Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1975, Blaðsíða 81

Frjáls verslun - 01.06.1975, Blaðsíða 81
Raufarhöfn Ailt atvinnulífið stendur og fellur með einu fyrirtæki 1 nýútkominni byggðaþróunaráætlun Norður-Þingcyjarsýslu, sem gerð var á vegum Framkvæmda- stofnunar ríkisins, kemur fram að nýting mann afla á Raufarhöfn hefur verið tiltölulega léleg und- anfarin ár og er talið að á tímabilinu frá 1973—1985 komi til með að vanta atvinn'utækifæri fyrir 86 manns á staðnum. í áætluninni segir á öðrum stað að Jökull hf. sé langstærsti atvinnuveitandinn í kauptúninu og raun og veru sá aðili sem allt atvinnulíf stendur og fellur með. Þá segir að fyrirtæk- ið hafi verið byggt upp á undanförnum fimm árum og jafnan átt í miklum örðugleikum með rekstr- arfé og hafi sveitarfélagið þá vegna stöð'u fyrirtækisins í kauptúninu hlaupið undir bagga. Þetta komi aftur niður á öllum framkvæmdum á veg um sveitarsjóðs og því spáð að með sama áfram- haldi muni Raufarhöfn dragast meira og meira aftur úr öðrum sveitarfélögum á þeim sviðum sem sveitarsjóði beri að standa að. Verði því að gera fyrirtækið Jökul hf. fjárhagslega sjálfstætt þannig að það hvorki þurfi né geti sett sveitarsjóð í sjá Ifheldu. Frjáls verslun átti nýlega samtal við Karl Ágústsson stjórnarformann Jökuls hf. og Ólaf Kjartansson framkvæmda- stjóra fyrirtækisins. Voru þeir sammála um að þó að Jökull hf. hafi bjargað Raufarhöfn út úr tímabili vonleysis og sam- dráttar og opnað nýja atvinnu- möguleika, þá hafi fyrirtækið alltaf frá upphafi notið lítils skilnings yfirvalda og allar lánagreiðslur til þess verið í al- gjöru lágmarki. Og því hafi fátt verið gert til þess að Jökull mætti verða fjárhagslega sjálf- stætt fyrirtæki. -- Oft hefur fjárhagur Jök- uls verið þröngur, sagði Karl, en aldrei svo að við örvæntum um framtíð þess, enda þýddi það algjört volæði fyrir Rauf- arhöfn. Hins vegar hafa alltaf margir verið fljótir til að spá okkur illa. Það fyrsta sem við heyrðum þogar við komum heim með skuttogarann okkar í fyrsta sinn, var að það ætti að fara að selja hann burt vegna fjárskorts. Þeir voru líka marg- ir sem lágu okkur á hálsi fyrir að fara þá leið að kaupa skut- togara til Raufarhafnar í stað þess að reyna að byggja upp atvinnu í kringum bátaútgerð eins og Húsvíkingar hafa gert. Nú hefur það hins vegar sýnt sig að við vorum framsýnni en þeir og nú eru Húsvíkingar að feta í fótspor okkar og eru að leita fyrir sér með skuttogara sem á að bjarga útgerðinni þar. Jökull hf. var stofnað 22. október 1968 og var hreppur- inn lang stærsti hluthafinn, en einstaklingar á staðnum áttu afganginn. í byrjun keypti Jök- ull brunarústir frystihúss, sem hafði verið í eigu Kaupfélags Raufarhafnar. í júlí 1969 var hægt að hefja fiskvinnslu í frystihúsinu og var hráefni keypt af smábátum, sem lögðu upp á Raufarhöfn. Þetta sama ár var keypt 260 tonna skip Jörundur II., sem síðar var skírt Jökull. Skipið gerði út frá Karl Ágústsson °g Ólafur Kjartans- son. Unnið í frysti- húsinu á Raufar- höfn. FV 6 1975 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.