Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1974, Side 48

Frjáls verslun - 01.09.1974, Side 48
ið unnið ágætt starf. Haldin eru námskeið um vissar grein- ar trygginga og starfsmanna hjá félögunum eru látnir sækja þau í 5-6 vikur og þá í vinnutímanum. Við teljum okkur tvímælalaust hag af þessari starfsemi og að henni verði haldið áfram. F.V.: „Hvað er langt síðan þú hófst sjálfur störf fyrir Sjóvá?“ Sigurður: „Ég byrjaði hér haustið 1971 en hafði áður verið framkvæmdastjóri Síld- arverksmiðja ríkisins á Siglu- firði. Annars er ég Hafnfirð- ingur að ætt og uppruna, lauk prófi frá verzlunarskólanum 1934 og fór norður til Siglu- fjarðar 1936 til að gerast starfsmaður síldarverksmiðj- anna. Framkvæmdastjóri þeirra varð ég 1947. Á þessum tíma urðu geysi- legar breytingar á rekstri Síld- arverksmiðja ríkisins. Mikið var byggt á Siglufirði og Skagaströnd á árunum 1946- ‘47. Svo hvarf síldin frá Norð- urlandi og þá tóku mikil erf- iðleikaár við. Upp úr 1960 hófst síldarævintýrið við Aust- firði og uppbygging verksmiðj- anna þar. Alls eru Síldarverk- smiðjur ríkisins með starfsemi á 6 stöðum á landinu. En svo brást síldin gjörsamlega og nú er verið að reyna að byggja upp atvinnulíf þessara staða með nýju fiskiskipunum. F.V.: „Að lokum væri ekki úr vegi að spyrja, hvort þér teljið það eiga fyrir trygging- arfélögunum að liggja að verða ein ríkisstofnun, þ.e.a.s. að þau verði þjóðnýtt? Sigurður: „Ég hef enga trú á, að tryggingarfélögin verði þjóðnýtt. Þetta hefur verið stefnumál vissra pólitískra flokka en ekkert þrýst á það af hálfu ábyrgra ráðamanna. Ef til þess kæmi geri ég ráð fyrir, að viðskiptavinir félag- anna myndu standa eindregið gegn því. Ætti öll tryggingar- starfsemi að renna saman við ríkisbáknið myndi það kerfi verða svo þungt í vöfum, að viðskiptavinirnir fengju litla eða enga þjónustu. Eitt ríkis- rekið tryggingarfélg væri stórt skref aftur á bak“, sagði Sig- urður Jónsson. ILOKAÐ! Það er útilokaó að þú lendir milli stafs og hurðar I Verzlunarbankanum. Frá kl. 9-30-19 erávalltopið fyrir innlánsviðskipti I einhverjum hinna þriggja afgreiðslustaða Verzlunarbankans i Reykjavík. KL. ð 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 AÐALBANKINN BANKASTRÆTI 5 || lil ÚTIBÚIO LAUQAVEG1172 f| AFGREIDSLAN UMFEROARMIOSTÖO ÍvSv 111 KL. 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 VÆRZIUNRRBRNKINN 48 FV 9 1974

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.