Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1974, Page 82

Frjáls verslun - 01.09.1974, Page 82
Il fl Frá iriistjórn Stétt með stétt Ýmsar blikur eru nú á lofti á vinnu- markaðinum og tilkynningar í fjölmiðlum um uppsagnir verkalýðsfélaga á kjara- samningum sínum hafa óneitanlega vald- ið ugg og vonleysi meðal þjóðarinnar í stað þess að hún sýndi samstöðu og áræði til að glíma við stórkostleg vandamál efna- hagslífsins. Engum blöðum er um þaö að fletta, að togstreita milli atvinnustétta á þessum alvarlegu tímum myndi hafa hin- ar geigvænlegustu afleiðingar fyrir þjóðina alla. Þá kæmi líka greinilega í ljós, sem mörgum virðist sjást furðu oft yfir, að ís- lendingar eru allir á sama báti. „Hvað er framundan, verða verkföll?" spyr fólk. Er nema von að þessar spurningar gerist ásæknar og að borgararnir ígrundi í leið- inni, hversu þeir sjálfir séu megnugir og hve miklu máli þeirra einstaklingsbundna afstaöa skipti í þessu sambandi. Blaðinu þykir við hæfi, að vitna hér í orð Ottós Michelsen, eins af forvígismönn- um íslenzkra kaupsýslumanna, sem fram komu í erindi hans á frídegi verzlunar- manna í ágúst sl. Þá sagði Ottó Michelsen m. a.: „Þegar söguritarar skrá viðburði þessa árs, mun koma í ljós að árið hefur verið mjög viöburðaríkt. Einn af merkisatburð- um þess voru hinir langvarandi kjara- samningar, sem undirritaðir voru á Hótel Loftleiðum í febrúar. Þeim samningum lyktaði, eins og svo oft áöur, með því aö örþreyttir samningamenn, eftir langar vökunætur, undirrituðu örlagavaldandi samninga, sem þjóöin er ekki búin að bíta úr nálinni með. Það er mér með öllu óskiljanlegt að svona vinnubrögð skuli viðhöfð æ ofan í æ, þar sem líka þjóðfélagið rekur stórar og miklar stofnanir, með færustu sérfræðing- um, sem hafa allar tölur handbærar um hversu mikið kýrin mjólkar. Við brosum að hinum heilögu kúm Indlands, en komum ekki auga á hinar heilögu kýr í okkar þjóðfélagi, sem er verkfallsrétturinn og leyfi ég mér nú að hreyfa málefni, sem skiptir okkur svo gífurlega miklu að ekki sé misnotað — en það er verkfallsréttur- inn. Grikkland varð herforingjastjórn að bráö, aöalorsakavaldurinn voru verkföll og óeirðir. ftalía er á barmi gjaldþrots vegna sífelldra verkfalla. England á í gífurleg- um efnahagsöröugleikum — aðallega vegna verkfalla, og hjá okkur hafa verk- föll verið mjög tíð, oft án þess að aðrar leiðir hafi verið reyndar til hlítar. Verk- fallsrétturinn er fjöregg og ber að virða hann og nota sem slíkan. í Austantjaldslöndunum er enginn verk- fallsréttur, né heldur í einræðisríkjum 'vestantjalds og er þetta ekki til 'fyri|r- myndar. Setja þyrfti löggjöf um að ekki megi boða til verkfalls, né verkbanns, fyrr en t. d. mikill meirihluti atkvæðabærra félags- manna hafa samþykkt það við leynilega atkvæðagreiðslu. Það hvarflaði að mér þegar ég á þessu sumri gekk að kosningaborðinu til að greiða mitt atkvæði, hvers vegna ég væri aö því. Því það eru hvort sem er ekki leng- ur hinir lýðfrjálsu kosnu fulltrúar okkar sem ráða og stjórna, heldur hagsmuna- hóparnir sem í vaxandi mæli hrifa til sín völdin. Sögufróðir menn bæði í íslandssögu og veraldarsögu fara ekki í grafgötur með hvaða afleiðingar slíkt hefur. Stétt gegn stétt, hljómar eitt vígorðið, það er helreið. Stétt með stétt það er veg- urinn til hagsældar. Engin stétt er annari fremri, engin stétt annarri nauðsynlegri, né rétthærri. Á skipið þarf háseta, tæknimenn og skipstjóra, sama lögmál gildir á þjóðar- skútunni." Þessi holla áminning hefur aldrei átt betur við en einmitt nú og vill Frjáls verzl- un taka undir þau sjónarmið, sem þarna eru sett fram. 82 FV 9 1974

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.