Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1975, Side 15

Frjáls verslun - 01.06.1975, Side 15
Samspil tryggir betri fréttaflutning Jón Hákon lUagnússon, fréttamaður, lýsir fréttastörfum á leiðtogafundi IM/VTO Frjáls verzlun bað Jón Iiákon Magnússon, fréttamann, að segja frá störfum fréttamanns á nýafstöðnum leiðtogafundi Atlants- hafsbandalagsins í Brussel. Það er ekki oft sem íslenzk- um fréttamönnum gefst kostur á að fylgjast með stórviðburð- um heimsmálanna í eigin per- sónu á erlendri grundu. Við verðum jafnan að láta okkur nægja að lesa frásagnir er- lendra blaða og fréttastofa, eða hlýða á fréttatíma erlendra út- varpsstöðva. Það heyrir því til undantekningar, að ég var sendur fyrir hönd Ríkisútvarps- ins til þess að fylgjast með og skýra frá leiðtogafundi Atlants- hafsþandalagsins í Brussel 29. og 30. maí sl. Samkvæmt ósk Frjálsrar verzlunar ætla ég að reyna í stórum dráttum að gera les- endum blaðsins grein fyrir störfum fréttamanna á slíkum fundum og stemningunni sem þar ríkir. Við vorum aðeins tveir íslenzku fréttamennirnir í Brussel þessa daga, á móti nokkur hundruð fréttamönn- um annarra þjóða; þ. e. a. s. Matthías Jóhannessen, ritstjóri Morgunblaðsins og greinarhöf- undur. Það er ekki auðvelt starf að vera fréttamaður frá litlu landi á svona fundum vegna samkeppninnar við fréttamenn öflugra erlendra fjölmiðla, sem bæði hafa meiri reynslu og betri sambönd en maður sjálfur. Atburðarásin er svo hröð, að það er nánast von- laust fyrir einn mann að fylgj- ast með öllu sem skeður opin- berlega og á bak við tjöldin á fundi 15 æðstu manna Atlants- hafsríkjanna. NAUMUR TÍMI Ég fór frá íslandi daginn áð- ur en fundurinn hófst, sem var nokkuð knappur tími til þess að undirbúa fréttaflutninginn frá Brussel, en það kom sér vel að vera í samfloti með Herði Helgasyni, skrifstofustjóra ut- anríkisráðuneytisins, og njóta góðs af ferðaundirbúningi hans. Hörður var aðstoðarmaður Ein- ars Ágústssonar, utanrikisráð- herra, á fundinum, en Björn Bjarnason, deildarstjóri, var með Geir Hallgrímssyni, for- sætisráðherra. Við komum til Brussel milli kl. 16 og 17 að staðartíma, og þá voru aðeins tvær klukkustundir til stefnu, áður en ég varð að senda frétta- pistla til fréttastofu útvarps og sjónvarps um fundarhaldið. ís- lenzka sendiráðið í Brussel lét sækja Hörð á flugvöllinn og fékk ég að fljóta með í aðal- stöðvar Atlantshafsbandalags- ins. Þar fékk ég afhent frétta- mannsskírteini, sem heimilaði mér all frjálsar ferðir um stofn- unina, sem annars er lokuð ó- viðkomandi. Á skömmum tíma tókst mér að viða að mér nægi- lega miklu fréttaefni til að senda heim, en ferðaritvél sjón- varpsins var ofan í ferðatösk- unni minni og í salnum, þar sem „heimspressan“ hafði at- hafnafrelsi, var engin ritvél með okkar ágætu stöfum ð, þ, æ og ö. Tómas Á. Tómasson, sendiherra, heimilaði mér þá að nota ritvél skrifstofu sendi- ráðsins, og heim komust fyrstu fréttir af fundarundirbúningi, helstu málum á dagskrá og hverjir leiðtoganna væru komn- ir og hverjir ekki. ALDREI FYRR FLEIRI FRÉTTAMENN Aldrei fyrr hafði jafn mikill fjöldi fréttamanna og tækni- manna fjölmiðla gert „innrás“ í aðalstöðvar NATO í Brussel, til að fylgjast þar með fundi, enda var þetta í þriðja sinn frá stofnun bandalagsins, fyrir 25 árum, að leiðtogar aðildarríkj- anna komu saman til fundar. Þarna voru fréttamenn frá öll- um aðildarríkjunum og öðrum ríkjum V-Evrópu, sem ekki eiga aðild að NATO. Mikill fjöldi fréttamanna frá Austur-Evrópu var þarna einnig, þar á meðal fréttamenn frá sovésku TASS- fréttastofimni, dagblaðinu Pravda og sovésku upplýsinga- stofnuninni APN eða NO- VOSTY. Ég velti því fyrir mér, FV 6 1975 15

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.