Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1974, Page 59

Frjáls verslun - 01.09.1974, Page 59
Þóröur Vigfússon, framkv. stf. Þormóðs ramma h.f. Burðarás um eflingu útgerðar og fiskvinnslu Það sem einkum hefur gefið mönnum trú á vöxt og viðgang Siglufjarðar á ný, er útgerðarfyrirtækið Þormóður rammi hf. Það var stofnað 12. júní 1970 af Síldarverksmiðjum ríkisins og Siglufjarðarkaupstað. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins er 29 ára gamall hagverkfræðingur, Þórður Vigfússon, og F.V. spyr hann um uppbyggingu fyrirtækisins í framhaldi af því, sem að ofan er ritað. — Hlutafé við stofnun Þor- móðs ramma var 7 milljónir. kr. og var það stofnað í kring- um byggingu eins skuttogara, sem síðan var samið um smíði á í Stálvík. Árið 1971 skipaði ríkisstjórnin nefnd til að kanna ástand og horfur, eins og það er kallað, og á grundvelli tillagna nefndarinn- ar var samþykkt þann 18. nóv. 1971 yfirlýsing þess efnis, að Þormóður rammi yrði burðar- ás um eflingu útgerðar og fiskvinnslu á Siglufirði og að hlutaféð yrði aukið í 40 millj. króna. Ríkið skyldi eiga 70% hlutafjár, kaupstaðurinn 20% og einstaklingar og félög á staðnum 10%. Síðla árs 1973 var hlutaféð aukið í 100 miilj. með sömu hlutföllum. Ákveðið var að keypt skyldu og rekin 2-3 togskip, rekstur frystihúss SR á staðn- um yfirtekinn og að reist skyldi nýtt fiskiðjuver. Þetta eru fjárfestingar upp á 600 milljónir á núgildandi verð- lagi. Nú gerir félagið út 2 skuttogara, Stálvík og Siglu- vík, og einn 100 tonna bát. Fyrirtækið á og rekur frysti- hús ásamt saltfiskverkunar- stöð og skreiðarframleiðslu. Verið er að byggja nýtt frysti- hús, sem verður komið í gagn- ið í byriun árs 1976, ef hægt er að fjármagna fyrirtækið á skynsamlegan hátt, þ. e. á ann- an máta en nú er gert ráð fyr- ir, sem er alejörlega ótækur. F.V.: — Hvað eru margir á launaskrá hjá fyrirtækinu? — Rétt innan við 200 manns auk þess sem fyrirtæk- ið þarf á alls kyns utanaðkom- andi þjónustu að halda. Það Þórður Vigfússon, hjá Þormóði ramma. er langstærsti vinnuveitand- inn á staðnum og ef að líkum lætur starfar um eða yfir fjórðungur alls vinnandi fólks við það á einn eða annan hátt. F.V.: — Hvernig hefur reksturinn gengið? — Það er engin lýgi, að fyr- irtækið hefur verið og er rek- ið með tapi, einkum vegna gífurlegra kostnaðarhækkana undanfarin ár og verðfalls á afurðum. Hluti rekstrartapsins er bókhaldslegur þ. e. afskrift- ir og því um líkt, en sá hlut- inn, sem raunverulegur er, er út af fyrir sig nægur til að fyrirtækið er í gífurlegum rekstrarörðugleikum. Stafar það meðal annars af því að það er ungt og á enga vara- sjóði, en stendur auk þess í stórframkvæmdum. Ennfremur hefur annað skipið orðið fyrir óhöppum en hitt þarf mikilla endurbóta við. F.V.: — Er ekki hagstæðast að reka saman útgerð og fisk- verkun eins og þetta fyrir- tæki gerir? — Ég tel að þessir liðir eigi tvímælalaust að fara saman. Með því að reka báða þættina undir sama hatti er hægt að jafna út tap og gróða. Nú hef- ur hins vegar verið tap á báð- um liðunum. Gengisfellingin síðasta hjálpaði að vísu til, því þá hækkaði afurðaverðið, en kostnaðurinn hækkaði jafn- framt svo gera verður hliðar- ráðstafanir, líklega með ein- hverskonar niðurgreiðslum úr ríkissjóði á helstu kostnaðar- liðunum s. s. olíu, rafmagni, veiðarfærum og útflutnings- gjöldum, svo eitthvað sé nefnt. Það er hins vegar staðreynd, að í okkar hagkerfi er það neytandinn eða launþeginn, sem síðast ber tapið. Það er einkum rekstrarfjár- skortur sem háir rekstri fyrir- tækja hér á landi og að mínu áliti hefur bankapólitíkin ver- ið röng, — of mikið hefur ver- ið lánað til beinnar neyzlu s. s. bílakaupa og siglinga. Lána- kerfið til fyrirtækja virðist einna helzt við það miðað, að lána svo lítið að það verði ekki að neinu, í stað þess að lána nægjanlega mikið til þess að verðmætasköpun geti hafizt strax. F.V.: — Ertu bjartsýnn á framtíð fyrirtækisins og Siglu- fjarðar? — Já, mjög svo. Við eigum við tímabundna erfiðleika að stríða, en það er ástæðulaust að láta þá draga úr sér allan kjark og mátt. FV 9 1974 59

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.