Ferðalög ■ Bandaríkjunum: Ymsir möguleikar til skemmtiferða frá Chicago Járnbrautafélagið Amtrak og Greyhoundvagnarnir bjóða ferðamönnum hagstæð kjör Chicago er afarákjósanleg samgöngumiðstöð fyrir þá, se<m ætla að sjá sig um í Bandaríkjunum. Það er ekki einungis, að fl'ug- félögin bjóði upp á tíðar ferðir þaðan hvert á land sem er, í næstum bókstaflegri merkingu, heldur sameinast líka marg- slungið net járnbrauta og leiðakerfi áætlunarvagna í einum punkti, Chicago. Auk hinna ágætu flugsam- gangna frá Chicago gefst ferða- mönnum í Bandaríkjunum kostur á að nota sér einkar á- hugaverð ferðatilboð Amtrak- járnbrautarfélagsins og Grey- hound-vagnanna. IJrval járnbrautaferða Hjá Amtrak er hægt að velja milli fjölmargra ferða, t. d. 6 daga ferð til Colorado meS sérstökum skoðunarferðum um fjallahéruð ríkisins. Hún kost- ar $215.00, innifalið: járn- brautarferðin, gisting og skoð- unarferðir. Onnur ferð um þessar slóðir í 8 daga kostar $365.00. Fyrir sama verð er líka hægt að fara í vikuferð með lest og langferðabílum til Glacier Park í Montana og inn í Kanada. Allt er innifalið, líka fæði. Vikuferð í Yellow- stone-þjóðgarðinn kostar $348.00, allt innifalið, og fyrir $553.00 er hægt að fá 11 daga ferð til vesturstrandarinnar, til Seattle í Washingtonríki og Vancouver í Kanada. Á þeirri leið eru nokkrir af fegurstu stöðum í Bandaríkjunum, í skóga- og fjallahéruðum norðr vesturríkjanna. Sumarbústaðir í Flórida Marga fýsir þó kannski fremur að komast í sumarhlý- indi á baðströndum. Því þá ekki að njóta sólargeislans i Flórída? Amtrak hefur á áætl- un sinni fjölda ferða til Flor- ida og er járnbrautarfargjald- ið frá Chicago til Orlando $104.00 báðar leiðir. Sérstök fjölskyldufargjöld eru líka í gildi. í Flórída býður Amtrak svo gistingu í litlum, en vel búnum smáhýsum, sem svipar í útliti til sumarbústaða á íslenzka vísu. Húsin eru með sérstöku loftkælikerfi, eldhúsið er búið öllum þægindum, litsjónvarps- tæki eru í öllum húsunum og á svæðinu í kring eru grasflet- ir og sundlaugar, boltavellir og golfvöllur og bátar fyrir þá, sem vilja bregða sér á sjóskíði eða til fiskveiða. Fyrir tvo kostar dvölin á þessum stað, sem nefnist „Vaca Sun Village", $112.00 í eina viku, en séu fjórir saman í húsi kostar vikudvölin $38.50 á mann. Fjölskylduafsláttur er veittur og kostar dvölin t. d. $ 126.00 á viku fyrir allt að sex manns og $147.00 fyrir allt að átta manna fjölskyldu. Gestum á þessum stað er boðið upp á sérstök vildar- kjör í sambandi við aðgang að skemmtigarðinum Disney- world. Það tekur ekki nema 15 mínútur að komast þangað í bíl frá Vaca Sun Village. Langi menn í siglingu um Karabíska hafið geta þeir keypt járnbrautarferð frá Chicago til Miami fyrir $122.00 og stigið þar um borð í skemmtiferðaskip frá Nor- wegian Caribbean Lines og siglt um höfin blá í viku eða hálfan mánuð. Vikuferð kostar frá $320.00 til $940.00 en hálfs mánaðarferð $590.00 til $1260.00 Amtrak tours X/ÍlaVScatjor^ in Florida's Fun Country FROM $56.00 - 8 DAYS, 7 NIGHTS PER PERSON DOUBLE OCCUPANCY NOT INCLUDING RAlL FARE AMM64 Einn af kynningarbækling- um járnbrautanna. FV 9 1974 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.