Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1974, Side 49

Frjáls verslun - 01.09.1974, Side 49
Greinar og uifttSI EiSutverk hagmálastofnana ” eftir eSr. SuðniMiitd ÍViagnússon, prófessor Ekkert er eðlilegra en að stofnanir í þjóðfélaginu taki breytingum í samræmi við breyttar aðstæður og að nýjar stofnanir verði til. Hitt er svo annað mál, hvort þetta þarf að gerast, með miklum svipting- um eða nafnabreytingum með skömmu millibili. Þar sem ný stofnun hefur tekið til starfa á hagsviðinu, Þjóðhagsstofnun, og breyting- ar eru í vændum á Fram- kvæmdastofnun ríkisins, er ekki úr vegi að rekja hér í stuttu máli hlutverk hagmála- stofnana, eins og þau eru skil- greind í lögum. Á sviði efnahagsmála verður að telja fjórar stofnanir veiga- mestar, Hagstofu íslands, Seðlabanka íslands, Fram- kvæmdastofnun ríkisins og Þjóðhagsstofnun — og er þá talið í aldursröð. Mörg mál heyra beint eða óbeint undir ýmis ráðuneyti, eins og á- kvarðanir í sambandi við verð- lagsmál. Nokkur samtök hafa komið á fót hagdeildum, svo og viðskiptabankar, en ekki verður fjallað um þá starf- semi. HAGSTOFA ÍSLANDS. Hagstofan er elst framan- greindra stofnana, en lög um ’hana eru frá 1914. Annast stofnunin margvíslega frum- gagnasöfnun, vísitöluútreikn- inga og skýrsluútgáfu. Lengst af hefur hún heyrt undir fjár- málaráðiherra. í fráfarandi stjórn heyrði hún undir menntamálaráðuneytið, en nú fer forsætisráðherra með mál- efni hennar. í 1. gr. laganna frá 1. jan. 1914 segir, að Hagstofan „standi beinlínis undir ráð- herranum,“ og tekið er fram, að hún skuli „safna skýrslum um landshagi á íslandi, vinna úr þeim og koma þeim fyrir almennings sjónir.“ í 3. gr. segir, að Hagstofan skuli „aðstoða landsstjórnina með hagfræðis útreikningum og skýringum, er hún óskar eftir, og gefur henni álit og yfirlýsingar, þegar þess er leit- að.“ SEÐLABANKI ÍSLANDS. Lög um Seðlabanka íslands eru frá 1961. Þar segir m. a. í 3. og 4. gr.: „Hlutverk Seðlabankans er: 1. að annast seðlaútgáfu og vinna að því, að peningamagn í umferð og framboð lánsfjár sé hæfilegt miðað við það, að verðlag haldist stöðugt og framleiðslugeta atvinnuveg- anna sé hagnýtt á sem fyllst- an og hagkvæmastan hátt; 2. Að efla og varðveita gj aldeyrisvarasj óð, er nægi til þess að tryggja frjáls við- skipti við útlönd og fjárhags- legt öryggi þjóðarinnar _út á við; 3. að kaupa og selja erlend- an gjaldeyri, fara með gengis- mál og hafa umsjón og eftirlit með gjaldeyrisviðskiptum; 4. að annast bankaviðskipti ríkissjóðs og vera ríkisstjórn- inni til ráðuneytis um allt, er varðar gjaldeyris- og peninga- mál; 5. að vera banki annarra banka og peningastofnana, hafa eftirlit með bankastarf- semi og stuðla að heilbrigðum verðbréfa- og peningaviðskipt- um; 6. að gera sem fullkomnastar skýrslur og áætlanir um allt, sem varðar hlutverk hans; 7. að annast önnur verkefni, sem samrýmanleg eru tilgangi hans sem Seðlabanka. í öllu starfi sínu skal Seðla- bankinn hafa náið samstarf við ríkisstjórnina og gera henni grein fyrir skoðunum sínum varðandi stefnu í efna- 'hagsmálum og framkvæmd hennar. Sé um verulegan ágreining að ræða við ríkisstjórnina, er Seðlabankastjórn rétt að lýsa honum opinberlega og skýra skoðanir sínar. Hún skal engu að síður telja það eitt megin hlutverk sitt að vinna að því, að sú stefna, sem ríkisstjórnin markar að lokum nái tilgangi sínum.“ Sem greina má, eru öll tví- mæli tekin af um það hver ræður, ef ágreiningur verður milli ríkisstjórnar og Seðla- banka. Þetta mun ekki vera gert í löggjöf nálægra landa. FRAMKVÆMDASTOFNUN RÍKISINS. Lög um Framkvæmdastofn- un ríkisins voru sett í tíð fyrr- verandi ríkisstjórnar, eins og öllum er kunnugt. Var Efna- hagsstofnun jafnframt lögð niður, en lög um hana voru frá 1966, enda þótt hún hefði starfað frá 1962. Hluti stofnunarinnar er orð- inn að Þjóðhagsstofnun. Verð- ur því ekki fjallað um hlut- verk hagrannsóknadeildar, nema í sambandi við almenn ákvæði. Um hlutverk stofnunarinnar segir svo (í ýmsum lagagrein- um): „Framkvæmdastofnun ríkis- ins er sjálfstæð stofnun, sem er ríkisstjórninni til aðstoðar við stefnumótun í efnahags- og atvinnumálum. Hún annast hagrannsóknir og áætlanagerð og hefur með höndum heildai'- FV 9 1974 49

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.